Móðir drengs sem var ráðist á við Breiðholtsskóla í gær segir hræðilegt að horfa upp á óttann í augum barnsins síns. Við ræðum við móðurina og verðum í beinni með lögreglumanni sem sinnir samfélagslöggæslu.
Manni sem hafði verið týndur í Loðmundarfirði í fimm daga var komið til bjargar í morgun. Við sjáum myndir af björguninni ótrúlegu en maðurinn hafði sofið undir berum himni í næturfrosti og nærst á jurtum.
Halla Gunnarsdóttir vann yfirburðasigur í formannskjöri VR. Við ræðum við nýjan formann í beinni.
Þá kynnum við okkur stærstu jarðvarmaleit síðustu ára sem er fram undan og verðum í beinni frá matarhátíðinni Food and fun. Kvennalið Ármanns í kröfubolta hefur verið endurvakið og tryggt sér sæti í efstu deild. Við hittum leikmann félagsins og í Íslandi í dag skoðar Vala Matt óhefðbundna hönnun á Hótel Keflavík.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan: