Mikla athygli vakti þegar Wade virtist sleikja háls Lukes Humphries fyrir viðureign þeirra á Opna breska mótinu í síðustu viku.
Humphries og fleiri gagnrýndu Wade fyrir hegðun hans en það virðist ekkert hafa dregið úr honum.
Fyrir leik gegn Raymond van Barneveld á Opna belgíska mótinu á laugardaginn virtist Wade nefnilega kyssa gamla heimsmeistarann.
Van Barneveld virkaði pirraður yfir þessu uppátæki Wades og veifaði fingri sínum í átt að dómaranum.
Hvort svo sem kossinn kom Van Barneveld úr jafnvægi þá sigraði Wade hann, 6-4, og komst alla leið í undanúrslit mótsins þar sem hann tapaði fyrir heimsmeistaranum Luke Littler, 7-3. Littler vann svo Mike De Decker í úrslitaleiknum, 8-5.