Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2025 09:59 Frá geimskotinu í gærkvöldi. SpaceX Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna og SpaceX skutu í gærkvöldi fjórum geimförum af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, þar sem þeir eiga að leysa af hólmi tvo geimfara sem verið nokkurs konar strandaglópar í geimstöðinni í níu mánuði. Geimfararnir fjórir sem sendir voru út í geim í gær, þau Anne McClain og Nichole Ayers frá Bandaríkjunum, Takuya Onishi frá Japan og Kirill Peskov, frá Rússlandi, eru nú á braut um jörðu um borð í Dragon geimfari SpaceX og eiga að tengjast geimstöðinni í kvöld. Have a great time in space, y'all! #Crew10 lifted off from @NASAKennedy at 7:03pm ET (2303 UTC) on Friday, March 14. pic.twitter.com/9Vf7VVeGev— NASA (@NASA) March 14, 2025 Það mun gera þeim Butch Wilmore og Suni Williams kleift að snúa aftur til jarðar á næstunni og stendur til að það gerist á miðvikudaginn. Wilmore og Williams hafa verið strandaglópar í geimstöðinni í um níu mánuði en upprunalega átti geimferð þeirra einungis að taka átta daga. Þeim var skotið til geimstöðvarinnar um borð í Starliner geimfarið Boeing í júní en nokkrar bilanir áttu sér stað um borð í geimfarinu og var það því sent tómt aftur til jarðarinnar í september. Tæknilega séð hefur enginn verið fastur um borð í geimstöðinni þar sem þar hefur alltaf verið geimfar fyrir geimfarana til að nota í neyðartilfellum. Í september voru svo sendir tveir geimfarar til geimstöðvarinnar og eiga þeir að snúa aftur með Wilmore og Williams í næstu viku. Crew-10 on-orbit pic.twitter.com/PlHtPi4Dzh— SpaceX (@SpaceX) March 14, 2025 Kallaði danskan geimfara „þroskaheftan“ Donald Trump, forseti, og Elon Musk, eigandi SpaceX, hafa notað ævintýri Wilmore og Williams í pólitískum tilgangi og skammast yfir því að þeim hafi ekki verið komið heim fyrr. Þegar Musk hélt því fram í síðasta mánuði að ríkisstjórn Joes Biden hefði haldið þeim í geimnum af pólitískum ástæðum mótmælti danskur geimfari sem hefur tvisvar sinnum farið til geimstöðvarinnar því og benti á að löngu væri ákveðið að þau myndu snúa aftur með geimfarinu sem sent var í september og að þó Trump hefði verið við völd í meira en mánuð hefðu þeir ekki sent geimfar til að sækja þau. Því svaraði Musk með því að kalla Andreas Mogensen, danska geimfarann, „þroskaheftan“. Geimfararnir fjórir sem lögðu af stað til geimstöðvarinnar í gær.AFP/Gregg Newton Eins og fram kemur í grein AP fréttaveitunnar hafa þau Wilmore og Williams ávallt sagt að þau styðji þær ákvarðanir sem hafa verið teknar um veru þeirra í geimnum. Þau hafa bæði búið áður í geimstöðinni og hafa á undanförnum mánuðum unnið við viðgerðir og vísindastörf, svo eitthvað sé nefnt. Williams fór í geimgöngu og varð þar með sú kona sem farið hefur í flestar geimgöngur, alls níu. Bandaríkin Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Donald Trump Elon Musk Boeing SpaceX Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Geimfararnir fjórir sem sendir voru út í geim í gær, þau Anne McClain og Nichole Ayers frá Bandaríkjunum, Takuya Onishi frá Japan og Kirill Peskov, frá Rússlandi, eru nú á braut um jörðu um borð í Dragon geimfari SpaceX og eiga að tengjast geimstöðinni í kvöld. Have a great time in space, y'all! #Crew10 lifted off from @NASAKennedy at 7:03pm ET (2303 UTC) on Friday, March 14. pic.twitter.com/9Vf7VVeGev— NASA (@NASA) March 14, 2025 Það mun gera þeim Butch Wilmore og Suni Williams kleift að snúa aftur til jarðar á næstunni og stendur til að það gerist á miðvikudaginn. Wilmore og Williams hafa verið strandaglópar í geimstöðinni í um níu mánuði en upprunalega átti geimferð þeirra einungis að taka átta daga. Þeim var skotið til geimstöðvarinnar um borð í Starliner geimfarið Boeing í júní en nokkrar bilanir áttu sér stað um borð í geimfarinu og var það því sent tómt aftur til jarðarinnar í september. Tæknilega séð hefur enginn verið fastur um borð í geimstöðinni þar sem þar hefur alltaf verið geimfar fyrir geimfarana til að nota í neyðartilfellum. Í september voru svo sendir tveir geimfarar til geimstöðvarinnar og eiga þeir að snúa aftur með Wilmore og Williams í næstu viku. Crew-10 on-orbit pic.twitter.com/PlHtPi4Dzh— SpaceX (@SpaceX) March 14, 2025 Kallaði danskan geimfara „þroskaheftan“ Donald Trump, forseti, og Elon Musk, eigandi SpaceX, hafa notað ævintýri Wilmore og Williams í pólitískum tilgangi og skammast yfir því að þeim hafi ekki verið komið heim fyrr. Þegar Musk hélt því fram í síðasta mánuði að ríkisstjórn Joes Biden hefði haldið þeim í geimnum af pólitískum ástæðum mótmælti danskur geimfari sem hefur tvisvar sinnum farið til geimstöðvarinnar því og benti á að löngu væri ákveðið að þau myndu snúa aftur með geimfarinu sem sent var í september og að þó Trump hefði verið við völd í meira en mánuð hefðu þeir ekki sent geimfar til að sækja þau. Því svaraði Musk með því að kalla Andreas Mogensen, danska geimfarann, „þroskaheftan“. Geimfararnir fjórir sem lögðu af stað til geimstöðvarinnar í gær.AFP/Gregg Newton Eins og fram kemur í grein AP fréttaveitunnar hafa þau Wilmore og Williams ávallt sagt að þau styðji þær ákvarðanir sem hafa verið teknar um veru þeirra í geimnum. Þau hafa bæði búið áður í geimstöðinni og hafa á undanförnum mánuðum unnið við viðgerðir og vísindastörf, svo eitthvað sé nefnt. Williams fór í geimgöngu og varð þar með sú kona sem farið hefur í flestar geimgöngur, alls níu.
Bandaríkin Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Donald Trump Elon Musk Boeing SpaceX Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira