Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2025 09:18 Mannfjöldaþróun á Íslandi næstu áratugina er talin líkleg til að gera landið betur í stakk búið en mörg árin til þess að takast á við fyrirséða öldrun þjóðarinnar. Vísir/Vilhelm Gangi ný mannfjöldaspá eftir eru líkur á að hlutfallslega fleiri landsmenn verði á vinnufærum aldri en í samanburðarlöndum. Því eru áskoranir sem tengjast öldrun þjóðarinnar taldar verða viðráðanlegri hér en víða annars staðar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu um langtímahorfur í efnahagsmálum og opinberum fjármálum til næstu þrjátíu ára sem fjármála- og efnahagsráðherra birti í dag. Í henni er meðal annars fjallað um áhrif lýðfræðilegra breytinga, heilsufars, gervigreindar, loftslagsbreytinga, breytinga í alþjóðakerfinu og uppbyggingar lífeyriskerfisins á lífskjör til langrar framtíðar. Horfurnar í opinberum fjármálum eru sagðar hafa batnað verulega frá því að fyrsta skýrsla þessarar tegundar kom út í miðjum heimsfaraldri kórónuveirunnar árið 2021. Áskoranir séu þó enn til staðar sem geri það mikilvægt að styrkja stöðu opinberra fjármála til þess að búa í haginn fyrir bæði fyrirsjáanlegar lýðfræðilegar breytingar og ófyrirséð áföll. Hlutfallslega margir á vinnufærum aldri Óvissa er sögð ríkja um fólksfjölgun næstu þrjá áratugina. Flutningar fólks til og frá landinu hafi verið miklir og sveiflukenndir og erfitt sé að spá fyrir um þá til langrar framtíðar. Gert er ráð fyrir mun meiri fjölgun fólks og hagstæðari lýðfræðilegri samsetningu í mannfjöldaspá sem var lögð til grundvallar skýrslunni nú en fyrir fjórum árum. Gangi spáin eftir verða hlutfallslega mun fleiri landsmenn á vinnufærum aldri en í samanburðarlöndum Íslands fram yfir miðja öldina. Það hafi jákvæð áhrif á efnahagshorfur og horfur í opinberum fjármálum. Þó að eldra fólki eigi eftir að fjölga mikið næstu áratugina og hlutfallslega meira á Íslandi en í flestum samanburðarríkjum eru áskoranir tengdar öldrun sagðar verða viðráðanlegri en í mörgum öðrum löndum ef yngra fólki fjölgar einnig. Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Skýslan fjallar ekki um nýjar ákvarðanir stjórnvalda í efnahagsmálum heldur byggir á framreikningi sem á að vera grundvöllur fyrir umræður og stefnumörkun til framtíðar.Vísir/Vilhelm Óvíst hversu mikið gervigreind gæti aukið framleiðni Gervigreind og áhrif hennar á hagkerfi og samfélög heimsins hafa verið ofarlega á baugi síðustu árin. Í skýrslunni er búist við því að tæknibreytingar hafi veruleg eða að mörgu leyti ófyrirsjáanleg áhrif á efnahagslífið næstu þrjá áratugina. Þannig gæti gervigreind aukið framleiðnivöxt en óljóst sé hversu mikið. Á móti því gæti vegið áhrif minni vaxtar alþjóðaviðskipta. Áfram er sagt mega búast við efnahagslegum áföllum líkum þeim sem hafa þegar dunið yfir á 21. öldinni. Stefnumörkunin í opinberum fjármálum þarf að ganga út frá því að viðlíka áföll geti orðið aftur á næstu áratugum, að mati skýrsluhöfundanna. Þá segja þeir að ekki sé hægt að ganga út frá því að lýðfræðileg þróun verði jafn hagstæð og í grunnspá mannfjöldaspár. Í þeim sviðsmyndum sem voru settar upp með áföllum og minni fólkfjölgun var þróun opinberra fjármála töluvert óhagstæðari en í sviðsmyndum án áfalla. Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu um langtímahorfur í efnahagsmálum og opinberum fjármálum til næstu þrjátíu ára sem fjármála- og efnahagsráðherra birti í dag. Í henni er meðal annars fjallað um áhrif lýðfræðilegra breytinga, heilsufars, gervigreindar, loftslagsbreytinga, breytinga í alþjóðakerfinu og uppbyggingar lífeyriskerfisins á lífskjör til langrar framtíðar. Horfurnar í opinberum fjármálum eru sagðar hafa batnað verulega frá því að fyrsta skýrsla þessarar tegundar kom út í miðjum heimsfaraldri kórónuveirunnar árið 2021. Áskoranir séu þó enn til staðar sem geri það mikilvægt að styrkja stöðu opinberra fjármála til þess að búa í haginn fyrir bæði fyrirsjáanlegar lýðfræðilegar breytingar og ófyrirséð áföll. Hlutfallslega margir á vinnufærum aldri Óvissa er sögð ríkja um fólksfjölgun næstu þrjá áratugina. Flutningar fólks til og frá landinu hafi verið miklir og sveiflukenndir og erfitt sé að spá fyrir um þá til langrar framtíðar. Gert er ráð fyrir mun meiri fjölgun fólks og hagstæðari lýðfræðilegri samsetningu í mannfjöldaspá sem var lögð til grundvallar skýrslunni nú en fyrir fjórum árum. Gangi spáin eftir verða hlutfallslega mun fleiri landsmenn á vinnufærum aldri en í samanburðarlöndum Íslands fram yfir miðja öldina. Það hafi jákvæð áhrif á efnahagshorfur og horfur í opinberum fjármálum. Þó að eldra fólki eigi eftir að fjölga mikið næstu áratugina og hlutfallslega meira á Íslandi en í flestum samanburðarríkjum eru áskoranir tengdar öldrun sagðar verða viðráðanlegri en í mörgum öðrum löndum ef yngra fólki fjölgar einnig. Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Skýslan fjallar ekki um nýjar ákvarðanir stjórnvalda í efnahagsmálum heldur byggir á framreikningi sem á að vera grundvöllur fyrir umræður og stefnumörkun til framtíðar.Vísir/Vilhelm Óvíst hversu mikið gervigreind gæti aukið framleiðni Gervigreind og áhrif hennar á hagkerfi og samfélög heimsins hafa verið ofarlega á baugi síðustu árin. Í skýrslunni er búist við því að tæknibreytingar hafi veruleg eða að mörgu leyti ófyrirsjáanleg áhrif á efnahagslífið næstu þrjá áratugina. Þannig gæti gervigreind aukið framleiðnivöxt en óljóst sé hversu mikið. Á móti því gæti vegið áhrif minni vaxtar alþjóðaviðskipta. Áfram er sagt mega búast við efnahagslegum áföllum líkum þeim sem hafa þegar dunið yfir á 21. öldinni. Stefnumörkunin í opinberum fjármálum þarf að ganga út frá því að viðlíka áföll geti orðið aftur á næstu áratugum, að mati skýrsluhöfundanna. Þá segja þeir að ekki sé hægt að ganga út frá því að lýðfræðileg þróun verði jafn hagstæð og í grunnspá mannfjöldaspár. Í þeim sviðsmyndum sem voru settar upp með áföllum og minni fólkfjölgun var þróun opinberra fjármála töluvert óhagstæðari en í sviðsmyndum án áfalla.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira