„Þetta er bara klúður“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. mars 2025 09:05 Vilhjálmur segir málið eitt allsherjarklúður. Vísir „Ég var alltaf svolítið fastur í þessu, því ég sá þetta ekki geta gengið upp,“ segir Vilhjálmur Arason, heimilislæknir og sérfræðingur í bráðalækningum, um þá staðreynd að ekki er gert ráð fyrir þyrlupalli á Nýja Landspítala. Vilhjálmur var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist hafa verið að starfa á bráðamóttökunni í Fossvogi þegar sjúkraflutningar með þyrlum hófust upp úr 1980. Um hafi verið að ræða byltingu; það hafi aðeins tekið nokkrar mínútur að flytja fólk úr þyrlunni og inn á stofu. Þegar fyrir lá að byggja ætti nýjan spítala hafi menn fljótt farið að gera athugasemdir hvað varðaði þyrluflugið, bæði læknar og samtökin Betri spítali á betri stað, sem Vilhjálmur tilheyrði. Samtökin gerðu ýmsar athugasemdir við fyrirætlanir stjórnvalda en að sögn Vilhjálms var hann ekki síst uggandi vegna þyrluflugsins. „Spítalahópurinn“ hafi látið hanna þyrlupall á 5. hæð rannsóknarhússins en aðeins hafi verið gert ráð fyrir fjórum til tíu lendingum á ári, sem sé í engum takti við raunveruleikan. Þá hafi ekki verið tekið tillit til aðflugs þyrlanna, sem séu stórar og miklar. „Ég er að vinna mikið úti á landi og verð stundum að kalla til þyrlu þar sem eru mjög erfiðar og krefjandi aðstæður,“ segir Vilhjálmur. Þyrluflugið sé mikilvægt og stór þáttur í sjúkraflutningum, ekki síst eftir að margir flugvellir hafi verið lagðir niður. Aðspurður um hugmyndir um þyrlupall í Nauthólsvík eða 35 metra háan turn við Nýja Landspítalann segir Vilhjálmur: „Þetta yrði aldrei boðlegt. Þetta er bara klúður.“ Lausnin hefði falist í opnum aðflugsleiðum, sem nú væri búið að loka með uppbyggingu. „Það er búið að loka öllum möguleikum því það er búið að byggja kraga í kringum spítalann,“ segir Vilhjálmur. „Þannig að ég sé ekki hvernig sjúkraþyrluflug á að geta gengið á þessu svæði.“ Bæði aðstandendur verkefnisins og stjórnvöld hafi blásið á áhyggjur í meira en áratug og nú sé staðan sú að verið sé að byggja hátæknisjúkrahús fyrir mörg hundruð milljarða, sem geti ekki tekið almennilega á móti bráðveikum sjúklingum. „Því svo eru það sjúkrabílarnir, með heftan aðgang hérna í gegnum borgina. Og þetta er eitthvað sem á að vera tilbúið eftir 20 til 30 ár, með Borgarlínu.“ Nefnd um nýjan spítala hafi lagt upp með það í kringum 2008 að það þyrfti að vera búið að greiða úr umferðarmálum og útfæra sjúkraþyrluflugið áður en ráðist yrði í framkvæmdir. „Þetta voru megin forsendur fyrir staðarvalinu,“ segir Vilhjálmur en hvorugt málið hafi verið leyst. Vilhjálmur segir málið hafa verið „keyrt áfram í blindni“ og sífellt fleiri skorður reistar með auknu byggingarmagni í kringum spítalann, sem upphaflega hafi átt að vera aukasvæði til að spítalinn gæti stækkað. Hann segir sjúkraflutningana strax munu verða mikið vandamál þegar Nýi Landspítalinn opnar. „Hver mínúta getur skipt máli. Og að þurfa ekki að þvæla sjúklingnum úr flugvél í sjúkrabíl og svo keyra og svo aftur... þetta er „crucial“. Og sérstaklega þegar við erum að hanna meðferðarsjúkrahús, aðalbráðamóttöku landsins, sem hefur ekki þetta aðgengi. Þetta er alveg með ólíkindum.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Bítið Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Vilhjálmur var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist hafa verið að starfa á bráðamóttökunni í Fossvogi þegar sjúkraflutningar með þyrlum hófust upp úr 1980. Um hafi verið að ræða byltingu; það hafi aðeins tekið nokkrar mínútur að flytja fólk úr þyrlunni og inn á stofu. Þegar fyrir lá að byggja ætti nýjan spítala hafi menn fljótt farið að gera athugasemdir hvað varðaði þyrluflugið, bæði læknar og samtökin Betri spítali á betri stað, sem Vilhjálmur tilheyrði. Samtökin gerðu ýmsar athugasemdir við fyrirætlanir stjórnvalda en að sögn Vilhjálms var hann ekki síst uggandi vegna þyrluflugsins. „Spítalahópurinn“ hafi látið hanna þyrlupall á 5. hæð rannsóknarhússins en aðeins hafi verið gert ráð fyrir fjórum til tíu lendingum á ári, sem sé í engum takti við raunveruleikan. Þá hafi ekki verið tekið tillit til aðflugs þyrlanna, sem séu stórar og miklar. „Ég er að vinna mikið úti á landi og verð stundum að kalla til þyrlu þar sem eru mjög erfiðar og krefjandi aðstæður,“ segir Vilhjálmur. Þyrluflugið sé mikilvægt og stór þáttur í sjúkraflutningum, ekki síst eftir að margir flugvellir hafi verið lagðir niður. Aðspurður um hugmyndir um þyrlupall í Nauthólsvík eða 35 metra háan turn við Nýja Landspítalann segir Vilhjálmur: „Þetta yrði aldrei boðlegt. Þetta er bara klúður.“ Lausnin hefði falist í opnum aðflugsleiðum, sem nú væri búið að loka með uppbyggingu. „Það er búið að loka öllum möguleikum því það er búið að byggja kraga í kringum spítalann,“ segir Vilhjálmur. „Þannig að ég sé ekki hvernig sjúkraþyrluflug á að geta gengið á þessu svæði.“ Bæði aðstandendur verkefnisins og stjórnvöld hafi blásið á áhyggjur í meira en áratug og nú sé staðan sú að verið sé að byggja hátæknisjúkrahús fyrir mörg hundruð milljarða, sem geti ekki tekið almennilega á móti bráðveikum sjúklingum. „Því svo eru það sjúkrabílarnir, með heftan aðgang hérna í gegnum borgina. Og þetta er eitthvað sem á að vera tilbúið eftir 20 til 30 ár, með Borgarlínu.“ Nefnd um nýjan spítala hafi lagt upp með það í kringum 2008 að það þyrfti að vera búið að greiða úr umferðarmálum og útfæra sjúkraþyrluflugið áður en ráðist yrði í framkvæmdir. „Þetta voru megin forsendur fyrir staðarvalinu,“ segir Vilhjálmur en hvorugt málið hafi verið leyst. Vilhjálmur segir málið hafa verið „keyrt áfram í blindni“ og sífellt fleiri skorður reistar með auknu byggingarmagni í kringum spítalann, sem upphaflega hafi átt að vera aukasvæði til að spítalinn gæti stækkað. Hann segir sjúkraflutningana strax munu verða mikið vandamál þegar Nýi Landspítalinn opnar. „Hver mínúta getur skipt máli. Og að þurfa ekki að þvæla sjúklingnum úr flugvél í sjúkrabíl og svo keyra og svo aftur... þetta er „crucial“. Og sérstaklega þegar við erum að hanna meðferðarsjúkrahús, aðalbráðamóttöku landsins, sem hefur ekki þetta aðgengi. Þetta er alveg með ólíkindum.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Bítið Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira