Viðskipti innlent

Sandra nýr fjár­mála­stjóri Coca-Cola á Ís­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Sandra Margrét Sigurjónsdóttir.
Sandra Margrét Sigurjónsdóttir.

Sandra Margrét Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra fjármálasviðs Coca-Cola á Íslandi og hefur hún þegar hafið störf.

Í tilkynningu segir að Sandra Margrét hafi víðtæka reynslu á sviði fjármála og rekstrar framleiðslufyrirtækja í alþjóðlegu umhverfi. Hún hafi starfað hjá Marel síðustu sex ár sem fjármálastjóri fiskiðnaðar og síðar sem yfirmaður greiningardeildar samstæðunnar, þar sem hún hafi gegnt lykilhlutverki í að móta og innleiða stefnu fyrir fjármálasvið fyrirtækisins. 

„Áður en Sandra Margrét hóf störf hjá Marel gegndi hún starfi sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Landhelgisgæslu Íslands í 4 ár. Á árunum 2004-2013 starfaði Sandra Margrét hjá Norðuráli, fyrst sem deildarstjóri reikningshalds og síðar sem framkvæmdastjóri fjármála í 6 ár. Á þessum árum tók hún virkan þátt í að innleiða ferla og styðja við þreföldun framleiðslu álversins sem átti sér stað á þessu tímabili.

Sandra Margrét er með M.Sc gráðu í stjórnun og stefnumótun og Cand.oecon gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×