Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. mars 2025 09:02 Benoný Breki Andrésson fagnar einu fimm marka sinna í 7-0 sigri KR á HK í lokaumferð Bestu deildar karla í fyrra. Benoný skoraði alls 21 mark í Bestu deildinni. Enginn hefur skorað fleiri mörk á einu tímabili í efstu deild á Íslandi. vísir/anton Hún var fáránlega góð segir Benoný Breki Andrésson um tilfinninguna sem fylgdi því að skora fyrstu mörkin sín fyrir Stockport County. Hann segist hafa aðlagast vel hjá félaginu og finnur sig vel í hörku ensku C-deildarinnar. Benoný hefur skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum Stockport, á aðeins 66 mínútum. Benoný skoraði jöfnunarmark Stockport gegn Northampton Town á þriðjudaginn, níu mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. 🎙️ "And the Ice Man has done it again!!"Watch the full match highlights from last night's draw against Northampton Town ⤵️— Stockport County (@StockportCounty) March 5, 2025 Í leiknum þar á undan skoraði hann bæði mörk Stockport í 2-1 sigri á Blackpool. Hann kom inn á sem varamaður í hálfleik, jafnaði í 1-1 á 47. mínútu og skoraði svo sigurmark Stockport níu mínútum fyrir leikslok. Þetta voru hans fyrstu mörk fyrir enska félagið. Hann gekk í raðir þess um áramótin eftir að hafa bætt markametið í efstu deild á Íslandi í fyrra. „Þetta hefur verið fínt. Það er mikill munur á að vera úti hérna á Englandi eða heima á Íslandi. En þetta er geggjað umhverfi og gott að vera kominn í svona sterkt umhverfi og það gengur virkilega vel að aðlagast þannig ég er bara sáttur,“ sagði Benoný í samtali við íþróttadeild. Hann er ekki ókunnur atvinnumennsku því hann var í tvö ár á mála hjá Bologna á Ítalíu og lék þá með yngri liðum félagsins. Benoný segist búa að þeirri reynslu. „Hún hjálpar allan daginn. Ég kannast aðeins við þetta eftir að hafa verið úti á Ítalíu. Ég var auðvitað yngri þá og það er öðruvísi að vera á Ítalíu en Englandi sem er líkara Íslandi. En ég er orðinn fullorðinn maður núna og þetta er allt annað,“ sagði Benoný sem býr í miðborg Manchester. Ennþá betra að skora fyrir framan stuðningsmennina Benoný segir að það hafi verið ánægjulegt að kynna sig almennilega fyrir stuðningsmönnum Stockport, í leiknum gegn Blackpool á Edgeley Park. „Tilfinningin var fáránlega góð. Fyrri hálfleikurinn var mjög lélegur og við vorum 0-1 undir. Síðan var ég settur inn á og ég ætlaði að koma inn á og reyna að skora. Ég er glaður að hafa skorað eitt en það var ennþá betra að hafa náð þessu sigurmarki, og ennþá betra fyrir framan stuðningsmennina. Þetta var mjög góð tilfinning,“ sagði Benoný sem mætti fullur sjálfstrausts í leikinn gegn Northampton, eftir mörkin tvö gegn Blackpool. Klippa: Benóný Breki nýtur sín hjá Stockport „Ég fann það þegar ég kom inn á á þriðjudaginn að ég var rólegur með boltann og þetta var þægilegra inni á vellinum. Þegar boltinn kom inn á teiginn var maður alltaf klár. Það er gott að vera kominn með smá sjálfstraust aftur. Þessi mörk gerðu mjög mikið. Maður er enn að aðlagast og að hafa náð þessum mörkum gerði helling,“ bætti Benoný við. Stockport mætir Charlton Athletic í dag og Benóný leyfir sér að vonast eftir sæti í byrjunarliðinu. „Það er bara undir þjálfaranum komið. Ég er enn að reyna að koma mér betur inn í þetta. Þótt ég sé að skora mörk er fullt annað á bak við fótboltann. Ég er að aðlagast betur og þetta verður bara að koma í ljós,“ sagði Benoný. Félag í sókn Mikill uppgangur hefur verið hjá Stockport undanfarin ár. Liðið féll úr deildakeppninni 2011 en sneri aftur þangað ellefu árum seinna. Stockport vann sér svo sæti í C-deildinni í fyrra og hefur gengið vel á þessu tímabili. 📸 Plenty of iceman content available in yesterday's match gallery...🇮🇸 Enjoy browsing through the best of Petchy's pics from a crucial win against Blackpool at Edgeley Park ⤵️#StockportCounty— Stockport County (@StockportCounty) March 2, 2025 „Þetta er félag sem er á mikilli uppleið. Það er búið að vinna mikið síðustu ár og það er stutt síðan það var í neðri deildum. Það er kominn mikill peningur inn í félagið, nýr eigandi og þeir eru vanir því að vinna mikið núna og við ætlum að halda því áfram. Þetta er að verða stærra og stærra félag,“ sagði Benoný. Horfir á 2. sætið Stockport er sem stendur í 4. sæti C-deildarinnar. Tvö efstu liðin fara beint upp í B-deildinni en liðin í sætum 3-6 fara í umspil um síðasta sætið sem í boði er. „Ég held að flestir, allavega ég, séu að horfa á 2. sætið en auðvitað er umspilið alltaf þangað sem við viljum fara,“ sagði Benoný en Stockport er sex stigum á eftir Wycombe Wanderers sem er í 2. sætinu. Klár í hörkuna Benóný segir að fótboltinn í C-deildinni sé harður og leikstíllinn sé beinskeyttur. „Það er mikil harka. Þetta er mjög harður fótbolti og það er gott að vera kominn í alvöru fótbolta hérna. Það kunna allir fótbolta hérna. Þetta er frekar einfaldur fótbolti; stundum bara sparkað fram og vonast eftir því besta en stundum er spilað,“ sagði Benoný sem segist hafa verið tilbúinn í hörku enska neðri deildanna. 🧊 Three goals in his last 66 minutes of football.The Iceman has arrived 🇮🇸 #StockportCounty pic.twitter.com/IjMfbbrlv5— Stockport County (@StockportCounty) March 5, 2025 „Já, mér fannst það. Ég er enn að aðlagast en ég myndi segja að ég hafi verið klár áður en ég kom út og reyni núna að koma mér ennþá betur inn í þetta,“ sagði Benoný. A-landsliðssæti plús Framundan eru leikir hjá íslenska landsliðinu gegn Kósóvó um áframhaldandi sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Benoný myndi ekki slá hendinni á móti sæti í A-landsliðinu en er annars meira en klár að spila fyrir U-21 árs landsliðið á sama tíma. „Það er erfitt að segja. Það er U-21 árs verkefni á sama tíma. Þeir vilja mikið fá mig þar þannig ég er fyrst og fremst að horfa þangað. En ef hitt kemur er það bara mikill plús,“ sagði Benoný að lokum. Enski boltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Sjá meira
Benoný skoraði jöfnunarmark Stockport gegn Northampton Town á þriðjudaginn, níu mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. 🎙️ "And the Ice Man has done it again!!"Watch the full match highlights from last night's draw against Northampton Town ⤵️— Stockport County (@StockportCounty) March 5, 2025 Í leiknum þar á undan skoraði hann bæði mörk Stockport í 2-1 sigri á Blackpool. Hann kom inn á sem varamaður í hálfleik, jafnaði í 1-1 á 47. mínútu og skoraði svo sigurmark Stockport níu mínútum fyrir leikslok. Þetta voru hans fyrstu mörk fyrir enska félagið. Hann gekk í raðir þess um áramótin eftir að hafa bætt markametið í efstu deild á Íslandi í fyrra. „Þetta hefur verið fínt. Það er mikill munur á að vera úti hérna á Englandi eða heima á Íslandi. En þetta er geggjað umhverfi og gott að vera kominn í svona sterkt umhverfi og það gengur virkilega vel að aðlagast þannig ég er bara sáttur,“ sagði Benoný í samtali við íþróttadeild. Hann er ekki ókunnur atvinnumennsku því hann var í tvö ár á mála hjá Bologna á Ítalíu og lék þá með yngri liðum félagsins. Benoný segist búa að þeirri reynslu. „Hún hjálpar allan daginn. Ég kannast aðeins við þetta eftir að hafa verið úti á Ítalíu. Ég var auðvitað yngri þá og það er öðruvísi að vera á Ítalíu en Englandi sem er líkara Íslandi. En ég er orðinn fullorðinn maður núna og þetta er allt annað,“ sagði Benoný sem býr í miðborg Manchester. Ennþá betra að skora fyrir framan stuðningsmennina Benoný segir að það hafi verið ánægjulegt að kynna sig almennilega fyrir stuðningsmönnum Stockport, í leiknum gegn Blackpool á Edgeley Park. „Tilfinningin var fáránlega góð. Fyrri hálfleikurinn var mjög lélegur og við vorum 0-1 undir. Síðan var ég settur inn á og ég ætlaði að koma inn á og reyna að skora. Ég er glaður að hafa skorað eitt en það var ennþá betra að hafa náð þessu sigurmarki, og ennþá betra fyrir framan stuðningsmennina. Þetta var mjög góð tilfinning,“ sagði Benoný sem mætti fullur sjálfstrausts í leikinn gegn Northampton, eftir mörkin tvö gegn Blackpool. Klippa: Benóný Breki nýtur sín hjá Stockport „Ég fann það þegar ég kom inn á á þriðjudaginn að ég var rólegur með boltann og þetta var þægilegra inni á vellinum. Þegar boltinn kom inn á teiginn var maður alltaf klár. Það er gott að vera kominn með smá sjálfstraust aftur. Þessi mörk gerðu mjög mikið. Maður er enn að aðlagast og að hafa náð þessum mörkum gerði helling,“ bætti Benoný við. Stockport mætir Charlton Athletic í dag og Benóný leyfir sér að vonast eftir sæti í byrjunarliðinu. „Það er bara undir þjálfaranum komið. Ég er enn að reyna að koma mér betur inn í þetta. Þótt ég sé að skora mörk er fullt annað á bak við fótboltann. Ég er að aðlagast betur og þetta verður bara að koma í ljós,“ sagði Benoný. Félag í sókn Mikill uppgangur hefur verið hjá Stockport undanfarin ár. Liðið féll úr deildakeppninni 2011 en sneri aftur þangað ellefu árum seinna. Stockport vann sér svo sæti í C-deildinni í fyrra og hefur gengið vel á þessu tímabili. 📸 Plenty of iceman content available in yesterday's match gallery...🇮🇸 Enjoy browsing through the best of Petchy's pics from a crucial win against Blackpool at Edgeley Park ⤵️#StockportCounty— Stockport County (@StockportCounty) March 2, 2025 „Þetta er félag sem er á mikilli uppleið. Það er búið að vinna mikið síðustu ár og það er stutt síðan það var í neðri deildum. Það er kominn mikill peningur inn í félagið, nýr eigandi og þeir eru vanir því að vinna mikið núna og við ætlum að halda því áfram. Þetta er að verða stærra og stærra félag,“ sagði Benoný. Horfir á 2. sætið Stockport er sem stendur í 4. sæti C-deildarinnar. Tvö efstu liðin fara beint upp í B-deildinni en liðin í sætum 3-6 fara í umspil um síðasta sætið sem í boði er. „Ég held að flestir, allavega ég, séu að horfa á 2. sætið en auðvitað er umspilið alltaf þangað sem við viljum fara,“ sagði Benoný en Stockport er sex stigum á eftir Wycombe Wanderers sem er í 2. sætinu. Klár í hörkuna Benóný segir að fótboltinn í C-deildinni sé harður og leikstíllinn sé beinskeyttur. „Það er mikil harka. Þetta er mjög harður fótbolti og það er gott að vera kominn í alvöru fótbolta hérna. Það kunna allir fótbolta hérna. Þetta er frekar einfaldur fótbolti; stundum bara sparkað fram og vonast eftir því besta en stundum er spilað,“ sagði Benoný sem segist hafa verið tilbúinn í hörku enska neðri deildanna. 🧊 Three goals in his last 66 minutes of football.The Iceman has arrived 🇮🇸 #StockportCounty pic.twitter.com/IjMfbbrlv5— Stockport County (@StockportCounty) March 5, 2025 „Já, mér fannst það. Ég er enn að aðlagast en ég myndi segja að ég hafi verið klár áður en ég kom út og reyni núna að koma mér ennþá betur inn í þetta,“ sagði Benoný. A-landsliðssæti plús Framundan eru leikir hjá íslenska landsliðinu gegn Kósóvó um áframhaldandi sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Benoný myndi ekki slá hendinni á móti sæti í A-landsliðinu en er annars meira en klár að spila fyrir U-21 árs landsliðið á sama tíma. „Það er erfitt að segja. Það er U-21 árs verkefni á sama tíma. Þeir vilja mikið fá mig þar þannig ég er fyrst og fremst að horfa þangað. En ef hitt kemur er það bara mikill plús,“ sagði Benoný að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Sjá meira