Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Valur Páll Eiríksson skrifar 14. mars 2025 10:02 Líkt og svo oft áður er Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. AP Photo/Manu Fernandez Í gærkvöld kláruðust 16-liða úrslit í Evrópudeild og Sambandsdeild karla í fótbolta og ljóst hvernig átta liða úrslitin líta út í öllum þremur Evrópukeppnum UEFA. 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu kláruðust í fyrrakvöld og síðustu ár hefði þurft að bíða þess að dregið yrði í næstu umferð. Vegna nýs fyrirkomulags á Evrópukeppnunum liggur hins vegar fyrir hvernig keppnirnar líta út allt til loka. Að neðan má sjá hvernig útlitið er fyrir framhaldið í keppnunum. Meistaradeild Evrópu Arsenal og Aston Villa eru fulltrúar Englands í Meistaradeildinni en ljóst er að aðeins annað þeirra hefur kost á að komast í úrslitin, enda eru þau innan sama hluta keppninnar. Vinni þau sína leiki mætast þau í undanúrslitum. PSG sló Liverpool út eftir vítaspyrnukeppni.AP Photo/Jon Super Líklegt þykir þó að Paris Saint-Germain slái lærisveina Unai Emery úr leik eftir frábæra frammistöðu gegn Liverpool og þá er verkefni Arsenal ekki einfalt, er liðið mætir Real Madrid. Barcelona mætir Borussia Dortmund hinu megin og vinni Börsungar bíður þeirra annað hvort lið Bayern Munchen eða Inter Milan. 8-liða úrslit Paris Saint-Germain - Aston Villa Arsenal - Real Madrid Barcelona - Borussia Dortmund Bayern Munchen - Inter Milan Líkt og PSG þurfti Real Madrid vítakeppni til að slá grannana í Atlético úr leik.Thomas COEX / AFP Undanúrslit PSG/Aston Villa - Arsenal/Real Madrid Barcelona/Dortmund - Bayern/Inter Evrópudeildin Einnig eru tvö ensk lið í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Tottenham og Manchester United geta mæst í úrslitum, komist liðin svo langt. Tottenham mætir Frankfurt og svo annað hvort Bodö/Glimt eða Lazio í undanúrslitum. Bruno Fernandes skoraði þrennu til að skjóta United áfram.AP Photo/Dave Thompson Manchester United sló Orra Stein Óskarsson og félaga í Real Sociedad úr keppni í gær. Næst mætir liðið Lyon og vinnist franska liðið er það annað hvort Rangers frá Glasgow eða baskaliðið Athletic Bilbao. 8-liða úrslit Bodö/Glimt - Lazio Tottenham - Frankfurt Rangers - Athletic Bilbao Lyon - Manchester United Wilson Odobert skoraði tvö þegar Spurs fóru áfram í gær.AP Photo/Ian Walton Undanúrslit Bodö/Lazio - Tottenham/Frankfurt Rangers/Athletic - Lyon/Man Utd Sambandsdeildin Chelsea þykir langlíklegast til árangurs í Sambandsdeildinni, en Albert Guðmundsson og félagar hans í Fiorentina auk Real Betis eru talin líkleg í úrslit. Albert skoraði eitt marka Fiorentina sem sló Sverri Inga Ingason og félaga í Panathinaikos úr keppni í gær. Albert skoraði í gær en lið hans hefur tapað í úrslitum keppninnar tvö ár í röð.Image Photo Agency/Getty Images Fiorentina hefur farið í úrslit keppninnar tvö ár í röð, í bæði skipti án árangurs. Liðið tapaði fyrir West Ham í úrslitum 2023 og fyrir Olympiakos í fyrra. Það er því spurning hvort allt sé þegar þrennt er hjá fjólubláum. Chelsea þarf að komast í gegnum Legiu frá Varsjá og svo annað hvort Djugården eða Rapid Wien til að fara í úrslit. 8-liða úrslit Real Betis - Jagiellonia Bialystok Celje - Fiorentina Legia Varsjá - Chelsea Djurgården - Rapid Vín Undanúrslit Betis/Jagiellonia - Celje/Fiorentina Legia/Chelsea - Djurgården/Rapid Vín Allir leikirnir sem eftir eru í keppnunum þremur verða sýndir ýmist á Stöð 2 Sport, Vodafone Sport eða Viaplay. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Fótbolti UEFA Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Enn tapa Albert og félagar Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Sjá meira
16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu kláruðust í fyrrakvöld og síðustu ár hefði þurft að bíða þess að dregið yrði í næstu umferð. Vegna nýs fyrirkomulags á Evrópukeppnunum liggur hins vegar fyrir hvernig keppnirnar líta út allt til loka. Að neðan má sjá hvernig útlitið er fyrir framhaldið í keppnunum. Meistaradeild Evrópu Arsenal og Aston Villa eru fulltrúar Englands í Meistaradeildinni en ljóst er að aðeins annað þeirra hefur kost á að komast í úrslitin, enda eru þau innan sama hluta keppninnar. Vinni þau sína leiki mætast þau í undanúrslitum. PSG sló Liverpool út eftir vítaspyrnukeppni.AP Photo/Jon Super Líklegt þykir þó að Paris Saint-Germain slái lærisveina Unai Emery úr leik eftir frábæra frammistöðu gegn Liverpool og þá er verkefni Arsenal ekki einfalt, er liðið mætir Real Madrid. Barcelona mætir Borussia Dortmund hinu megin og vinni Börsungar bíður þeirra annað hvort lið Bayern Munchen eða Inter Milan. 8-liða úrslit Paris Saint-Germain - Aston Villa Arsenal - Real Madrid Barcelona - Borussia Dortmund Bayern Munchen - Inter Milan Líkt og PSG þurfti Real Madrid vítakeppni til að slá grannana í Atlético úr leik.Thomas COEX / AFP Undanúrslit PSG/Aston Villa - Arsenal/Real Madrid Barcelona/Dortmund - Bayern/Inter Evrópudeildin Einnig eru tvö ensk lið í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Tottenham og Manchester United geta mæst í úrslitum, komist liðin svo langt. Tottenham mætir Frankfurt og svo annað hvort Bodö/Glimt eða Lazio í undanúrslitum. Bruno Fernandes skoraði þrennu til að skjóta United áfram.AP Photo/Dave Thompson Manchester United sló Orra Stein Óskarsson og félaga í Real Sociedad úr keppni í gær. Næst mætir liðið Lyon og vinnist franska liðið er það annað hvort Rangers frá Glasgow eða baskaliðið Athletic Bilbao. 8-liða úrslit Bodö/Glimt - Lazio Tottenham - Frankfurt Rangers - Athletic Bilbao Lyon - Manchester United Wilson Odobert skoraði tvö þegar Spurs fóru áfram í gær.AP Photo/Ian Walton Undanúrslit Bodö/Lazio - Tottenham/Frankfurt Rangers/Athletic - Lyon/Man Utd Sambandsdeildin Chelsea þykir langlíklegast til árangurs í Sambandsdeildinni, en Albert Guðmundsson og félagar hans í Fiorentina auk Real Betis eru talin líkleg í úrslit. Albert skoraði eitt marka Fiorentina sem sló Sverri Inga Ingason og félaga í Panathinaikos úr keppni í gær. Albert skoraði í gær en lið hans hefur tapað í úrslitum keppninnar tvö ár í röð.Image Photo Agency/Getty Images Fiorentina hefur farið í úrslit keppninnar tvö ár í röð, í bæði skipti án árangurs. Liðið tapaði fyrir West Ham í úrslitum 2023 og fyrir Olympiakos í fyrra. Það er því spurning hvort allt sé þegar þrennt er hjá fjólubláum. Chelsea þarf að komast í gegnum Legiu frá Varsjá og svo annað hvort Djugården eða Rapid Wien til að fara í úrslit. 8-liða úrslit Real Betis - Jagiellonia Bialystok Celje - Fiorentina Legia Varsjá - Chelsea Djurgården - Rapid Vín Undanúrslit Betis/Jagiellonia - Celje/Fiorentina Legia/Chelsea - Djurgården/Rapid Vín Allir leikirnir sem eftir eru í keppnunum þremur verða sýndir ýmist á Stöð 2 Sport, Vodafone Sport eða Viaplay.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Fótbolti UEFA Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Enn tapa Albert og félagar Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Sjá meira