Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson og Urður Njarðvík skrifa 11. mars 2025 13:02 Eftir nokkra daga kjósa nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands sér nýjan rektor. Ein af þeim sem gefið hefur kost á sér í embættið er Ingibjörg Gunnarsdóttir, aðstoðarrektor vísinda og samfélags. Ingibjörg er hokin af reynslu og hefur gengt margvíslegum stjórnunarstörfum innan HÍ undanfarinn áratug. Má þar nefna starf aðstoðarrektors, starf sviðsforseta Heilbrigðisvísindasviðs, setu og varaformennsku í Háskólaráði auk formennsku í fjölmörgum nefndum og stjórnum innan HÍ. Um árabil var Ingibjörg einnig fulltrúi rektors í valnefndum skólans og kom þannig að ráðningu fjölda akademískra starfsmanna í samvinnu við fulltrúa viðkomandi deilda. Hún hefur því nú þegar snert á flestum sviðum stjórnunar HÍ og býr yfir dýrmætri reynslu af því að vinna með starfsfólki úr ólíkum deildum skólans. Þessi mikla reynsla lýsir brennandi áhuga Ingibjargar á starfsemi skólans og gerir hana að einstökum frambjóðanda til rektors. Háskóli Íslands er frábær háskóli. Innan hans starfar hæfileikaríkt og ósérhlífið fólk sem brennur fyrir því að skapa nýja þekkingu og mennta ungt fólk í fjölbreyttum vísindagreinum. Nemendur og starfsfólk skipta þúsundum og skólinn iðar af lífi. Til að stýra svo stórri stofnun þarf að sjálfsögðu gott skipulag og skýra verkferla, en því miður skortir stjórnkerfi skólans stundum sveigjanleika, sem getur staðið í vegi fyrir gagnlegum breytingum. Á heimasíðu Ingibjargar (https://ingibjorg.hi.is) og á kosningafundum, hefur hún boðað ferskar hugmyndir sem snúa einmitt að því að auka sveigjanleika í stjórnun og einfalda verkferla svo að stjórnkerfið styðji betur við innleiðingu breytinga. Með sveigjanlegra kerfi og aukinni skilvirkni má einnig minnka vinnuálag starfsfólks og auka gæði kennslu og rannsókna. Ingibjörg boðar jafnframt endurskoðun á því hvernig fjármunum er dreift innan skólans. Með því að hugsa út fyrir kassann og reikna einfaldlega út kostnað námskeiða, í stað þess að festa heilar námsleiðir innan ramma tiltekins reikniflokks, má auka gæði námsins og tryggja nemendum betri kennslu. Það er vel þekkt að undirfjármögnun er helsti vandi Háskóla Íslands og sú staða hefur hindrað ýmsar umbætur. Fjármögnun háskóla á Íslandi er undir meðaltali OECD ríkjanna og langt undir háskólum hinna norðurlandanna. Aukin fjármögnun er hins vegar langhlaup, enda hefur verið barist fyrir þessum breytingum í áraraðir. Samhliða því að sækja aukið fjármagn, er mikilvægt að breyta verkferlum innan skólans til að nýta þá fjármuni sem nú fást á sanngjarnari hátt fyrir bæði nemendur og starfsfólk. Til þess þarf sterkan og reynslumikinn leiðtoga sem þekkir háskólann inn og út, en er á sama tíma reiðubúinn að skoða nýjar leiðir. Veljum Ingibjörgu Gunnarsdóttur sem næsta rektor Háskóla Íslands og gefum henni tækifæri til að vinna að umbótum sem munu gera góðan háskóla ennþá betri. Ragnar Pétur Ólafsson, prófessor, deildarforseti Sálfræðideildar HÍ Urður Njarðvík, prófessor, Sálfræðideild HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir nokkra daga kjósa nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands sér nýjan rektor. Ein af þeim sem gefið hefur kost á sér í embættið er Ingibjörg Gunnarsdóttir, aðstoðarrektor vísinda og samfélags. Ingibjörg er hokin af reynslu og hefur gengt margvíslegum stjórnunarstörfum innan HÍ undanfarinn áratug. Má þar nefna starf aðstoðarrektors, starf sviðsforseta Heilbrigðisvísindasviðs, setu og varaformennsku í Háskólaráði auk formennsku í fjölmörgum nefndum og stjórnum innan HÍ. Um árabil var Ingibjörg einnig fulltrúi rektors í valnefndum skólans og kom þannig að ráðningu fjölda akademískra starfsmanna í samvinnu við fulltrúa viðkomandi deilda. Hún hefur því nú þegar snert á flestum sviðum stjórnunar HÍ og býr yfir dýrmætri reynslu af því að vinna með starfsfólki úr ólíkum deildum skólans. Þessi mikla reynsla lýsir brennandi áhuga Ingibjargar á starfsemi skólans og gerir hana að einstökum frambjóðanda til rektors. Háskóli Íslands er frábær háskóli. Innan hans starfar hæfileikaríkt og ósérhlífið fólk sem brennur fyrir því að skapa nýja þekkingu og mennta ungt fólk í fjölbreyttum vísindagreinum. Nemendur og starfsfólk skipta þúsundum og skólinn iðar af lífi. Til að stýra svo stórri stofnun þarf að sjálfsögðu gott skipulag og skýra verkferla, en því miður skortir stjórnkerfi skólans stundum sveigjanleika, sem getur staðið í vegi fyrir gagnlegum breytingum. Á heimasíðu Ingibjargar (https://ingibjorg.hi.is) og á kosningafundum, hefur hún boðað ferskar hugmyndir sem snúa einmitt að því að auka sveigjanleika í stjórnun og einfalda verkferla svo að stjórnkerfið styðji betur við innleiðingu breytinga. Með sveigjanlegra kerfi og aukinni skilvirkni má einnig minnka vinnuálag starfsfólks og auka gæði kennslu og rannsókna. Ingibjörg boðar jafnframt endurskoðun á því hvernig fjármunum er dreift innan skólans. Með því að hugsa út fyrir kassann og reikna einfaldlega út kostnað námskeiða, í stað þess að festa heilar námsleiðir innan ramma tiltekins reikniflokks, má auka gæði námsins og tryggja nemendum betri kennslu. Það er vel þekkt að undirfjármögnun er helsti vandi Háskóla Íslands og sú staða hefur hindrað ýmsar umbætur. Fjármögnun háskóla á Íslandi er undir meðaltali OECD ríkjanna og langt undir háskólum hinna norðurlandanna. Aukin fjármögnun er hins vegar langhlaup, enda hefur verið barist fyrir þessum breytingum í áraraðir. Samhliða því að sækja aukið fjármagn, er mikilvægt að breyta verkferlum innan skólans til að nýta þá fjármuni sem nú fást á sanngjarnari hátt fyrir bæði nemendur og starfsfólk. Til þess þarf sterkan og reynslumikinn leiðtoga sem þekkir háskólann inn og út, en er á sama tíma reiðubúinn að skoða nýjar leiðir. Veljum Ingibjörgu Gunnarsdóttur sem næsta rektor Háskóla Íslands og gefum henni tækifæri til að vinna að umbótum sem munu gera góðan háskóla ennþá betri. Ragnar Pétur Ólafsson, prófessor, deildarforseti Sálfræðideildar HÍ Urður Njarðvík, prófessor, Sálfræðideild HÍ
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun