Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar 8. mars 2025 08:00 Þann 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna haldinn hátíðlegur um allan heim. Dagurinn er tilefni til að fagna sigrum í jafnréttismálum en einnig til að beina sjónum að þeim áskorunum sem enn eru til staðar. Í dag, þegar konur standa frammi fyrir bakslagi í réttindabaráttu sinni víða um heim, er mikilvægara en nokkru sinni að styrkja innviði sem tryggja öryggi þeirra og réttindi. Eitt af þeim verkefnum sem styrkja stöðu kvenna hér á landi er innleiðing samræmds verklags heilbrigðisstofnana vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis, sem ég setti á laggirnar árið 2021 sem heilbrigðisráðherra. Bakslag í jafnréttismálum – sótt að réttindum kvenna Í Bandaríkjunum og víða annars staðar heiminum er staða kvenna í jafnréttismálum síður en svo sjálfgefin. Afturför í lögvernduðum réttindum, til að mynda þegar kemur að kyn- og frjósemisréttindum, er staðreynd sem kallar á viðbrögð. Á sama tíma sjáum við aukna hættu á kynbundnu ofbeldi, bæði innan heimila og í samfélaginu í heild. Slík þróun undirstrikar nauðsyn þess að ríki grípi til markvissra aðgerða til að vernda og styðja konur sem verða fyrir ofbeldi, óháð efnahag eða félagslegri stöðu. Samræmt verklag sem viðurkennd fyrirmynd Eitt af verkefnunum sem hafa vakið athygli á alþjóðavísu er samræmt verklag heilbrigðisstofnana vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis, sem hófst hér á landi árið 2021. Verkefnið hefur þegar skilað árangri og hefur vakið athygli Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), sem hefur sýnt áhuga á að innleiða svipaða nálgun víðar í Evrópu. Verklagið felur í sér samræmda nálgun í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem leita sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis. Í stað þess að þolendur séu settir í óljósan farveg eða vísað á milli stofnana, fær hver og ein stuðning frá teymi sérfræðinga, þar á meðal félagsráðgjafa og sálfræðinga. Málin eru unnin markvisst og tryggt að þolendur fái alla þá aðstoð sem þeir þurfa – alt frá lögfræðilegri ráðgjöf til öryggisráðstafana og aðstoðar við samskipti við aðrar stofnanir eins og lögreglu og barnavernd. Aukin fjármögnun og lagalegar úrbætur Þegar innleiðing verkefnisins hófst haustið 2022 var Landspítala falið að leiða framkvæmdina. Til þess var veitt sérstök fjármögnun upp á 90 milljónir króna, sem gerði kleift að ráða inn sérfræðinga í heimilisofbeldisteymi. Jafnframt var gerð breyting á lögum um heilbrigðisstarfsmenn árið 2023 sem skýrði heimildir þeirra til að tilkynna lögreglu um ofbeldi í samráði við þolendur. Heilbrigðiskerfið er oft fyrsti og eini viðkomustaður kvenna sem verða fyrir ofbeldi, og því var brýnt að taka af öll tvímæli um hlutverk þess í því að tryggja öryggi þeirra. Hvað næst? Verkefnið hefur þegar sýnt fram á mikilvægi sitt og stuðningur WHO staðfestir að Ísland getur verið í fararbroddi þegar kemur að því að móta öflugar leiðir til að styðja þolendur ofbeldis. Hins vegar er þetta aðeins eitt skref í baráttunni fyrir jafnrétti. Víða um heim er sótt að réttindum kvenna og það er ekkert gefið í þeim efnum. Í stað þess að taka áunnin réttindi sem sjálfsögð verðum við að verja þau og treysta þá innviði sem tryggja öryggi kvenna og annarra þolenda ofbeldis. Heilbrigðiskerfið er einn lykilþáttur í þessari vernd og verkefni sem þetta sýnir hvernig hægt er að byggja upp kerfi sem virkilega virkar fyrir þá sem þurfa mest á því að halda. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna er því tilefni til að fagna þeim árangri sem náðst hefur – en einnig til að minna á að baráttan fyrir jafnrétti er stöðug. Hún er ekki aðeins spurning um lagasetningu heldur líka um raunverulegar aðgerðir, fjármögnun og pólitíska forgangsröðun. Þessi vinna heldur áfram, ekki aðeins fyrir konur í dag heldur einnig fyrir komandi kynslóðir. Til hamingju með daginn konur, baráttan heldur áfram! Höfundur er formaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Jafnréttismál Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna haldinn hátíðlegur um allan heim. Dagurinn er tilefni til að fagna sigrum í jafnréttismálum en einnig til að beina sjónum að þeim áskorunum sem enn eru til staðar. Í dag, þegar konur standa frammi fyrir bakslagi í réttindabaráttu sinni víða um heim, er mikilvægara en nokkru sinni að styrkja innviði sem tryggja öryggi þeirra og réttindi. Eitt af þeim verkefnum sem styrkja stöðu kvenna hér á landi er innleiðing samræmds verklags heilbrigðisstofnana vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis, sem ég setti á laggirnar árið 2021 sem heilbrigðisráðherra. Bakslag í jafnréttismálum – sótt að réttindum kvenna Í Bandaríkjunum og víða annars staðar heiminum er staða kvenna í jafnréttismálum síður en svo sjálfgefin. Afturför í lögvernduðum réttindum, til að mynda þegar kemur að kyn- og frjósemisréttindum, er staðreynd sem kallar á viðbrögð. Á sama tíma sjáum við aukna hættu á kynbundnu ofbeldi, bæði innan heimila og í samfélaginu í heild. Slík þróun undirstrikar nauðsyn þess að ríki grípi til markvissra aðgerða til að vernda og styðja konur sem verða fyrir ofbeldi, óháð efnahag eða félagslegri stöðu. Samræmt verklag sem viðurkennd fyrirmynd Eitt af verkefnunum sem hafa vakið athygli á alþjóðavísu er samræmt verklag heilbrigðisstofnana vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis, sem hófst hér á landi árið 2021. Verkefnið hefur þegar skilað árangri og hefur vakið athygli Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), sem hefur sýnt áhuga á að innleiða svipaða nálgun víðar í Evrópu. Verklagið felur í sér samræmda nálgun í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem leita sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis. Í stað þess að þolendur séu settir í óljósan farveg eða vísað á milli stofnana, fær hver og ein stuðning frá teymi sérfræðinga, þar á meðal félagsráðgjafa og sálfræðinga. Málin eru unnin markvisst og tryggt að þolendur fái alla þá aðstoð sem þeir þurfa – alt frá lögfræðilegri ráðgjöf til öryggisráðstafana og aðstoðar við samskipti við aðrar stofnanir eins og lögreglu og barnavernd. Aukin fjármögnun og lagalegar úrbætur Þegar innleiðing verkefnisins hófst haustið 2022 var Landspítala falið að leiða framkvæmdina. Til þess var veitt sérstök fjármögnun upp á 90 milljónir króna, sem gerði kleift að ráða inn sérfræðinga í heimilisofbeldisteymi. Jafnframt var gerð breyting á lögum um heilbrigðisstarfsmenn árið 2023 sem skýrði heimildir þeirra til að tilkynna lögreglu um ofbeldi í samráði við þolendur. Heilbrigðiskerfið er oft fyrsti og eini viðkomustaður kvenna sem verða fyrir ofbeldi, og því var brýnt að taka af öll tvímæli um hlutverk þess í því að tryggja öryggi þeirra. Hvað næst? Verkefnið hefur þegar sýnt fram á mikilvægi sitt og stuðningur WHO staðfestir að Ísland getur verið í fararbroddi þegar kemur að því að móta öflugar leiðir til að styðja þolendur ofbeldis. Hins vegar er þetta aðeins eitt skref í baráttunni fyrir jafnrétti. Víða um heim er sótt að réttindum kvenna og það er ekkert gefið í þeim efnum. Í stað þess að taka áunnin réttindi sem sjálfsögð verðum við að verja þau og treysta þá innviði sem tryggja öryggi kvenna og annarra þolenda ofbeldis. Heilbrigðiskerfið er einn lykilþáttur í þessari vernd og verkefni sem þetta sýnir hvernig hægt er að byggja upp kerfi sem virkilega virkar fyrir þá sem þurfa mest á því að halda. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna er því tilefni til að fagna þeim árangri sem náðst hefur – en einnig til að minna á að baráttan fyrir jafnrétti er stöðug. Hún er ekki aðeins spurning um lagasetningu heldur líka um raunverulegar aðgerðir, fjármögnun og pólitíska forgangsröðun. Þessi vinna heldur áfram, ekki aðeins fyrir konur í dag heldur einnig fyrir komandi kynslóðir. Til hamingju með daginn konur, baráttan heldur áfram! Höfundur er formaður Vinstri grænna.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar