Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar segir einnig að stórfelld líkamsárás hafi verið framin í Hlíðunum og er það mál einnig í rannsókn.
Lögreglan segir einnig að við eftirlit með akstri leigubíla í nótt hafi komið í ljós að margt hafi verið í ólagi. Fimm ökumenn hafi verið sektaðir fyrir umferðarlagabrot vegna eftirlitsins.
Sömuleiðis voru að minnsta kosti tveir ökumenn, sem höfðu áður verið sviptir ökuréttindum, gómaðir við ölvunarakstur.