„Þetta er bara klúður“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. mars 2025 09:05 Vilhjálmur segir málið eitt allsherjarklúður. Vísir „Ég var alltaf svolítið fastur í þessu, því ég sá þetta ekki geta gengið upp,“ segir Vilhjálmur Arason, heimilislæknir og sérfræðingur í bráðalækningum, um þá staðreynd að ekki er gert ráð fyrir þyrlupalli á Nýja Landspítala. Vilhjálmur var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist hafa verið að starfa á bráðamóttökunni í Fossvogi þegar sjúkraflutningar með þyrlum hófust upp úr 1980. Um hafi verið að ræða byltingu; það hafi aðeins tekið nokkrar mínútur að flytja fólk úr þyrlunni og inn á stofu. Þegar fyrir lá að byggja ætti nýjan spítala hafi menn fljótt farið að gera athugasemdir hvað varðaði þyrluflugið, bæði læknar og samtökin Betri spítali á betri stað, sem Vilhjálmur tilheyrði. Samtökin gerðu ýmsar athugasemdir við fyrirætlanir stjórnvalda en að sögn Vilhjálms var hann ekki síst uggandi vegna þyrluflugsins. „Spítalahópurinn“ hafi látið hanna þyrlupall á 5. hæð rannsóknarhússins en aðeins hafi verið gert ráð fyrir fjórum til tíu lendingum á ári, sem sé í engum takti við raunveruleikan. Þá hafi ekki verið tekið tillit til aðflugs þyrlanna, sem séu stórar og miklar. „Ég er að vinna mikið úti á landi og verð stundum að kalla til þyrlu þar sem eru mjög erfiðar og krefjandi aðstæður,“ segir Vilhjálmur. Þyrluflugið sé mikilvægt og stór þáttur í sjúkraflutningum, ekki síst eftir að margir flugvellir hafi verið lagðir niður. Aðspurður um hugmyndir um þyrlupall í Nauthólsvík eða 35 metra háan turn við Nýja Landspítalann segir Vilhjálmur: „Þetta yrði aldrei boðlegt. Þetta er bara klúður.“ Lausnin hefði falist í opnum aðflugsleiðum, sem nú væri búið að loka með uppbyggingu. „Það er búið að loka öllum möguleikum því það er búið að byggja kraga í kringum spítalann,“ segir Vilhjálmur. „Þannig að ég sé ekki hvernig sjúkraþyrluflug á að geta gengið á þessu svæði.“ Bæði aðstandendur verkefnisins og stjórnvöld hafi blásið á áhyggjur í meira en áratug og nú sé staðan sú að verið sé að byggja hátæknisjúkrahús fyrir mörg hundruð milljarða, sem geti ekki tekið almennilega á móti bráðveikum sjúklingum. „Því svo eru það sjúkrabílarnir, með heftan aðgang hérna í gegnum borgina. Og þetta er eitthvað sem á að vera tilbúið eftir 20 til 30 ár, með Borgarlínu.“ Nefnd um nýjan spítala hafi lagt upp með það í kringum 2008 að það þyrfti að vera búið að greiða úr umferðarmálum og útfæra sjúkraþyrluflugið áður en ráðist yrði í framkvæmdir. „Þetta voru megin forsendur fyrir staðarvalinu,“ segir Vilhjálmur en hvorugt málið hafi verið leyst. Vilhjálmur segir málið hafa verið „keyrt áfram í blindni“ og sífellt fleiri skorður reistar með auknu byggingarmagni í kringum spítalann, sem upphaflega hafi átt að vera aukasvæði til að spítalinn gæti stækkað. Hann segir sjúkraflutningana strax munu verða mikið vandamál þegar Nýi Landspítalinn opnar. „Hver mínúta getur skipt máli. Og að þurfa ekki að þvæla sjúklingnum úr flugvél í sjúkrabíl og svo keyra og svo aftur... þetta er „crucial“. Og sérstaklega þegar við erum að hanna meðferðarsjúkrahús, aðalbráðamóttöku landsins, sem hefur ekki þetta aðgengi. Þetta er alveg með ólíkindum.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Bítið Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Vilhjálmur var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist hafa verið að starfa á bráðamóttökunni í Fossvogi þegar sjúkraflutningar með þyrlum hófust upp úr 1980. Um hafi verið að ræða byltingu; það hafi aðeins tekið nokkrar mínútur að flytja fólk úr þyrlunni og inn á stofu. Þegar fyrir lá að byggja ætti nýjan spítala hafi menn fljótt farið að gera athugasemdir hvað varðaði þyrluflugið, bæði læknar og samtökin Betri spítali á betri stað, sem Vilhjálmur tilheyrði. Samtökin gerðu ýmsar athugasemdir við fyrirætlanir stjórnvalda en að sögn Vilhjálms var hann ekki síst uggandi vegna þyrluflugsins. „Spítalahópurinn“ hafi látið hanna þyrlupall á 5. hæð rannsóknarhússins en aðeins hafi verið gert ráð fyrir fjórum til tíu lendingum á ári, sem sé í engum takti við raunveruleikan. Þá hafi ekki verið tekið tillit til aðflugs þyrlanna, sem séu stórar og miklar. „Ég er að vinna mikið úti á landi og verð stundum að kalla til þyrlu þar sem eru mjög erfiðar og krefjandi aðstæður,“ segir Vilhjálmur. Þyrluflugið sé mikilvægt og stór þáttur í sjúkraflutningum, ekki síst eftir að margir flugvellir hafi verið lagðir niður. Aðspurður um hugmyndir um þyrlupall í Nauthólsvík eða 35 metra háan turn við Nýja Landspítalann segir Vilhjálmur: „Þetta yrði aldrei boðlegt. Þetta er bara klúður.“ Lausnin hefði falist í opnum aðflugsleiðum, sem nú væri búið að loka með uppbyggingu. „Það er búið að loka öllum möguleikum því það er búið að byggja kraga í kringum spítalann,“ segir Vilhjálmur. „Þannig að ég sé ekki hvernig sjúkraþyrluflug á að geta gengið á þessu svæði.“ Bæði aðstandendur verkefnisins og stjórnvöld hafi blásið á áhyggjur í meira en áratug og nú sé staðan sú að verið sé að byggja hátæknisjúkrahús fyrir mörg hundruð milljarða, sem geti ekki tekið almennilega á móti bráðveikum sjúklingum. „Því svo eru það sjúkrabílarnir, með heftan aðgang hérna í gegnum borgina. Og þetta er eitthvað sem á að vera tilbúið eftir 20 til 30 ár, með Borgarlínu.“ Nefnd um nýjan spítala hafi lagt upp með það í kringum 2008 að það þyrfti að vera búið að greiða úr umferðarmálum og útfæra sjúkraþyrluflugið áður en ráðist yrði í framkvæmdir. „Þetta voru megin forsendur fyrir staðarvalinu,“ segir Vilhjálmur en hvorugt málið hafi verið leyst. Vilhjálmur segir málið hafa verið „keyrt áfram í blindni“ og sífellt fleiri skorður reistar með auknu byggingarmagni í kringum spítalann, sem upphaflega hafi átt að vera aukasvæði til að spítalinn gæti stækkað. Hann segir sjúkraflutningana strax munu verða mikið vandamál þegar Nýi Landspítalinn opnar. „Hver mínúta getur skipt máli. Og að þurfa ekki að þvæla sjúklingnum úr flugvél í sjúkrabíl og svo keyra og svo aftur... þetta er „crucial“. Og sérstaklega þegar við erum að hanna meðferðarsjúkrahús, aðalbráðamóttöku landsins, sem hefur ekki þetta aðgengi. Þetta er alveg með ólíkindum.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Bítið Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira