Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Árni Sæberg skrifar 7. mars 2025 16:00 Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitunnar. Orkuveitan Hagnaður samstæðu Orkuveitunnar í fyrra nam 9,3 milljörðum króna í fyrra. Það gerir aukningu upp á 45 prósent milli ára. Í fréttatilkynningu frá Orkuveitunni segir að félagið hafi birt samstæðuársreikning sinn fyrir árið 2024, sem sýni afar jákvæða niðurstöðu. Hagnaður samstæðunnar hafi aukist um 45 prósent frá árinu 2023 og numið 9,3 milljörðum króna. Lagt sé til að arður til eigenda verði 6,5 milljarðar króna. Samstæðuna skipi, auk móðurfélagsins, Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. Eigendur Orkuveitunnar séu Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð. Þar fer Reykjavíkurborg með langstærstan eignarhlut. Fjárfestu fyrir 31 milljarð króna „Góð rekstrarniðurstaða síðasta árs er traust undirstaða þeirrar sóknar sem Orkuveitan hefur blásið til. Við höfum mætt mikilli eftirspurn eftir þjónustu okkar og höldum áfram að fjárfesta með ábyrgum hætti í nýsköpun, sjálfbærni og öflugum innviðum,“ er haft eftir Sævari Frey Þráinssyni, forstjóra Orkuveitunnar. Tekjur samstæðunnar hafi aukist um 9,2 prósent frá árinu 2023 til 2024, á sama tíma og rekstrargjöld hækkuðu um 8,8 prósent. Veltufé frá rekstrinum hafi numið 29,1 milljarði króna og aukist um 6,0 prósent milli ára. Fjárfestingar hafi numið 30,9 milljörðum króna og aukist um 5,8 prósent. Orkuveitan Í ársreikningnum sé lögð rík áhersla á sjálfbærni og í annað sinn birti Orkuveitan upplýsingar í samræmi við flokkunarreglugerð, sem sýni hversu stór hluti starfseminnar standist strangar alþjóðlegar kröfur um umhverfislega sjálfbærni. Á árinu 2024 hafi Orkuveitan gefið út endurnýjaðan ramma fyrir græna fjármögnun fyrirtækisins. Hann hafi fengið dökkgræna einkunn alþjóðlegs matsfyrirtækis. „Traustur fjárhagur og þetta afgerandi mat á starfseminni hefur tryggt Orkuveitunni greiðan aðgang að fjármagni til fjárfestinga á hagstæðari kjörum en ella. Starfsemi Ljósleiðarinn er utan gildissviðs flokkunarreglugerðarinnar.“ Sannfærð um að félagið sé á réttri leið Í tilkynningu er haft eftir Sævari Frey að sterk rekstrarniðurstaða, vaxandi sjálfbær umsvif og metnaðarfullar framtíðaráætlanir gefi góða von um áframhaldandi sókn Orkuveitunnar. „Samstæðan mun halda áfram að efla innviði, styðja við nýsköpun og stuðla að sjálfbærum orkuskiptum – með hagsmuni samfélagsins, umhverfis og komandi kynslóða að leiðarljósi.“ Á meðal nýsköpunarverkefna í orku- og veitumálum sem unnið sé að innan Orkuveitunnar og gerð sé grein fyrir í skýrslu stjórnar í ársreikningi samstæðunnar sé djúpborun eftir ofurheitri jarðgufu, blöndun háhita- og lághitavatns sem geri rekstur hitaveitunnar á höfuðborgarsvæðinu hagkvæmari og umhverfisvænni og þjónustuverkefni sem byggi á aukinni notkun gagna og gervigreindar. „Við erum sannfærð um að við séum á réttri leið. Góð rekstrarniðurstaða og öflug uppbygging opna fyrir fleiri tækifæri, bæði í orkuöflun, fjarskiptum og öðrum nýsköpunarverkefnum,“ er haft eftir Sævari Frey að lokum. Orkumál Reykjavík Akranes Borgarbyggð Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Orkuveitunni segir að félagið hafi birt samstæðuársreikning sinn fyrir árið 2024, sem sýni afar jákvæða niðurstöðu. Hagnaður samstæðunnar hafi aukist um 45 prósent frá árinu 2023 og numið 9,3 milljörðum króna. Lagt sé til að arður til eigenda verði 6,5 milljarðar króna. Samstæðuna skipi, auk móðurfélagsins, Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. Eigendur Orkuveitunnar séu Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð. Þar fer Reykjavíkurborg með langstærstan eignarhlut. Fjárfestu fyrir 31 milljarð króna „Góð rekstrarniðurstaða síðasta árs er traust undirstaða þeirrar sóknar sem Orkuveitan hefur blásið til. Við höfum mætt mikilli eftirspurn eftir þjónustu okkar og höldum áfram að fjárfesta með ábyrgum hætti í nýsköpun, sjálfbærni og öflugum innviðum,“ er haft eftir Sævari Frey Þráinssyni, forstjóra Orkuveitunnar. Tekjur samstæðunnar hafi aukist um 9,2 prósent frá árinu 2023 til 2024, á sama tíma og rekstrargjöld hækkuðu um 8,8 prósent. Veltufé frá rekstrinum hafi numið 29,1 milljarði króna og aukist um 6,0 prósent milli ára. Fjárfestingar hafi numið 30,9 milljörðum króna og aukist um 5,8 prósent. Orkuveitan Í ársreikningnum sé lögð rík áhersla á sjálfbærni og í annað sinn birti Orkuveitan upplýsingar í samræmi við flokkunarreglugerð, sem sýni hversu stór hluti starfseminnar standist strangar alþjóðlegar kröfur um umhverfislega sjálfbærni. Á árinu 2024 hafi Orkuveitan gefið út endurnýjaðan ramma fyrir græna fjármögnun fyrirtækisins. Hann hafi fengið dökkgræna einkunn alþjóðlegs matsfyrirtækis. „Traustur fjárhagur og þetta afgerandi mat á starfseminni hefur tryggt Orkuveitunni greiðan aðgang að fjármagni til fjárfestinga á hagstæðari kjörum en ella. Starfsemi Ljósleiðarinn er utan gildissviðs flokkunarreglugerðarinnar.“ Sannfærð um að félagið sé á réttri leið Í tilkynningu er haft eftir Sævari Frey að sterk rekstrarniðurstaða, vaxandi sjálfbær umsvif og metnaðarfullar framtíðaráætlanir gefi góða von um áframhaldandi sókn Orkuveitunnar. „Samstæðan mun halda áfram að efla innviði, styðja við nýsköpun og stuðla að sjálfbærum orkuskiptum – með hagsmuni samfélagsins, umhverfis og komandi kynslóða að leiðarljósi.“ Á meðal nýsköpunarverkefna í orku- og veitumálum sem unnið sé að innan Orkuveitunnar og gerð sé grein fyrir í skýrslu stjórnar í ársreikningi samstæðunnar sé djúpborun eftir ofurheitri jarðgufu, blöndun háhita- og lághitavatns sem geri rekstur hitaveitunnar á höfuðborgarsvæðinu hagkvæmari og umhverfisvænni og þjónustuverkefni sem byggi á aukinni notkun gagna og gervigreindar. „Við erum sannfærð um að við séum á réttri leið. Góð rekstrarniðurstaða og öflug uppbygging opna fyrir fleiri tækifæri, bæði í orkuöflun, fjarskiptum og öðrum nýsköpunarverkefnum,“ er haft eftir Sævari Frey að lokum.
Orkumál Reykjavík Akranes Borgarbyggð Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira