Catalunya Radio sagði frá því að Ter Stegen hefði ákveðið að skilja við eiginkonu sína, Dani, vegna framhjáhalds hennar.
Ter Stegen segir ekkert til í þessum fréttum í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Þar kallar hann blaðamennina Juliönu Canet, Roger Carandell og Mörtu Montaner lygara og segir þá hafa móðgað Dani og svert mannorð hennar.
Ter Stegen segir af og frá að framhjáhald sé ástæða skilnaðarins. Þau Dani hafi ákveðið að fara í sitt hvora áttina og það í góðu. Þýski markvörðurinn segir ótækt að fjölmiðill í ríkiseigu hagi sér með þessum hætti og skaðinn sem hann hafi valdið sé óbætanlegur.
Dear all,
— Marc ter Stegen (@mterstegen1) March 10, 2025
I am shocked and disappointed of the poor management and lack of Leadership and Control at Catalunya Radio & 3Cat Group - distributing false news and violating personal rights.
Journalists Juliana Canet, Roger Carandell and Marta Montaner are liars that have…
Ter Stegen og Dani hafa verið gift í átta ár og eiga tvö börn saman. Ter Stegen hefur leikið með Barcelona síðan 2014.
Þjóðverjinn hefur ekkert leikið með Barcelona síðan í september vegna meiðsla í hné.