Ný skýrsla á vegum UEFA, European Club Finance and Investment Landscape (ECFIL), sýnir svart á hvítu hvaða leikmenn evrópskra liða kostuðu miðað við hvernig leikmannhópar þeirra litu út í árslok 2024.
Yfirburðir ensku úrvalsdeildarinnar koma vel í ljós í skýrslunni. Fjögur dýrustu liðin spila í ensku deildinni og enska úrvalsdeildin á alls níu af dýrustu tuttugu leikmannahópunum.
Eitt af þessum níu liðum er Lundúnalið West Ham. Liðið eyddi stórum upphæðum í leikmenn fyrir 2023-24 tímabilið þegar það sótti menn eins og Mohammed Kudus, Edson Álvarez og James Ward-Prowse.
Það þýddi um leið að lið West Ham árið 2024 kostaði meira en stórlið eins og Barcelona á Spáni og AC Milan á Ítalíu. ESPN segir frá.
West Ham hefur haldið áfram að fjárfesta í leikmönnum en fyrir núverandi tímabili komu til liðsins Max Kilman, Crysencio Summerville og Niclas Füllkrug.
Þrátt fyrir alla þessa eyðslu þá náði West Ham bara níunda sæti í ensku deildinni tímabilið 2023-24 en í dag er liðið bara í fimmtánda sæti.
Barcelona er náttúrulega að glíma við mikla fjárhagserfiðleika og hefur treyst meira á að fá menn á láni eða á frjálsri sölu.
AC Milan hefur heldur ekki keypt mikið af mönnum en sótti þó menn eins og Christian Pulisic og Santiago Gimenez.
London á líka dýrasta fótboltalið Evrópu en það er lið Chelsea sem hefur gríðarlegum upphæðum í leikmenn síðan að Todd Boehly og fjárfestingafélagið Clearlake Capital eignaðist félagið.