„Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. mars 2025 16:50 Formaður Demokraatit, Jens-Frederik Nielsen, fékk eflaust mörg faðmlög þegar úrslit fóru að skýrast enda vann flokkur hans stórsigur í kosningunum á Grænlandi. AP/Ritzeau/Mads Claus Rasmussen Stjórnarandstöðuflokkarnir unnu stórsigur í þingkosningum á Grænlandi í gær. Demókratar þrefölduðu fylgi sitt frá síðustu kosningum en þetta er í fyrsta sinn sem hægri flokkur vinnur kosningar á Grænlandi. Úrslitin eru til marks um klofning meðal grænlensku þjóðarinnar að sögn Vilborgar Ásu Guðjónsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðings og doktorsnema. Vilborg er stödd í Nuuk þar sem hún hefur fylgst grannt með kosningunum. Vilborg Ása Guðjónsdóttir er alþjóðastjórnmálafræðingur og doktorsnemi og fyrrverandi ráðgjafi hjá Vestnorræna ráðinu.Vísir „Þetta voru vissulega óvænt úrslit. Það var svona frekar haldið að stjórnarflokkarnir myndu halda, en að demókrataflokkurinn, sem er svona mið- hægriflokkur, og Naleraq, sem vill ganga hvað lengst í að slíta sambandinu við Danmörku og efla tengslin við Bandaríkin, það var búist við að þessir flokkar fengju eitthvað aukið fylgi en ekki svona mikið,“ segir Vilborg. Úrslitin eru söguleg. „Þetta er í fyrsta sinn sem hægri flokkur vinnur kosningar á Grænlandi.“ Sammála um sjálfstæði en ósammála um leiðirnar Demókratar hafi þrefaldað sitt fylgi og Naleraq tvöfaldaði sitt frá síðustu kosningum á meðan stjórnarflokkarnir töpuðu miklu fylgi. Það er þó ekki talið líklegt flokkarnir tveir sem fengu mest fylgi myndi saman meirihluta. „Þessir tveir flokkar eru mjög ólíkir þannig það er ákveðinn klofningur. Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill og hvernig ferlið á að vera og sambandið við Danmörku í framtíðinni,“ segir Vilborg. Stjórnarmyndunarviðræður framundan Flóknar en áhugaverðar stjórnarmyndunarviðræður gætu verið framundan, en sextán þingmenn þarf til að mynda meirihluta. Líklegra þykir að demókratarnir semji við IA sem leitt hefur landstjórn Grænlands síðasta kjörtímabil, en flokkarnir tveir gætu myndað eins manns meirihluta. „Þannig það er líklegt að þeir myndu vilja taka þá inn Siumut, jafnaðarmannaflokkinn, eða Atassut,“ segir Vilborg. Demókratarnir fá stjórnarmyndunarumboðið sem stærsti flokkurinn og ljóst að flokkurinn kemur þá inn í stjórn með einhverjar nýjar og breyttar áherslur, jafnvel þótt annar eða báðir núverandi stjórnarflokka gætu tekið þátt í meirihlutanum. „Demókratarnir eru mjög varfærnir í tengslum við sambandið við Danmörku og hafa ekki verið sá flokkur sem hefur verið mest að tala fyrir sjálfstæði strax eða draga mikið úr samskiptum við Danmörku heldur frekar í hina áttina,“ segir Vilborg. Áherslur flokksins svipa kannski einna helst til Viðreisnar í íslenskum samanburði að sögn Vilborgar, frjálslyndur miðju-hægri flokkur, þótt ekki sé um nákvæma hliðstæðu að ræða. Grænland Kosningar á Grænlandi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Vilborg er stödd í Nuuk þar sem hún hefur fylgst grannt með kosningunum. Vilborg Ása Guðjónsdóttir er alþjóðastjórnmálafræðingur og doktorsnemi og fyrrverandi ráðgjafi hjá Vestnorræna ráðinu.Vísir „Þetta voru vissulega óvænt úrslit. Það var svona frekar haldið að stjórnarflokkarnir myndu halda, en að demókrataflokkurinn, sem er svona mið- hægriflokkur, og Naleraq, sem vill ganga hvað lengst í að slíta sambandinu við Danmörku og efla tengslin við Bandaríkin, það var búist við að þessir flokkar fengju eitthvað aukið fylgi en ekki svona mikið,“ segir Vilborg. Úrslitin eru söguleg. „Þetta er í fyrsta sinn sem hægri flokkur vinnur kosningar á Grænlandi.“ Sammála um sjálfstæði en ósammála um leiðirnar Demókratar hafi þrefaldað sitt fylgi og Naleraq tvöfaldaði sitt frá síðustu kosningum á meðan stjórnarflokkarnir töpuðu miklu fylgi. Það er þó ekki talið líklegt flokkarnir tveir sem fengu mest fylgi myndi saman meirihluta. „Þessir tveir flokkar eru mjög ólíkir þannig það er ákveðinn klofningur. Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill og hvernig ferlið á að vera og sambandið við Danmörku í framtíðinni,“ segir Vilborg. Stjórnarmyndunarviðræður framundan Flóknar en áhugaverðar stjórnarmyndunarviðræður gætu verið framundan, en sextán þingmenn þarf til að mynda meirihluta. Líklegra þykir að demókratarnir semji við IA sem leitt hefur landstjórn Grænlands síðasta kjörtímabil, en flokkarnir tveir gætu myndað eins manns meirihluta. „Þannig það er líklegt að þeir myndu vilja taka þá inn Siumut, jafnaðarmannaflokkinn, eða Atassut,“ segir Vilborg. Demókratarnir fá stjórnarmyndunarumboðið sem stærsti flokkurinn og ljóst að flokkurinn kemur þá inn í stjórn með einhverjar nýjar og breyttar áherslur, jafnvel þótt annar eða báðir núverandi stjórnarflokka gætu tekið þátt í meirihlutanum. „Demókratarnir eru mjög varfærnir í tengslum við sambandið við Danmörku og hafa ekki verið sá flokkur sem hefur verið mest að tala fyrir sjálfstæði strax eða draga mikið úr samskiptum við Danmörku heldur frekar í hina áttina,“ segir Vilborg. Áherslur flokksins svipa kannski einna helst til Viðreisnar í íslenskum samanburði að sögn Vilborgar, frjálslyndur miðju-hægri flokkur, þótt ekki sé um nákvæma hliðstæðu að ræða.
Grænland Kosningar á Grænlandi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira