Veður

Víða all­hvass vindur norðan­til síð­degis

Atli Ísleifsson skrifar
Spáð er hlýnandi veðri og hita þrjú til átta stig seinnipartinn.
Spáð er hlýnandi veðri og hita þrjú til átta stig seinnipartinn. Vísir/Vilhelm

Skammt suðvestur af landinu er nú háþrýstisvæði en norðan af landinu er smálægð sem nálgast og veldur vaxandi vestanátt á norðanverðu landinu.

Á vef Veðurstofunnar segir að síðdegis verði allvíða allhvass vindur á norðanverðu landinu og má búast við að það verði hvassara í vindstrengjum við fjöll.

„Yfirleitt hægari vindur sunnantil. Skýjað og sums staðar dálítil væta, en bjart að mestu austan- og suðaustanlands. Hlýnandi veður, hiti 3 til 8 stig seinnipartinn.

Dregur úr vindi aðfaranótt þriðjudags.

Á þriðjudag gera spár ráð fyrir suðvestlægri eða breytilegri átt, 3-8 m/s og bjart með köflum, en aðeins hvassari á norðvestanverðu landinu. Hiti 5 til 10 stig að deginum,“ segir í tilkynningu.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Vestlæg eða breytileg átt 5-13 m/s og bjart með köflum, hvassast norðvestantil. Hiti 3 til 8 stig yfir daginn.

Á miðvikudag: Norðvestlæg átt 5-13 m/s, hvassast við norðaustur- og suðvesturströndina. Skýjað með köflum norðan- og vestantil, en yfirleitt bjart suðaustantil. Hiti 1 til 9 stig að deginum, mildast syðst.

Á fimmtudag: Norðlæg átt 3-8 m/s, en 8-13 við suðurströndina. Skýjað með köflum og víða dálítil él, en þurrt að kalla suðvestantil. Hiti um og yfir frostmarki.

Á föstudag: Suðvestlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og sums staðar dálítil væta, en að mestu bjart austanlands. Hiti 0 til 5 stig sunnanlands.

Á laugardag: Útlit suðvestan og vestanátt og skýjað að mestu. Dálítil væta norðan- og vestanlands, en bjartviðri suðaustantil. Hiti 1 til 6 stig.

Á sunnudag: Líkleg suðvestanátt með vætu, en yfirleitt bjart norðaustantil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×