Handbolti

Síðustu miðarnir ruku út og upp­selt í Laugar­dals­höllina á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Áfram Ísland mun örugglega heyrast í Laugardalshöllinni á morgun.
Áfram Ísland mun örugglega heyrast í Laugardalshöllinni á morgun. Vísir/Vilhelm

Ef þú ætlaðir að kaupa þér miða á leik Íslands og Grikklands í undankeppni EM í handbolta á morgun þá ertu of seinn eða sein.

Handknattleiksambandið sagði frá því að uppselt sé á leikinn.

„Rétt í þessu seldust síðustu miðarnir á Ísland – Grikkland sem fram fer á morgun í Laugardalshöll, vel yfir 2000 stuðningsmenn Íslands verða því á leiknum að styðja strákana okkar,“ segir í fréttinni á heimasíðu HSÍ.

Íslensku strákarnir unnu níu marka stórsigur á Grikkjum úti í Grikklandi í vikunni og geta nú tryggt sig inn á Evrópumótið með því að vinna þá aftur fyrir framan troðfulla Laugardalshöll.

Það vantar marga lykilmenn í íslenska landsliðið í þessum leikjum en í staðinn fá aðrir að njóta sína á fjölum Laugardalshallar á morgun.

Það er alltaf stórt að tryggja sig inn á stórmót og það má búast við stuði og stemmningu á meðan leik stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×