Innlent

Þrjú bana­slys á fáum dögum, fram­tíð Sunnutorgs og hundur í hjóla­stól

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö. Vísir

Þrír hafa látið lífið í umferðarslysum á síðustu fjórum dögum, þar á meðal barn á öðru aldursári. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við aðstoðaryfirlögregluþjó á Austurlandi sem segir aðdraganda banaslyss sem varð í Berufirði í dag enn til rannsóknar.

Blóðug átök hafa geysað í Sýrlandi um helgina en ástand stjórnmála í landinu er enn viðkvæmt eftir að Bashar al-Assad var steypt af stóli í desember. Fleiri hundruð almennra borgara hafa fallið í árásum sem rekja má til átaka stríðandi fylkinga sem ýmist eru hallar undir núverandi stjórnvöld eða fyrrverandi forseta.

Í fréttatímanum verður einnig rætt við framkvæmdastjóra Veraldarvina sem segir heiður að taka við verkefninu á Sunnutorgi í Reykjavík þar sem fyrirhugað er að opna kaffihús og fræðslumiðstöð um umhverfismál.

Við hittum einnig fyrir hundinn Arlo sem lætur það ekki stoppa sig að hafa fæðst með aðeins tvo fætur. Hann hleypur um á afturlöppunum og stundum notar hann hjólastól þegar hann fer í lengri ferðir.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×