Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson og Þórhallur Ingi Halldórsson skrifa 14. mars 2025 18:32 Ingibjörg Gunnarsdóttir prófessor og aðstoðarrektor vísinda og samfélags við Háskóla Íslands býðst nú til þess að verða rektor. Við viljum skýra hvers vegna við teljum atkvæðum til stuðnings Ingibjörgu best varið. Ingibjörg Gunnarsdóttir tók þátt í uppbyggingu meistara- og doktorsnáms við Háskóla Íslands bæði sem nemandi og síðar einnig sem kennari og vísindamaður. Ingibjörg tilheyrir hópi þeirra fyrstu sem vörðu doktorsritgerð við Raunvísindadeild Háskóla Íslands en hún stundaði nám bæði hér heima og erlendis. Tengsl snemma á ferlinum og hæfni til teymisvinnu hafa komið henni að miklu gagni við alþjóðlegt samstarf síðar. Ingibjörg Gunnarsdóttir hefur hlotið fjölda styrkja til mikilvægra rannsókna þar á meðal styrkja úr alþjóðlegum samkeppnissjóðum. Ingibjörg hlaut Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs árið 2014 og var valinn heiðursvísindamaður Landspítala 2023 fyrir framúrskarandi framlag til vísinda á ferli sínum. Ingibjörg Gunnarsdóttirhefur einnig mikinn metnað þegar kemur að störfum og skyldum Háskóla Íslands fyrir samfélagið. Hún hefur í samstarfi við fjölda fólks unnið að rannsóknum til að auka þekkingu og skilning á heilsueflingu, forvörnum og meðferð við sjúkdómum með áherslu á næringu og heilsu þungaðra kvenna, barna, næringarástand fólks, og tengsl við sjúkdóma. Ingibjörg hefur öðlast mikla stjórnendareynslu í gegnum störf sín sem forstöðumaður næringarstofu Landspítala háskólasjúkrahúss, með setu sinni í Háskólaráði og sem aðstoðarrektor. Í því starfi hefur hún tekist á við fjölda krefjandi verkefna sem hafa verið skólanum erfið og leyst farsællega í samstarfi við samstarfsfólk þvert á deildir. Í stuttu máli þá er Ingibjörg einn öflugasti frambjóðandinn þegar kemur að bæði rannsóknavirkni (þ.e. birtingar alþjóðlegra vísindagreina í ritrýndum tímaritum) og hvað varðar stjórnendareynslu. Til að Háskóli þrífist og dafni þarf einnig einstakling sem hefur skilning á starfsemi mismunandi fræðasviða sem getur stuðlað að því að stærri og minni deildir og námslínur geti þróast og tekið breytingum til að geta þjónað þörfum samfélagsins. Þetta hefur Ingibjörg sýnt í verki bæði í rannsóknum og innan miðlægrar stjórnsýslu Háskóla Íslands. Þannig mun hún styðja nám og kennslu, rannsóknir, og þá ekki bara rannsóknastofuvinnu heldur einnig rannsóknir innan hug-, mennta- og félagsvísinda, auk samvinnu og þeirra nýjunga sem hún er tilbúin að ráðast í fyrir nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands. Þetta voru helstu ástæður þess að við munum gefa Ingibjörgu atkvæði okkar. Við hvetjum þig, lesandi góður, að kynna þér störf Ingibjargar og athuga hvort þú verðir ekki sammála okkur Höfundar eru: Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við Matvæla og Næringarfræðideild HÍ Rúnar Unnþórsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Ingibjörg Gunnarsdóttir prófessor og aðstoðarrektor vísinda og samfélags við Háskóla Íslands býðst nú til þess að verða rektor. Við viljum skýra hvers vegna við teljum atkvæðum til stuðnings Ingibjörgu best varið. Ingibjörg Gunnarsdóttir tók þátt í uppbyggingu meistara- og doktorsnáms við Háskóla Íslands bæði sem nemandi og síðar einnig sem kennari og vísindamaður. Ingibjörg tilheyrir hópi þeirra fyrstu sem vörðu doktorsritgerð við Raunvísindadeild Háskóla Íslands en hún stundaði nám bæði hér heima og erlendis. Tengsl snemma á ferlinum og hæfni til teymisvinnu hafa komið henni að miklu gagni við alþjóðlegt samstarf síðar. Ingibjörg Gunnarsdóttir hefur hlotið fjölda styrkja til mikilvægra rannsókna þar á meðal styrkja úr alþjóðlegum samkeppnissjóðum. Ingibjörg hlaut Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs árið 2014 og var valinn heiðursvísindamaður Landspítala 2023 fyrir framúrskarandi framlag til vísinda á ferli sínum. Ingibjörg Gunnarsdóttirhefur einnig mikinn metnað þegar kemur að störfum og skyldum Háskóla Íslands fyrir samfélagið. Hún hefur í samstarfi við fjölda fólks unnið að rannsóknum til að auka þekkingu og skilning á heilsueflingu, forvörnum og meðferð við sjúkdómum með áherslu á næringu og heilsu þungaðra kvenna, barna, næringarástand fólks, og tengsl við sjúkdóma. Ingibjörg hefur öðlast mikla stjórnendareynslu í gegnum störf sín sem forstöðumaður næringarstofu Landspítala háskólasjúkrahúss, með setu sinni í Háskólaráði og sem aðstoðarrektor. Í því starfi hefur hún tekist á við fjölda krefjandi verkefna sem hafa verið skólanum erfið og leyst farsællega í samstarfi við samstarfsfólk þvert á deildir. Í stuttu máli þá er Ingibjörg einn öflugasti frambjóðandinn þegar kemur að bæði rannsóknavirkni (þ.e. birtingar alþjóðlegra vísindagreina í ritrýndum tímaritum) og hvað varðar stjórnendareynslu. Til að Háskóli þrífist og dafni þarf einnig einstakling sem hefur skilning á starfsemi mismunandi fræðasviða sem getur stuðlað að því að stærri og minni deildir og námslínur geti þróast og tekið breytingum til að geta þjónað þörfum samfélagsins. Þetta hefur Ingibjörg sýnt í verki bæði í rannsóknum og innan miðlægrar stjórnsýslu Háskóla Íslands. Þannig mun hún styðja nám og kennslu, rannsóknir, og þá ekki bara rannsóknastofuvinnu heldur einnig rannsóknir innan hug-, mennta- og félagsvísinda, auk samvinnu og þeirra nýjunga sem hún er tilbúin að ráðast í fyrir nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands. Þetta voru helstu ástæður þess að við munum gefa Ingibjörgu atkvæði okkar. Við hvetjum þig, lesandi góður, að kynna þér störf Ingibjargar og athuga hvort þú verðir ekki sammála okkur Höfundar eru: Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við Matvæla og Næringarfræðideild HÍ Rúnar Unnþórsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild HÍ
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun