Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2025 10:52 Halla Tómasdóttir forseti og Björn Skúlason, eiginmaður forseta, ásamt tvíburasystrunum Rökkvu Módísi og Ronju Mardísi Þorgrímsdætrum sem færðu forsetahjónunum blómvönd við komuna til Hornafjarðar. Aðsend Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Björn Skúlason, eiginmaður forseta, mættu í morgun til Hafnar í Hornafirði í sína fyrstu opinbera heimsókn innanlands frá því að Halla tók við embætti forseta í sumar. Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, tók á móti forsetahjónunum, en bæjarstjórn mun í heimsókninni kynna þeim mannlífið og margvíslega uppbyggingu á svæðinu. Heimsóknin stendur í dag og á morgun. Í tilkynningu á vef forsetaembættisins segir að Hornafjörður sé öflugt og vaxandi samfélag umlukið stórbrotinni náttúru við rætur Vatnajökuls. „Forsetahjón munu dvelja á Höfn en einnig ferðast um Suðursveit og Öræfi. Á fyrri degi heimsóknar, á miðvikudag, heimsækja forsetahjón helstu stofnanir og fyrirtæki í þéttbýlinu á Höfn í Hornafirði. Fyrir hádegi er Grunnskóli Hornafjarðar heimsóttur, einnig leikskólinn Sjónarhóll og loks hjúkrunarheimilið Skjólgarður. Auk þess er farin vettvangsferð um nýja hjúkrunarheimilið sem tekið verður í notkun í sumar. Forsetahjón snæða síðan hádegisverð á Ekru með félagsmönnum í Félagi eldri Hornfirðinga. Forsetahjónin með bæjarráði Sveitarfélagsins Hornafjarðar ásamt starfsfólki sveitarfélagsins.Aðsend Eftir hádegi á miðvikudag kynna forsetahjón sér atvinnu- og menningarlíf á Höfn. Þau heimsækja sjávarútvegsfyrirtækið Skinney – Þinganes hf og bruggsmiðjuna Heppu við höfnina. Því næst fá þau kynningu á kraftmiklu starfi Björgunarfélags Hornafjarðar og mikilli uppbyggingu sem felst m.a. í kaupum á nýju björgunarskipi, framkvæmdum við nýja björgunarmiðstöð og smíði á öflugasta björgunarjeppa landsins sem tekinn var í notkun síðasta haust. Þaðan fara forsetahjón í hið fornfræga samkomuhús Sindrabæ sem verið er að endurnýja sem menningarmiðstöð. Þá heimsækja þau Svavarssafn, listasafn Svavars Guðnasonar og loks þekkingarsetrið Nýheima en þar er suðupottur stofnana sem starfa á sviði menntunar, menningar, nýsköpunar og rannsókna á Suðausturlandi. Að lokinni kynningu á starfseminni þar tekur við kaffisamsæti þar sem öllum íbúum sveitarfélagsins er boðið að koma og hitta forsetahjón. Kvenfélagið Vaka annast veitingar og nemendur Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu koma fram með tónlistaratriði. Um kvöldið býður bæjarstjórnin forsetahjónum til hátíðarkvöldverðar á veitingastaðnum Pakkhúsinu. Á öðrum degi heimsóknarinnar er farið í dreifbýli sveitarfélagsins. Dagurinn hefst við Hoffell þar sem forsetahjón fá kynningu á uppbyggingaráformum Bláa lónsins. Þaðan er haldið í kúabúið Flatey á Mýrum auk þess sem Þórbergssetrið að Hala í Suðursveit er heimsótt. Þá liggur leið að Jökulsárlóni þar sem rætt er við landverði um starf þeirra í Vatnajökulsþjóðgarði. Íbúum á Mýrum og í Suðursveit er síðan boðið að snæða hádegisverð með forsetahjónum að Hótel Jökulsárlóni. Eftir hádegi liggur leiðin að Hofgarði í Öræfum þar sem rekinn er fámennasti grunn- og leikskóli landsins. Opinberri heimsókn forsetahjóna lýkur í Hofgarði þar sem efnt til kaffisamsætis með íbúum Öræfasveitar áður en ekið er aftur suður,“ segir í tilkynningunni. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, tók á móti forsetahjónunum, en bæjarstjórn mun í heimsókninni kynna þeim mannlífið og margvíslega uppbyggingu á svæðinu. Heimsóknin stendur í dag og á morgun. Í tilkynningu á vef forsetaembættisins segir að Hornafjörður sé öflugt og vaxandi samfélag umlukið stórbrotinni náttúru við rætur Vatnajökuls. „Forsetahjón munu dvelja á Höfn en einnig ferðast um Suðursveit og Öræfi. Á fyrri degi heimsóknar, á miðvikudag, heimsækja forsetahjón helstu stofnanir og fyrirtæki í þéttbýlinu á Höfn í Hornafirði. Fyrir hádegi er Grunnskóli Hornafjarðar heimsóttur, einnig leikskólinn Sjónarhóll og loks hjúkrunarheimilið Skjólgarður. Auk þess er farin vettvangsferð um nýja hjúkrunarheimilið sem tekið verður í notkun í sumar. Forsetahjón snæða síðan hádegisverð á Ekru með félagsmönnum í Félagi eldri Hornfirðinga. Forsetahjónin með bæjarráði Sveitarfélagsins Hornafjarðar ásamt starfsfólki sveitarfélagsins.Aðsend Eftir hádegi á miðvikudag kynna forsetahjón sér atvinnu- og menningarlíf á Höfn. Þau heimsækja sjávarútvegsfyrirtækið Skinney – Þinganes hf og bruggsmiðjuna Heppu við höfnina. Því næst fá þau kynningu á kraftmiklu starfi Björgunarfélags Hornafjarðar og mikilli uppbyggingu sem felst m.a. í kaupum á nýju björgunarskipi, framkvæmdum við nýja björgunarmiðstöð og smíði á öflugasta björgunarjeppa landsins sem tekinn var í notkun síðasta haust. Þaðan fara forsetahjón í hið fornfræga samkomuhús Sindrabæ sem verið er að endurnýja sem menningarmiðstöð. Þá heimsækja þau Svavarssafn, listasafn Svavars Guðnasonar og loks þekkingarsetrið Nýheima en þar er suðupottur stofnana sem starfa á sviði menntunar, menningar, nýsköpunar og rannsókna á Suðausturlandi. Að lokinni kynningu á starfseminni þar tekur við kaffisamsæti þar sem öllum íbúum sveitarfélagsins er boðið að koma og hitta forsetahjón. Kvenfélagið Vaka annast veitingar og nemendur Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu koma fram með tónlistaratriði. Um kvöldið býður bæjarstjórnin forsetahjónum til hátíðarkvöldverðar á veitingastaðnum Pakkhúsinu. Á öðrum degi heimsóknarinnar er farið í dreifbýli sveitarfélagsins. Dagurinn hefst við Hoffell þar sem forsetahjón fá kynningu á uppbyggingaráformum Bláa lónsins. Þaðan er haldið í kúabúið Flatey á Mýrum auk þess sem Þórbergssetrið að Hala í Suðursveit er heimsótt. Þá liggur leið að Jökulsárlóni þar sem rætt er við landverði um starf þeirra í Vatnajökulsþjóðgarði. Íbúum á Mýrum og í Suðursveit er síðan boðið að snæða hádegisverð með forsetahjónum að Hótel Jökulsárlóni. Eftir hádegi liggur leiðin að Hofgarði í Öræfum þar sem rekinn er fámennasti grunn- og leikskóli landsins. Opinberri heimsókn forsetahjóna lýkur í Hofgarði þar sem efnt til kaffisamsætis með íbúum Öræfasveitar áður en ekið er aftur suður,“ segir í tilkynningunni.
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira