Þetta kemur fram í dagbók lögreglu, en þar segir að talsverður erill hafi verið í miðbæ vegna ölvunarláta, stympinga og pústra milli manna.
Þá var einni krá lokað vegna skorts á rekstrarleyfi.
Bílinn valt og endaði á þakinu
Á lögreglustöð 2, sem sinnir Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi, var lögregla kölluð til vegna umferðarslyss þar sem bíll hafði oltið og endað á þakinu.
Einnig var tilkynnt um umferðarslys þar sem bíll hafði endað utan vegar, en engin slys urðu á fólki.