Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. mars 2025 09:04 Diego Maradona er elskaður og dáður í heimalandinu sem og í Napoli á Ítalíu. afp/Luis ROBAYO Diego Maradona virðist hafa búið við hræðilegar aðstæður síðustu dagana sem hann lifði. Þetta hefur komið fram í réttarhöldunum yfir læknum og hjúkrunarfólki sem önnuðust hann síðustu ævidaga hans. Réttarhöldin yfir sjömenningunum hófust í vikunni. Þau eru ákærð fyrir að orðið Maradona að bana með slæmri meðferð. Maradona lést þann 25. nóvember 2020, sextugur að aldri. Í réttarhöldunum var meðal annars greint frá niðrandi ummælum sem einn læknirinn lét falla um Maradona í WhatsApp skilaboðum. „Feiti maðurinn deyr á endanum,“ skrifaði taugasérfræðingurinn Leopoldo Luque. Þá er því haldið fram að Maradona hafi verið smúlaður með vatnsbunu í staðinn fyrir að fara með hann í sturtu. Maradona gekkst undir aðgerð á heila í byrjun nóvember 2020. Luque framkvæmdi aðgerðina. Eftir að Maradona var útskrifaður af spítala var hann í umsjón lækna og hjúkrunarfólks í íbúð sem hann leigði í Tigre. Maradona fór ekki vel með sig og ástand hans var slæmt en saksóknari í máli hans segir að með réttri meðhöndlun hefði hann getað lifað af. „Í hryllingshúsinu sem Diego Maradona lést í gerði enginn það sem hann átti að gera,“ sagði saksóknarinn, Patricio Ferrari. Sálfræðingurinn Griselda Morel, sem aðstoðaði ungan son Maradonas, heimsótti hann í Tigre og sagði að honum hefði verið gefið áfengi ef hann biði um það og að töflur hafi verið muldar út í bjórinn hans. Hún sagði jafnframt að Maradona hefði verið með hálfgerðu óráði og talað í ímyndaðan síma. Fernando Burlando, lögfræðingur dætra Maradonas, Dölmu og Gianinnu, sagði að komið hafi verið fram við argentínska goðið eins og dýr og hann hafi hreinlega verið myrtur. Sérfræðingar telja að Maradona hafi látist í svefni milli klukkan fjögur og sex að morgni 25. nóvember. Talið er að hann hafi fundist um klukkan hálf eitt og því kannaði enginn ástand hans í lengri tíma. Réttarhöldin munu standa fram í júlí en um hundrað manns munu bera vitni. Ef sjömenningarnir verða fundnir sekir gætu þeir átt yfir höfði sér 25 ára fangelsisdóm. Fótbolti Argentína Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Sjá meira
Réttarhöldin yfir sjömenningunum hófust í vikunni. Þau eru ákærð fyrir að orðið Maradona að bana með slæmri meðferð. Maradona lést þann 25. nóvember 2020, sextugur að aldri. Í réttarhöldunum var meðal annars greint frá niðrandi ummælum sem einn læknirinn lét falla um Maradona í WhatsApp skilaboðum. „Feiti maðurinn deyr á endanum,“ skrifaði taugasérfræðingurinn Leopoldo Luque. Þá er því haldið fram að Maradona hafi verið smúlaður með vatnsbunu í staðinn fyrir að fara með hann í sturtu. Maradona gekkst undir aðgerð á heila í byrjun nóvember 2020. Luque framkvæmdi aðgerðina. Eftir að Maradona var útskrifaður af spítala var hann í umsjón lækna og hjúkrunarfólks í íbúð sem hann leigði í Tigre. Maradona fór ekki vel með sig og ástand hans var slæmt en saksóknari í máli hans segir að með réttri meðhöndlun hefði hann getað lifað af. „Í hryllingshúsinu sem Diego Maradona lést í gerði enginn það sem hann átti að gera,“ sagði saksóknarinn, Patricio Ferrari. Sálfræðingurinn Griselda Morel, sem aðstoðaði ungan son Maradonas, heimsótti hann í Tigre og sagði að honum hefði verið gefið áfengi ef hann biði um það og að töflur hafi verið muldar út í bjórinn hans. Hún sagði jafnframt að Maradona hefði verið með hálfgerðu óráði og talað í ímyndaðan síma. Fernando Burlando, lögfræðingur dætra Maradonas, Dölmu og Gianinnu, sagði að komið hafi verið fram við argentínska goðið eins og dýr og hann hafi hreinlega verið myrtur. Sérfræðingar telja að Maradona hafi látist í svefni milli klukkan fjögur og sex að morgni 25. nóvember. Talið er að hann hafi fundist um klukkan hálf eitt og því kannaði enginn ástand hans í lengri tíma. Réttarhöldin munu standa fram í júlí en um hundrað manns munu bera vitni. Ef sjömenningarnir verða fundnir sekir gætu þeir átt yfir höfði sér 25 ára fangelsisdóm.
Fótbolti Argentína Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Sjá meira