Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Kristján Már Unnarsson skrifar 8. mars 2025 23:01 Guðmundur Rúnar í nýju byggingunni. Mynd/Stefán Ingvarsson Leifsstöð er orðin ígildi stóriðju. Spáð er að flugstarfsemin á Keflavíkurflugvelli muni skapa milli tvö og fjögur hundruð ný störf á hverju ári næsta áratuginn. „Leifsstöð var opnuð árið 1987 og var fyrsta áratuginn nánast eina byggingin hér upp í heiðinni,“ segir Kristján Már Unnarsson og að núna sé þetta eitt öflugasta vaxtasvæði landsins. Nú er verið að taka í notkun nýja viðbyggingu í austurálmu flugvallarins sem kostaði, með landgöngubrúm og flugvélastæðum, hartnær 30 milljarða króna og eru framkvæmdirnar þannig með þeim stærstu á Íslandi síðustu ár. Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta- og þróunar hjá Isavia, segist stundum nota orðið stóriðja um starfsemi flugvallarins. „Efnahagsleg umsvif Keflavíkurflugvallar, ferðaþjónustunnar, fyrirtækjanna sem hér starfa, tengiflugfélaganna íslensku, eru gríðarlega mikil, og við erum í rauninni líka að framkvæmda hér og bæta þjónustuna til að tryggja þennan efnahagslega grundvöll sem öll þjóðin nýtur góðs af,“ segir Guðmundur Daði. Því er spáð að 8,4 milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll í ár. Þjónustan kallar á mikinn fjölda starfa í ólíkum geirum. Áætlað er að átta til níu þúsund störf fylgja starfseminni og ef spár ganga eftir má gera ráð fyrir að flugvallasvæðið verði áfram ein öflugasta uppspretta nýrra starfa á landinu. Nýja flugstöðvarálman séð frá flughlaðinu. Mynd/Stefán Ingvarsson Þúsund starfsmenn á hverja milljón farþega Guðmundur segir að fyrir hverja milljón farþega þurfirðu um þúsund starfsmenn. „Það hefur verið meðaltalið sem hefur verið rétt á Keflavíkurflugvelli,“ segir hann og að samhliða fjölgun farþega fjölgi starfandi á flugvellinum um tvö til fjögur hundruð á hverju ári næsta áratuginn. Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Ferðaþjónusta Vinnumarkaður Suðurnesjabær Flugþjóðin Isavia Tengdar fréttir Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri. 26. september 2024 17:17 Forréttindi fyrir fámenna þjóð að hafa jafn öflugar flugsamgöngur Uppbygging Keflavíkurflugvallar sem tengimiðstöðvar hefur fært Íslendingum mikla hagsæld og lífsgæði og eru brottfarir í flugi frá Íslandi til Norður-Ameríku núna fleiri en frá öllum hinum Norðurlöndunum til samans. 23. september 2024 21:45 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
„Leifsstöð var opnuð árið 1987 og var fyrsta áratuginn nánast eina byggingin hér upp í heiðinni,“ segir Kristján Már Unnarsson og að núna sé þetta eitt öflugasta vaxtasvæði landsins. Nú er verið að taka í notkun nýja viðbyggingu í austurálmu flugvallarins sem kostaði, með landgöngubrúm og flugvélastæðum, hartnær 30 milljarða króna og eru framkvæmdirnar þannig með þeim stærstu á Íslandi síðustu ár. Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta- og þróunar hjá Isavia, segist stundum nota orðið stóriðja um starfsemi flugvallarins. „Efnahagsleg umsvif Keflavíkurflugvallar, ferðaþjónustunnar, fyrirtækjanna sem hér starfa, tengiflugfélaganna íslensku, eru gríðarlega mikil, og við erum í rauninni líka að framkvæmda hér og bæta þjónustuna til að tryggja þennan efnahagslega grundvöll sem öll þjóðin nýtur góðs af,“ segir Guðmundur Daði. Því er spáð að 8,4 milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll í ár. Þjónustan kallar á mikinn fjölda starfa í ólíkum geirum. Áætlað er að átta til níu þúsund störf fylgja starfseminni og ef spár ganga eftir má gera ráð fyrir að flugvallasvæðið verði áfram ein öflugasta uppspretta nýrra starfa á landinu. Nýja flugstöðvarálman séð frá flughlaðinu. Mynd/Stefán Ingvarsson Þúsund starfsmenn á hverja milljón farþega Guðmundur segir að fyrir hverja milljón farþega þurfirðu um þúsund starfsmenn. „Það hefur verið meðaltalið sem hefur verið rétt á Keflavíkurflugvelli,“ segir hann og að samhliða fjölgun farþega fjölgi starfandi á flugvellinum um tvö til fjögur hundruð á hverju ári næsta áratuginn.
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Ferðaþjónusta Vinnumarkaður Suðurnesjabær Flugþjóðin Isavia Tengdar fréttir Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri. 26. september 2024 17:17 Forréttindi fyrir fámenna þjóð að hafa jafn öflugar flugsamgöngur Uppbygging Keflavíkurflugvallar sem tengimiðstöðvar hefur fært Íslendingum mikla hagsæld og lífsgæði og eru brottfarir í flugi frá Íslandi til Norður-Ameríku núna fleiri en frá öllum hinum Norðurlöndunum til samans. 23. september 2024 21:45 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri. 26. september 2024 17:17
Forréttindi fyrir fámenna þjóð að hafa jafn öflugar flugsamgöngur Uppbygging Keflavíkurflugvallar sem tengimiðstöðvar hefur fært Íslendingum mikla hagsæld og lífsgæði og eru brottfarir í flugi frá Íslandi til Norður-Ameríku núna fleiri en frá öllum hinum Norðurlöndunum til samans. 23. september 2024 21:45