Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2025 10:32 Sir Jim Ratcliffe í stúkunni á Old Trafford á leik Manchester United og Arsenal um helgina. afp/Paul ELLIS Sir Jim Ratcliffe, minnihlutaeigandi í Manchester United, segir að félagið hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í og ráðist í niðurskurð. Ratcliffe hefur verið með niðurskurðarhnífinn á lofti hjá United undanfarin misseri. Fjölda fólks hefur til að mynda verið sagt upp hjá United og ýmis fríðindi starfsfólks afnumin. Í viðtali við BBC segist Ratcliffe vera meðvitaður um að hann sé óvinsæll vegna hagræðingaraðgerðanna en þær séu nauðsynlegar. Fjárhagur United hafi einfaldlega verið ein rjúkandi rúst. „Manchester United hefði orðið fjárvana í lok ársins 2025 þrátt fyrir að ég hafði lagt til 233 milljónir punda og við hefðum ekki keypt neina leikmenn í sumar,“ sagði Ratcliffe. „Við erum í breytingaferli. Það er óþægilegt og ég hef samúð með stuðningsmönnunum. Einfalda svarið er að félagið hefði klárað peningana um áramótin ef við hefðum ekki gert þetta.“ Leiðin til glötunar Ratcliffe sagði að United hefði eytt meiri pening en það hafi aflað undanfarin sjö ár. „Ef þú eyðir meira en þú aflar er það leiðin til glötunar,“ sagði Ratcliffe en United borgaði til að mynda 37 milljónir í vexti á síðasta ári. „Vextir eru einn kostnaðarliður en ekki sá hæsti. Félagið verður að koma á reglu svo það geti staðið á traustum fjárhagslegum fæti í framtíðinni. Flest félög á Englandi, flest fyrirtæki, er með einhvers konar skuldir. En ef félagið er mjög arðbært, sem ég held að það geti verið á næstu árum, geturðu gert hið þveröfuga. Þú getur byrjað að greiða niður skuldir. Þar ætti Manchester United að vera,“ sagði Ratcliffe. Betri leikmenn frekar en frír hádegismatur Hann segir að vega þurfi og meta í hvað peningurinn hjá United fari. „Þegar þú horfir á rekstur félags eins og Manchester United með tekjur upp á 650 milljónir punda og þú eyðir hluta af því í að reka félagið og hluta í leikmannahópinn. Hvar viltu eyða peningunum? Viltu eyða þeim í að reka félagið eða í hópinn?“ sagði Ratcliffe. „Því ef þú eyðir peningum í hópinn nærðu betri úrslitum. Og fyrir hvað er Manchester United annað en að vinna titla? Við viljum kaupa bestu leikmenn í heimi ef við getum í staðinn fyrir að eyða peningum í frían hádegismat er ég hræddur um. Mitt eina markmið er að koma Manchester United aftur á sinn stall.“ Ratcliffe talaði tæpitungulaust í viðtalinu og sagði meðal annars að nokkrir leikmenn United væru ekki nógu góðir og væru með of há laun. Nefndi hann til að mynda Jadon Sancho, André Onana, Rasmus Højlund og Casemiro í því samhengi. United er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur. Liðið hefur aldrei endað neðar en í 8. sæti síðan úrvalsdeildin var sett á laggirnar tímabilið 1992-93. Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Sjá meira
Ratcliffe hefur verið með niðurskurðarhnífinn á lofti hjá United undanfarin misseri. Fjölda fólks hefur til að mynda verið sagt upp hjá United og ýmis fríðindi starfsfólks afnumin. Í viðtali við BBC segist Ratcliffe vera meðvitaður um að hann sé óvinsæll vegna hagræðingaraðgerðanna en þær séu nauðsynlegar. Fjárhagur United hafi einfaldlega verið ein rjúkandi rúst. „Manchester United hefði orðið fjárvana í lok ársins 2025 þrátt fyrir að ég hafði lagt til 233 milljónir punda og við hefðum ekki keypt neina leikmenn í sumar,“ sagði Ratcliffe. „Við erum í breytingaferli. Það er óþægilegt og ég hef samúð með stuðningsmönnunum. Einfalda svarið er að félagið hefði klárað peningana um áramótin ef við hefðum ekki gert þetta.“ Leiðin til glötunar Ratcliffe sagði að United hefði eytt meiri pening en það hafi aflað undanfarin sjö ár. „Ef þú eyðir meira en þú aflar er það leiðin til glötunar,“ sagði Ratcliffe en United borgaði til að mynda 37 milljónir í vexti á síðasta ári. „Vextir eru einn kostnaðarliður en ekki sá hæsti. Félagið verður að koma á reglu svo það geti staðið á traustum fjárhagslegum fæti í framtíðinni. Flest félög á Englandi, flest fyrirtæki, er með einhvers konar skuldir. En ef félagið er mjög arðbært, sem ég held að það geti verið á næstu árum, geturðu gert hið þveröfuga. Þú getur byrjað að greiða niður skuldir. Þar ætti Manchester United að vera,“ sagði Ratcliffe. Betri leikmenn frekar en frír hádegismatur Hann segir að vega þurfi og meta í hvað peningurinn hjá United fari. „Þegar þú horfir á rekstur félags eins og Manchester United með tekjur upp á 650 milljónir punda og þú eyðir hluta af því í að reka félagið og hluta í leikmannahópinn. Hvar viltu eyða peningunum? Viltu eyða þeim í að reka félagið eða í hópinn?“ sagði Ratcliffe. „Því ef þú eyðir peningum í hópinn nærðu betri úrslitum. Og fyrir hvað er Manchester United annað en að vinna titla? Við viljum kaupa bestu leikmenn í heimi ef við getum í staðinn fyrir að eyða peningum í frían hádegismat er ég hræddur um. Mitt eina markmið er að koma Manchester United aftur á sinn stall.“ Ratcliffe talaði tæpitungulaust í viðtalinu og sagði meðal annars að nokkrir leikmenn United væru ekki nógu góðir og væru með of há laun. Nefndi hann til að mynda Jadon Sancho, André Onana, Rasmus Højlund og Casemiro í því samhengi. United er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur. Liðið hefur aldrei endað neðar en í 8. sæti síðan úrvalsdeildin var sett á laggirnar tímabilið 1992-93.
Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Sjá meira