Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar 16. mars 2025 07:02 Háskóli Íslands er stærri en hann hefur nokkru sinni verið. Á þessari öld hefur námsleiðum farið sífjölgandi og fjöldi nemenda hefur tvöfaldast. Á meðan hefur kennurum hins vegar aðeins fjölgað um þriðjung. En þó álagið í kennslu hafi stóraukist birta kennarar tvöfalt meira nú en þeir gerðu. Starfsfólk háskólans er þannig orðið mun afkastameira en áður og á sama tíma hefur álagið á háskólakennara aukist fram úr hófi. Helsta ástæða þessa er vanfjármögnun háskólans sem hefur hindrað nauðsynlega fjölgun akademísks starfsfólks við skólann en einnig hafa rannsóknir á starfsumhverfi í Háskóla Íslands, sem og kannanir á líðan nemenda, sýnt að þar þarf að gera betur. Inngrip til þess að bæta líðan hafa hingað til beinst að einstaklingum þótt vitað sé að stofnanainngrip séu markvissari og skilvirkari. Kjarninn í Háskóla Íslands er fólkið sem þar starfar. Það er með öllu óviðunandi að þriðjungur akademísks starfsfólks sé á mörkum kulnunar. Stórtækra breytinga er þörf ef skólinn á áfram að vera sú öfluga menntastofnun sem hann hefur verið til þessa. Sem rektor mun ég berjast fyrir aukinni fjármögnun Háskóla Íslands og beita mér fyrir því að: Stórátak verð gert í fjölgun fastráðinna akademískra starfsmanna til að dreifa megi kennsluálagi og gera akademísku starfsfólki kleift betur sinnt sinni kjarnastarfsemi; rannsóknum og kennslu. Taka út starfsumhverfi kennara og nemenda í háskólanum með það að markmiði að vinna að úrbótum. Rýna þarf fyrirliggjandi gögn, svo sem gæðaskýrslur og rannsóknir á starfsaðstæðum, og afla þeirra sem upp á skortir. Auk þess þarf að læra af því sem best gerist og gengur í erlendum háskólum. Vinna þarf að úrbótum bæði í grundvelli skólans í heild, á sviðum og í deildum, í virkri samvinnu við starfsfólk. Skilvirkni í stoðþjónustu verði bætt í samráði við starfsfólk. Draga þarf úr óþarfa skriffinnsku og efla rafrænar lausnir. Háskóli Íslands er mikilvægasta stofnun íslensks þjóðfélags og gríðarlega öflug sé litið til smæðar þjóðarinnar. En skólinn getur orðið enn öflugri með vel hugsuðum og útfærðum breytingum. Til þess býð ég mig fram sem rektor. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Silja Bára R. Ómarsdóttir Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands er stærri en hann hefur nokkru sinni verið. Á þessari öld hefur námsleiðum farið sífjölgandi og fjöldi nemenda hefur tvöfaldast. Á meðan hefur kennurum hins vegar aðeins fjölgað um þriðjung. En þó álagið í kennslu hafi stóraukist birta kennarar tvöfalt meira nú en þeir gerðu. Starfsfólk háskólans er þannig orðið mun afkastameira en áður og á sama tíma hefur álagið á háskólakennara aukist fram úr hófi. Helsta ástæða þessa er vanfjármögnun háskólans sem hefur hindrað nauðsynlega fjölgun akademísks starfsfólks við skólann en einnig hafa rannsóknir á starfsumhverfi í Háskóla Íslands, sem og kannanir á líðan nemenda, sýnt að þar þarf að gera betur. Inngrip til þess að bæta líðan hafa hingað til beinst að einstaklingum þótt vitað sé að stofnanainngrip séu markvissari og skilvirkari. Kjarninn í Háskóla Íslands er fólkið sem þar starfar. Það er með öllu óviðunandi að þriðjungur akademísks starfsfólks sé á mörkum kulnunar. Stórtækra breytinga er þörf ef skólinn á áfram að vera sú öfluga menntastofnun sem hann hefur verið til þessa. Sem rektor mun ég berjast fyrir aukinni fjármögnun Háskóla Íslands og beita mér fyrir því að: Stórátak verð gert í fjölgun fastráðinna akademískra starfsmanna til að dreifa megi kennsluálagi og gera akademísku starfsfólki kleift betur sinnt sinni kjarnastarfsemi; rannsóknum og kennslu. Taka út starfsumhverfi kennara og nemenda í háskólanum með það að markmiði að vinna að úrbótum. Rýna þarf fyrirliggjandi gögn, svo sem gæðaskýrslur og rannsóknir á starfsaðstæðum, og afla þeirra sem upp á skortir. Auk þess þarf að læra af því sem best gerist og gengur í erlendum háskólum. Vinna þarf að úrbótum bæði í grundvelli skólans í heild, á sviðum og í deildum, í virkri samvinnu við starfsfólk. Skilvirkni í stoðþjónustu verði bætt í samráði við starfsfólk. Draga þarf úr óþarfa skriffinnsku og efla rafrænar lausnir. Háskóli Íslands er mikilvægasta stofnun íslensks þjóðfélags og gríðarlega öflug sé litið til smæðar þjóðarinnar. En skólinn getur orðið enn öflugri með vel hugsuðum og útfærðum breytingum. Til þess býð ég mig fram sem rektor. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun