Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 11. mars 2025 15:02 Hvað myndi þrjúhundruð manna samfélag gera, ef það fengi 12,5 milljarða króna í sveitarsjóð á örfáum árum? Í viðbót við jarðgöng gegnum fjall, ódýrt rafmagn, vinnu fyrir fimmtán manns og greiðslur til einstakra landeiganda undir mannvirki. Fórnarkostnaðurinn væri risavaxið vindorkuver. Hávaði og skógur grárra mastra þar sem áður var friðsælt útivistarsvæði. Íbúum var létt Norska svarið við þessu fékkst í gær, þegar 70 prósent íbúa í næstminnsta sveitarfélagi Noregs, Modalen í Vestur-Noregi, greiddu atkvæði gegn næststærsta áformaða vindorkuveri Noregs sem þar átti að rísa. Íbúum var létt að lokinni atkvæðagreiðslu, þrátt fyrir að hver þeirra hafi orðið af fjármunum sem svara 250 milljónum norskra króna. Niðurstaðan er ráðgefandi Orkufyrirtækið Norsk vind bjóst við annarri niðurstöðu, en framhaldið á eftir að koma í ljós, því íbúakosningin er aðeins ráðgefandi. Sveitarstjórn tekur endanlega ákvörðun í apríl. Norsk vind hefur ekki svarað hvort nú verði fallið frá áformunum vegna andstöðunnar, en orkufyrirtækið hefur áður gefið sterklega til kynna að ekki verði farið í framkvæmdirnar gegn vilja íbúa Modalen. Gjafapakkar Við þekkjum flest svipuð samskipti stórfyrirtækja og sveitarfélaga þótt í minni skala séu. Þjórsá þar sem þrætt hefur verið um þrjár virkjanir í byggð í rúma tvo áratugi er ágætis dæmi og nærtækt núna. Þar hefur fyrirtæki í eigu þjóðar veifað almannafé framan í sveitarstjórnir til að liðka fyrir virkjunum árum saman. Ein sveitarstjórn skipti um skoðun yfir nótt eftir að hafa verið heimsótt með gjafir. Brú sem tengir þjóðvegi í tveimur byggðarlögum komst á kortið og ljósleiðari líka. Reiðvegir og brú fyrir hestafólk heilluðu einhverja og landeigendur fá greiðslur þar sem land sekkur undir lón. Ósanngjörn skipting Aldrei náðist samt að kæfa andstöðuna við Þjórsá. Greiðslur koma ólíkt niður og tjónið er mikið á laxi, vatni, undirlendi, samfélagi, lífríki og náttúrufegurð, svo eitthvað sé nefnt. Himinn og haf er á milli þess sem sveitarfélögin fá í sinn hlut, eftir því hvar stöðvarhús og mannvirki lenda, því helstu tekjurnar eru af fasteignagjöldum mannvirkja. Ítrekað hefur verið bent á hve ósanngjarnt þetta er. En svo má líka spyrja sig á því hversu sanngjarnt það er að 300 manns, eða þótt það séu 600, beri ábyrgð á ákvörðun sem varðar heila þjóð og framtíðarkynslóðir. Vanlíðan vegna loforða um ríkidæmi Kona í Modalen sem NRK norska ríkisútvarpið ræddi við í gær sagði áður en hún greiddi atkvæði að sér liði illa með að þurfa að taka ákvörðun um svo stóra og afdrifaríka framkvæmd sem vindorkuverið áætlaða er. Ekki síst af því að Norsk vind hafði lofað íbúunum auðæfum til æviloka. Konan taldi sig þurfa að taka mið af hagsmunum þeirra sem yrðu aðeins fyrir neikvæðum áhrifum af framkvæmdinni. Og svo fór að loforðin um gull og ekki beinlínis græna skóga, heldur gráa vindmylluskóga fóru öfugt ofan í Módælingana sem sögðu stórt NEI. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Vindorka Orkumál Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Sjá meira
Hvað myndi þrjúhundruð manna samfélag gera, ef það fengi 12,5 milljarða króna í sveitarsjóð á örfáum árum? Í viðbót við jarðgöng gegnum fjall, ódýrt rafmagn, vinnu fyrir fimmtán manns og greiðslur til einstakra landeiganda undir mannvirki. Fórnarkostnaðurinn væri risavaxið vindorkuver. Hávaði og skógur grárra mastra þar sem áður var friðsælt útivistarsvæði. Íbúum var létt Norska svarið við þessu fékkst í gær, þegar 70 prósent íbúa í næstminnsta sveitarfélagi Noregs, Modalen í Vestur-Noregi, greiddu atkvæði gegn næststærsta áformaða vindorkuveri Noregs sem þar átti að rísa. Íbúum var létt að lokinni atkvæðagreiðslu, þrátt fyrir að hver þeirra hafi orðið af fjármunum sem svara 250 milljónum norskra króna. Niðurstaðan er ráðgefandi Orkufyrirtækið Norsk vind bjóst við annarri niðurstöðu, en framhaldið á eftir að koma í ljós, því íbúakosningin er aðeins ráðgefandi. Sveitarstjórn tekur endanlega ákvörðun í apríl. Norsk vind hefur ekki svarað hvort nú verði fallið frá áformunum vegna andstöðunnar, en orkufyrirtækið hefur áður gefið sterklega til kynna að ekki verði farið í framkvæmdirnar gegn vilja íbúa Modalen. Gjafapakkar Við þekkjum flest svipuð samskipti stórfyrirtækja og sveitarfélaga þótt í minni skala séu. Þjórsá þar sem þrætt hefur verið um þrjár virkjanir í byggð í rúma tvo áratugi er ágætis dæmi og nærtækt núna. Þar hefur fyrirtæki í eigu þjóðar veifað almannafé framan í sveitarstjórnir til að liðka fyrir virkjunum árum saman. Ein sveitarstjórn skipti um skoðun yfir nótt eftir að hafa verið heimsótt með gjafir. Brú sem tengir þjóðvegi í tveimur byggðarlögum komst á kortið og ljósleiðari líka. Reiðvegir og brú fyrir hestafólk heilluðu einhverja og landeigendur fá greiðslur þar sem land sekkur undir lón. Ósanngjörn skipting Aldrei náðist samt að kæfa andstöðuna við Þjórsá. Greiðslur koma ólíkt niður og tjónið er mikið á laxi, vatni, undirlendi, samfélagi, lífríki og náttúrufegurð, svo eitthvað sé nefnt. Himinn og haf er á milli þess sem sveitarfélögin fá í sinn hlut, eftir því hvar stöðvarhús og mannvirki lenda, því helstu tekjurnar eru af fasteignagjöldum mannvirkja. Ítrekað hefur verið bent á hve ósanngjarnt þetta er. En svo má líka spyrja sig á því hversu sanngjarnt það er að 300 manns, eða þótt það séu 600, beri ábyrgð á ákvörðun sem varðar heila þjóð og framtíðarkynslóðir. Vanlíðan vegna loforða um ríkidæmi Kona í Modalen sem NRK norska ríkisútvarpið ræddi við í gær sagði áður en hún greiddi atkvæði að sér liði illa með að þurfa að taka ákvörðun um svo stóra og afdrifaríka framkvæmd sem vindorkuverið áætlaða er. Ekki síst af því að Norsk vind hafði lofað íbúunum auðæfum til æviloka. Konan taldi sig þurfa að taka mið af hagsmunum þeirra sem yrðu aðeins fyrir neikvæðum áhrifum af framkvæmdinni. Og svo fór að loforðin um gull og ekki beinlínis græna skóga, heldur gráa vindmylluskóga fóru öfugt ofan í Módælingana sem sögðu stórt NEI. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun