Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2025 23:34 Bruno Fernandes og félagar í Manchester United geta komist í Meistaradeildina á næstu leiktíð með því að vinna Evrópudeildina í vor. AP/Dave Thompson Góður árangur ensku liðanna í Evrópukeppnunum á þessu tímabili hefur farið langt með að tryggja enskum liðum fimmta Meistaradeildarsætið en þau gætu líka orðið fleiri. Þær tveir deildir í Evrópu sem fá flest stig á styrkleikalista UEFA fá bæði að senda fimm lið í Meistaradeildina 2025-26. Enska úrvalsdeildin hefur verið með fjögur lið undanfarin ár en fimmta sætið í deildinni er allt í einu orðið mjög eftirsótt eftir að Englendingar komust í toppsæti styrkleikalistans. Það eru aftur á móti möguleikar á því að fleiri ensk lið komist í Meistaradeildina á næstu leiktíð og þau gætu í raun orðið alls sjö talsins. Eitt í boði í Evrópudeildinni Tottenham og Manchester United eru bæði í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar en geta samt bæði tryggt sér sæti í Meistaradeildinni með því að vinna Evrópudeildina. Það yrði þá sjötta enska liðið. Tottenham og United komust í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar í gærkvöldi og gætu mæst í úrslitaleiknum í Bilbao. Tottenham þarf þá að fara í gegnum Eintracht Frankfurt og Bodö/Glimt/Lazio en Manchester United í gegnum Lyon og Rangers/Athletic Bilbao. Hitt aðeins langsóttara Mögulegt sjöunda sæti er kannski öllu langsóttara. Aston Villa þyrfti þá að vinna Meistaradeildina á sama tíma og liðið endar neðar en í fjórða sæti í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool og Arsenal eru í efstu sætum ensku úrvalsdeildarinnar í dag, Liverpool er öruggt með sitt sæti en Arsenal er líka í góðum málum auk þess að geta enn unnið Meistaradeildina. Mikil spenna í baráttunni um eftirsótt sæti Það er aftur á móti mikil spenna í baráttunni um hin þrjú sætin. Nottingham Forest er í þriðja sæti með 51 stig og svo eru bara fjögur stig niður í sjötta sætið þar sem Newcastle situr. Chelsea er með 49 stig og Manchester City er með 47 stig eins og Newcastle. Það er heldur ekki langt niður í liðin i sjöunda sæti (Brighton 46 stig) og áttunda sæti (Aston Villa 45 stig). Lokaspretturinn í baráttunni um Meistaradeildarsætin verður því örugglega æsispennandi ekki síst þar sem að það eru fleiri sæti í boði. View this post on Instagram A post shared by Football Meets Data (@football.meets.data) Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Þær tveir deildir í Evrópu sem fá flest stig á styrkleikalista UEFA fá bæði að senda fimm lið í Meistaradeildina 2025-26. Enska úrvalsdeildin hefur verið með fjögur lið undanfarin ár en fimmta sætið í deildinni er allt í einu orðið mjög eftirsótt eftir að Englendingar komust í toppsæti styrkleikalistans. Það eru aftur á móti möguleikar á því að fleiri ensk lið komist í Meistaradeildina á næstu leiktíð og þau gætu í raun orðið alls sjö talsins. Eitt í boði í Evrópudeildinni Tottenham og Manchester United eru bæði í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar en geta samt bæði tryggt sér sæti í Meistaradeildinni með því að vinna Evrópudeildina. Það yrði þá sjötta enska liðið. Tottenham og United komust í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar í gærkvöldi og gætu mæst í úrslitaleiknum í Bilbao. Tottenham þarf þá að fara í gegnum Eintracht Frankfurt og Bodö/Glimt/Lazio en Manchester United í gegnum Lyon og Rangers/Athletic Bilbao. Hitt aðeins langsóttara Mögulegt sjöunda sæti er kannski öllu langsóttara. Aston Villa þyrfti þá að vinna Meistaradeildina á sama tíma og liðið endar neðar en í fjórða sæti í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool og Arsenal eru í efstu sætum ensku úrvalsdeildarinnar í dag, Liverpool er öruggt með sitt sæti en Arsenal er líka í góðum málum auk þess að geta enn unnið Meistaradeildina. Mikil spenna í baráttunni um eftirsótt sæti Það er aftur á móti mikil spenna í baráttunni um hin þrjú sætin. Nottingham Forest er í þriðja sæti með 51 stig og svo eru bara fjögur stig niður í sjötta sætið þar sem Newcastle situr. Chelsea er með 49 stig og Manchester City er með 47 stig eins og Newcastle. Það er heldur ekki langt niður í liðin i sjöunda sæti (Brighton 46 stig) og áttunda sæti (Aston Villa 45 stig). Lokaspretturinn í baráttunni um Meistaradeildarsætin verður því örugglega æsispennandi ekki síst þar sem að það eru fleiri sæti í boði. View this post on Instagram A post shared by Football Meets Data (@football.meets.data)
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira