Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Kristján Már Unnarsson skrifar 16. mars 2025 21:21 Horft frá Hafnarnesi í Hornafirði til vesturs í átt til Mýra. Næst er nýja brúin yfir ósa Bergár. Fjær sést í nýju brúna yfir Hoffellsá. Egill Aðalsteinsson Framkvæmdir við nýjan þjóðveg þvert yfir Hornafjörð skotganga og stefnir í að umferð verði hleypt á nýja Hornafjarðarfljótsbrú eftir átta mánuði. Við það styttist hringvegurinn um tólf kílómetra. Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót er orðin 64 ára gömul, byggð 1961, en hún var á þeim tíma sú næstlengsta á Íslandi, 255 metra löng. En hún er fyrir löngu orðin barn síns tíma, einbreið, sem veldur því að aðeins er hægt að aka yfir hana í aðra áttina í einu. Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót er lengsta einbreiða brú landsins.Egill Aðalsteinsson En núna er verið að leggja nýja leið mun nær sjónum. Á drónamyndum Egils Aðalsteinssonar sjáum við hvar sveigt verður af núverandi þjóðvegi yfir á þann nýja þegar ekið er frá Mýrum í austurátt til Hornafjarðar. Hér sést hvar nýi vegurinn liggur frá Mýrum til Hornafjarðar. Núverandi þjóðvegur til vinstri. Ný gatnamót sjást neðst til vinstri.Egill Aðalsteinsson Um fimmtíu manns hafa unnið að verkinu á vegum verktakans Ístaks, sem er með yfir tuttugu stórar vinnuvélar á svæðinu, en framkvæmdir hófust síðsumars 2022. Ný leið yfir Hornafjörð styttir hringveginn um tólf kílómetra. Verkinu fylgja alls fjórar nýjar brýr..Grafík/Stöð 2 Ný brú yfir Hornafjarðarfljót, 250 metra löng, er stærsti hluti verksins. Jafnframt koma þrjár aðrar brýr, yfir Hoffellsá, Djúpá og Bergá, og er búið að steypa upp þær allar. Nýja brúin yfir ósa Bergár milli Árnaness og Hafnarness.Egill Aðalsteinsson Verkinu fylgir umtalsverð lagning nýrra vega; nítján kílómetrar af þjóðvegi og níu kílómetrar af hliðarvegum. Ný gatnamót hringvegarins og afleggjarans að Höfn koma svo rétt fyrir utan bæinn. Það þýðir að hringvegurinn verður sneiddur framhjá Nesjahverfi. Nýi þjóðvegurinn um Hornafjörð verður nítján kílómetra langur og styttir leiðina um tólf kílómetra. Nýja brúin yfir Hornafjarðarfljót fyrir miðri mynd.Egill Aðalsteinsson Heildarkostnaður er núna áætlaður um níu milljarðar króna, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Verklok eru áætluð í desember á þessu ári og þá styttist hringvegurinn um tólf kílómetra. Stefnt er að því að innheimta veggjald strax frá opnun vegarins. Fjárhæð þess hefur ekki verið ákveðin. Hér er frétt Stöðvar 2: Sveitarfélagið Hornafjörður Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Vestfjarða og Norðvesturkjördæmis, krefst þess að samgönguyfirvöld skýri það undanbragðalaust fyrir komandi alþingiskosningar hversvegna vegaframkvæmdir í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði stöðvuðust og hvort fjármunir, sem Alþingi hafði ráðstafað í verkin, hafi verið fluttir í Hornafjarðarfljót. 20. nóvember 2024 11:50 Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00 Framkvæmdir við nýjan hringveg þvert yfir Hornafjörð hefjast með haustinu Vegagerðin og Ístak hafa skrifað undir 6,3 milljarða króna verksamning um gerð nýs vegar þvert yfir Hornafjörð, sem styttir hringveginn um tólf kílómetra. Samningurinn markar tímamót því hann er sá fyrsti á grundvelli laga um samvinnuverkefni, en í því felst einkafjármögnun og að vegfarendur greiði vegtoll. 18. júlí 2022 18:51 Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót er orðin 64 ára gömul, byggð 1961, en hún var á þeim tíma sú næstlengsta á Íslandi, 255 metra löng. En hún er fyrir löngu orðin barn síns tíma, einbreið, sem veldur því að aðeins er hægt að aka yfir hana í aðra áttina í einu. Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót er lengsta einbreiða brú landsins.Egill Aðalsteinsson En núna er verið að leggja nýja leið mun nær sjónum. Á drónamyndum Egils Aðalsteinssonar sjáum við hvar sveigt verður af núverandi þjóðvegi yfir á þann nýja þegar ekið er frá Mýrum í austurátt til Hornafjarðar. Hér sést hvar nýi vegurinn liggur frá Mýrum til Hornafjarðar. Núverandi þjóðvegur til vinstri. Ný gatnamót sjást neðst til vinstri.Egill Aðalsteinsson Um fimmtíu manns hafa unnið að verkinu á vegum verktakans Ístaks, sem er með yfir tuttugu stórar vinnuvélar á svæðinu, en framkvæmdir hófust síðsumars 2022. Ný leið yfir Hornafjörð styttir hringveginn um tólf kílómetra. Verkinu fylgja alls fjórar nýjar brýr..Grafík/Stöð 2 Ný brú yfir Hornafjarðarfljót, 250 metra löng, er stærsti hluti verksins. Jafnframt koma þrjár aðrar brýr, yfir Hoffellsá, Djúpá og Bergá, og er búið að steypa upp þær allar. Nýja brúin yfir ósa Bergár milli Árnaness og Hafnarness.Egill Aðalsteinsson Verkinu fylgir umtalsverð lagning nýrra vega; nítján kílómetrar af þjóðvegi og níu kílómetrar af hliðarvegum. Ný gatnamót hringvegarins og afleggjarans að Höfn koma svo rétt fyrir utan bæinn. Það þýðir að hringvegurinn verður sneiddur framhjá Nesjahverfi. Nýi þjóðvegurinn um Hornafjörð verður nítján kílómetra langur og styttir leiðina um tólf kílómetra. Nýja brúin yfir Hornafjarðarfljót fyrir miðri mynd.Egill Aðalsteinsson Heildarkostnaður er núna áætlaður um níu milljarðar króna, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Verklok eru áætluð í desember á þessu ári og þá styttist hringvegurinn um tólf kílómetra. Stefnt er að því að innheimta veggjald strax frá opnun vegarins. Fjárhæð þess hefur ekki verið ákveðin. Hér er frétt Stöðvar 2:
Sveitarfélagið Hornafjörður Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Vestfjarða og Norðvesturkjördæmis, krefst þess að samgönguyfirvöld skýri það undanbragðalaust fyrir komandi alþingiskosningar hversvegna vegaframkvæmdir í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði stöðvuðust og hvort fjármunir, sem Alþingi hafði ráðstafað í verkin, hafi verið fluttir í Hornafjarðarfljót. 20. nóvember 2024 11:50 Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00 Framkvæmdir við nýjan hringveg þvert yfir Hornafjörð hefjast með haustinu Vegagerðin og Ístak hafa skrifað undir 6,3 milljarða króna verksamning um gerð nýs vegar þvert yfir Hornafjörð, sem styttir hringveginn um tólf kílómetra. Samningurinn markar tímamót því hann er sá fyrsti á grundvelli laga um samvinnuverkefni, en í því felst einkafjármögnun og að vegfarendur greiði vegtoll. 18. júlí 2022 18:51 Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Vestfjarða og Norðvesturkjördæmis, krefst þess að samgönguyfirvöld skýri það undanbragðalaust fyrir komandi alþingiskosningar hversvegna vegaframkvæmdir í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði stöðvuðust og hvort fjármunir, sem Alþingi hafði ráðstafað í verkin, hafi verið fluttir í Hornafjarðarfljót. 20. nóvember 2024 11:50
Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00
Framkvæmdir við nýjan hringveg þvert yfir Hornafjörð hefjast með haustinu Vegagerðin og Ístak hafa skrifað undir 6,3 milljarða króna verksamning um gerð nýs vegar þvert yfir Hornafjörð, sem styttir hringveginn um tólf kílómetra. Samningurinn markar tímamót því hann er sá fyrsti á grundvelli laga um samvinnuverkefni, en í því felst einkafjármögnun og að vegfarendur greiði vegtoll. 18. júlí 2022 18:51
Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45