„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson og Svanhildur Óskarsdóttir skrifa 11. mars 2025 16:03 Fyrir um 35 árum sat harðsnúið lið í kjallara einum við Vesturgötu, rakaði saman fróðleik um heima og geima, þeim traustasta sem völ var á, og matreiddi á prenti undir heitinu Íslensk alfræðiorðabók Arnar og Örlygs sem kom út í þremur bindum árið 1990. Internetið var rétt ókomið til skjalanna – og orðabókin hefði áreiðanlega birst á vef, hefði verið lagt ögn seinna af stað í þetta ævintýri – en allur umbúnaður vinnunnar var þó með nútíma brag, textinn saminn inn í tölvuviðmót með grænleitum stöfum á svörtum skjá og utan um alla gagnageymslu hélt ungur náungi, Björn Þorsteinsson að nafni. Hann var maður framtíðarinnar, skildi tölvurnar betur en við hin, en nýtti sér fornöldina til þess að skóla okkur í réttum vinnubrögðum: Á áberandi stað í þessu þrönga vinnurými var stór mynd af Seifi yfirguði, ætluð til þess að minna okkur á að vista vinnuna jafnóðum. Þarna fóru saman ýmsir góðir eiginleikar Björns, sem nú býður sig fram til að leiða Háskóla Íslands mót framtíðinni. Þekking, bæði á hinu forna og nýja; skilningur á samstarfsfólkinu, færni þess og takmörkunum; og húmorinn og hlýjan sem sveipaði ráðleggingarnar í kjallaranum við Vesturgötu hafa fylgt honum síðan, magnast upp og þroskast. Eftir að samstarfi okkar við alfræðiorðabókina lauk, höfum við fylgst með Birni aukast að íþrótt og frægð. Frumkvöðlastarf hans við mótun Háskóla unga fólksins setti hann strax inn í helstu króka og kima háskólalífsins og með akademískum störfum sínum við skólann hefur hann vaxið til forystu á sínu fræðasviði og verið valinn til að standa í stafni í hverju verkefninu á fætur öðru – auk þess að sinna eigin rannsóknum og vera um tíu ára skeið trúað fyrir ritstjórn virðulegustu ritraðar landsins: Lærdómsrita Hins íslenska bókmenntafélags. Ferill Björns tekur af öll tvímæli um það traust sem hann nýtur meðal samstarfsfólks síns. Honum er einkar lagið að laða fram það besta í þeim sem hann vinnur með og stefnumál hans í rektorskjörinu kjarna það sem er efst á baugi í háskólasamfélaginu á okkar síbreytilegu tímum: hættur sem steðja að akademísku frelsi, vanfjármögnun háskóla og mikilvægi mennskunnar í rannsóknum, þekkingarsköpun og miðlun – að ógleymdri áherslunni á að bæta starfsandann meðal okkar allra á háskólalóðinni. Við fyrrum samstarfsfólk Björns af Vesturgötunni getum því heils hugar mælt með honum til rektors Háskóla Íslands. Höfundar eru rannsóknarprófessorar á menningarsviði Árnastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Íslensk tunga Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir um 35 árum sat harðsnúið lið í kjallara einum við Vesturgötu, rakaði saman fróðleik um heima og geima, þeim traustasta sem völ var á, og matreiddi á prenti undir heitinu Íslensk alfræðiorðabók Arnar og Örlygs sem kom út í þremur bindum árið 1990. Internetið var rétt ókomið til skjalanna – og orðabókin hefði áreiðanlega birst á vef, hefði verið lagt ögn seinna af stað í þetta ævintýri – en allur umbúnaður vinnunnar var þó með nútíma brag, textinn saminn inn í tölvuviðmót með grænleitum stöfum á svörtum skjá og utan um alla gagnageymslu hélt ungur náungi, Björn Þorsteinsson að nafni. Hann var maður framtíðarinnar, skildi tölvurnar betur en við hin, en nýtti sér fornöldina til þess að skóla okkur í réttum vinnubrögðum: Á áberandi stað í þessu þrönga vinnurými var stór mynd af Seifi yfirguði, ætluð til þess að minna okkur á að vista vinnuna jafnóðum. Þarna fóru saman ýmsir góðir eiginleikar Björns, sem nú býður sig fram til að leiða Háskóla Íslands mót framtíðinni. Þekking, bæði á hinu forna og nýja; skilningur á samstarfsfólkinu, færni þess og takmörkunum; og húmorinn og hlýjan sem sveipaði ráðleggingarnar í kjallaranum við Vesturgötu hafa fylgt honum síðan, magnast upp og þroskast. Eftir að samstarfi okkar við alfræðiorðabókina lauk, höfum við fylgst með Birni aukast að íþrótt og frægð. Frumkvöðlastarf hans við mótun Háskóla unga fólksins setti hann strax inn í helstu króka og kima háskólalífsins og með akademískum störfum sínum við skólann hefur hann vaxið til forystu á sínu fræðasviði og verið valinn til að standa í stafni í hverju verkefninu á fætur öðru – auk þess að sinna eigin rannsóknum og vera um tíu ára skeið trúað fyrir ritstjórn virðulegustu ritraðar landsins: Lærdómsrita Hins íslenska bókmenntafélags. Ferill Björns tekur af öll tvímæli um það traust sem hann nýtur meðal samstarfsfólks síns. Honum er einkar lagið að laða fram það besta í þeim sem hann vinnur með og stefnumál hans í rektorskjörinu kjarna það sem er efst á baugi í háskólasamfélaginu á okkar síbreytilegu tímum: hættur sem steðja að akademísku frelsi, vanfjármögnun háskóla og mikilvægi mennskunnar í rannsóknum, þekkingarsköpun og miðlun – að ógleymdri áherslunni á að bæta starfsandann meðal okkar allra á háskólalóðinni. Við fyrrum samstarfsfólk Björns af Vesturgötunni getum því heils hugar mælt með honum til rektors Háskóla Íslands. Höfundar eru rannsóknarprófessorar á menningarsviði Árnastofnunar.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun