Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. mars 2025 08:02 Aðeins fáir stórir framleiðendur í Bandaríkjunum sjá sér hag í ofurtollunum sem Trump hefur hótað. Getty/Justin Sullivan Það mun koma harkalega niður á fjölda fyrirtækja í Bandaríkjunum ef Donald Trump Bandaríkjaforseti lætur verða af hótunum sínum um að leggja allt að 200 prósent toll á vín og aðra áfenga drykki frá Evrópu. Frá þessu greinir New York Times en Trump sagðist á samfélagsmiðlum í gær myndu grípa til aðgerða ef Evróupsambandið félli ekki frá 50 prósent tollum á bandarískt viský og fleiri vörur. Þess ber að geta að tollar ESB eru svar við tollaákvörðunum Trump sem tóku gildi í síðustu viku. „Ég held að fólk átti sig ekki á því að hversu miklu leyti víninnviðirnir hér byggja á evrópskri sölu,“ segir Chris Leon, eigandi vínverslunarinnar Leon & Sons í New York. Ef vínin frá Evrópu séu tekin út úr jöfnunni hafi menn minna á milli handanna til að kaupa önnur vín, til að mynda bandarísk vín. Vínbransinn vestanhafs glímir nú þegar við ýmsa erfiðleika, meðal annars vegna minnkandi sölu og lokana víngerða. Þá hafa loftslagsbreytingar haft áhrif á framleiðsluna. Þessi til viðbótar hafa tollar Trump á vörur frá Kanada og Mexíkó haft áhrif en Kanadamenn hafa til að mynda svarað með því að taka bandarísk áfengi úr hillunum hjá sér. „Við höfum öll verið að bíða eftir næstu náttúruhamförum. Þetta eru ónáttúrulegar hamfarir,“ segir John Williams, eigandi fjölskylduvínframleiðandans Frog's Leap í Napa. Vínsalar í Bandaríkjunum eru þegar farnir að birgja sig upp af víni frá Evrópu en meðal annarra sem ofurtollar myndu koma niður á má nefna veitingastaði, sem myndu annað hvort þurfa að hætta að bjóða upp á evrópskt vín með matnum eða greiða fyrir það himinhátt verð. Bandaríkin Evrópusambandið Áfengi Skattar og tollar Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sjá meira
Frá þessu greinir New York Times en Trump sagðist á samfélagsmiðlum í gær myndu grípa til aðgerða ef Evróupsambandið félli ekki frá 50 prósent tollum á bandarískt viský og fleiri vörur. Þess ber að geta að tollar ESB eru svar við tollaákvörðunum Trump sem tóku gildi í síðustu viku. „Ég held að fólk átti sig ekki á því að hversu miklu leyti víninnviðirnir hér byggja á evrópskri sölu,“ segir Chris Leon, eigandi vínverslunarinnar Leon & Sons í New York. Ef vínin frá Evrópu séu tekin út úr jöfnunni hafi menn minna á milli handanna til að kaupa önnur vín, til að mynda bandarísk vín. Vínbransinn vestanhafs glímir nú þegar við ýmsa erfiðleika, meðal annars vegna minnkandi sölu og lokana víngerða. Þá hafa loftslagsbreytingar haft áhrif á framleiðsluna. Þessi til viðbótar hafa tollar Trump á vörur frá Kanada og Mexíkó haft áhrif en Kanadamenn hafa til að mynda svarað með því að taka bandarísk áfengi úr hillunum hjá sér. „Við höfum öll verið að bíða eftir næstu náttúruhamförum. Þetta eru ónáttúrulegar hamfarir,“ segir John Williams, eigandi fjölskylduvínframleiðandans Frog's Leap í Napa. Vínsalar í Bandaríkjunum eru þegar farnir að birgja sig upp af víni frá Evrópu en meðal annarra sem ofurtollar myndu koma niður á má nefna veitingastaði, sem myndu annað hvort þurfa að hætta að bjóða upp á evrópskt vín með matnum eða greiða fyrir það himinhátt verð.
Bandaríkin Evrópusambandið Áfengi Skattar og tollar Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sjá meira