Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Árni Sæberg skrifar 12. mars 2025 14:10 Hjónin Hafþór Ólafsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir ásamt Sævari Þór Jónssyni lögmanni þeirra. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið hefur verið sýknað af öllum kröfum Ásthildar Lóu Þórsdóttur, menntamálaráðherra, og eiginmanns hennar. Þau kröfðust bóta úr hendi ríkisins vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns við úthlutun eftir uppboð á heimili þeirra árið 2017. Dómur þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á öðrum tímanum í dag. Mbl.is greindi frá niðurstöðu málsins. Ásthildur Lóa segir í samtali við Vísi að lögmaður hennar hafi leiðbeint henni að tjá sig ekki mikið um niðurstöðu dómsins áður en þau hafa kynnt sér hana í þaula. Hún vill þó árétta að óumdeilt sé að sýslumanni beri að taka tillit til fyrningar vaxta þegar úthlutað er eftir uppboð. Fyrst stefndu þau hjón Arion banka, sem fékk umrædda peningaupphæð. Þau unnu í héraði en í Landsrétti var fallist á kröfur bankans. Hæstiréttur féllst ekki á að taka málið fyrir. Töldu sig hlunnfarin um tæpar 11 milljónir króna Þau hjón báru einmitt fyrir sig í málarekstrinum að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefði haft af þeim tæplega ellefu milljónir króna með því að taka ekki tillit til fyrningar vaxta. Málið má rekja til þess að árið 2017 var hús hjónanna selt á uppboði. Að sögn þeirra var ekki gert ráð fyrir fyrningu vaxta upp á 10,7 milljónir. Þau hafi bent á það, en það hefur aldrei fengist viðurkennt. Fjallað var um aðalmeðferðina á Vísi þegar hún fór fram fyrir sléttum mánuði. Réttarkerfið rúið trausti ráðherra Í lok aðalmeðferðar fékk Ásthildur Lóa að ávarpa réttinn, sem er ekki venjan í dómsmálum hér á landi. Í ræðu sinni minntist Ásthildur Lóa á ýmsa þætti málsins sem fóru fyrir brjóstið á henni. Til að mynda minntist hún á það að hún hafi einu sinni tekið upp fund sinn við bankann. Hún viðurkenndi að hún hafi ekki fengið leyfi fyrir þeirri upptöku. Ástæðan hafi verið að hún hafi einfaldlega viljað eiga hana til að skilja málið betur. Þessi upptaka hafi verið lögð fram þegar málið gegn bankanum var tekið fyrir, en þá hafi einhver leitt líkur að því að um sviðsetta upptöku væri að ræða. Það fór fyrir brjóstið á Ásthildi. „Við höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk. Þannig er fólk málað upp sem berst fyrir rétti sínum,“ sagði Ásthildur Lóa. „Fólk sem sækir rétt sinn er orðið þreytt eins og laxinn á stönginni.“ Þá sagði hún þessi málaferli hefðu dregið úr trausti sínu á dómskerfinu. „Traust okkar á dómskerfinu orðið afskaplega lítið. Það nær ekki nokkurri einustu átt að hægt sé að tefja mál út í hið óendanlega. Á meðan tifar klukkan,“ sagði Ásthildur. Varnarlaust fólk í mjög erfiðri stöðu hefði engar leiðir til að bregðast við slíku. Flokkur fólksins Dómsmál Hrunið Tengdar fréttir Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra kemur fyrir Héraðsdóm Reyjavíkur í fyrramálið. Hún og eiginmaður hennar stefna íslenska ríkinu og vilja meina að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft af þeim tæplega ellefu milljónir króna árið 2017. 11. febrúar 2025 11:10 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust í Grindavík Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira
Dómur þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á öðrum tímanum í dag. Mbl.is greindi frá niðurstöðu málsins. Ásthildur Lóa segir í samtali við Vísi að lögmaður hennar hafi leiðbeint henni að tjá sig ekki mikið um niðurstöðu dómsins áður en þau hafa kynnt sér hana í þaula. Hún vill þó árétta að óumdeilt sé að sýslumanni beri að taka tillit til fyrningar vaxta þegar úthlutað er eftir uppboð. Fyrst stefndu þau hjón Arion banka, sem fékk umrædda peningaupphæð. Þau unnu í héraði en í Landsrétti var fallist á kröfur bankans. Hæstiréttur féllst ekki á að taka málið fyrir. Töldu sig hlunnfarin um tæpar 11 milljónir króna Þau hjón báru einmitt fyrir sig í málarekstrinum að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefði haft af þeim tæplega ellefu milljónir króna með því að taka ekki tillit til fyrningar vaxta. Málið má rekja til þess að árið 2017 var hús hjónanna selt á uppboði. Að sögn þeirra var ekki gert ráð fyrir fyrningu vaxta upp á 10,7 milljónir. Þau hafi bent á það, en það hefur aldrei fengist viðurkennt. Fjallað var um aðalmeðferðina á Vísi þegar hún fór fram fyrir sléttum mánuði. Réttarkerfið rúið trausti ráðherra Í lok aðalmeðferðar fékk Ásthildur Lóa að ávarpa réttinn, sem er ekki venjan í dómsmálum hér á landi. Í ræðu sinni minntist Ásthildur Lóa á ýmsa þætti málsins sem fóru fyrir brjóstið á henni. Til að mynda minntist hún á það að hún hafi einu sinni tekið upp fund sinn við bankann. Hún viðurkenndi að hún hafi ekki fengið leyfi fyrir þeirri upptöku. Ástæðan hafi verið að hún hafi einfaldlega viljað eiga hana til að skilja málið betur. Þessi upptaka hafi verið lögð fram þegar málið gegn bankanum var tekið fyrir, en þá hafi einhver leitt líkur að því að um sviðsetta upptöku væri að ræða. Það fór fyrir brjóstið á Ásthildi. „Við höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk. Þannig er fólk málað upp sem berst fyrir rétti sínum,“ sagði Ásthildur Lóa. „Fólk sem sækir rétt sinn er orðið þreytt eins og laxinn á stönginni.“ Þá sagði hún þessi málaferli hefðu dregið úr trausti sínu á dómskerfinu. „Traust okkar á dómskerfinu orðið afskaplega lítið. Það nær ekki nokkurri einustu átt að hægt sé að tefja mál út í hið óendanlega. Á meðan tifar klukkan,“ sagði Ásthildur. Varnarlaust fólk í mjög erfiðri stöðu hefði engar leiðir til að bregðast við slíku.
Flokkur fólksins Dómsmál Hrunið Tengdar fréttir Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra kemur fyrir Héraðsdóm Reyjavíkur í fyrramálið. Hún og eiginmaður hennar stefna íslenska ríkinu og vilja meina að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft af þeim tæplega ellefu milljónir króna árið 2017. 11. febrúar 2025 11:10 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust í Grindavík Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira
Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra kemur fyrir Héraðsdóm Reyjavíkur í fyrramálið. Hún og eiginmaður hennar stefna íslenska ríkinu og vilja meina að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft af þeim tæplega ellefu milljónir króna árið 2017. 11. febrúar 2025 11:10