Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2025 10:21 Matteo Marchetti dómari leiksins sendi Dele Alli snemma í sturtu í leiknum á móti AC Milan í gær. Getty/Jonathan Moscrop Enski knattspyrnumaðurinn Deli Alli lék sinn fyrsta knattspyrnuleik í 748 daga í gærkvöldi en kvöldið endaði snemma og illa fyrir þessa fyrrum vonarstjörnu enska fótboltans. Alli er nú kominn til ítalska félagsins Como til að reynda endurvekja feril sinn. Hann hafði verið á bekknum í tveimur leikjum á undan en kom inn á völlinn í leik Como á móti AC Milan. Alli var hins vegar aðeins búinn að vera inn á vellinum níu mínútur þegar hann fékk rauða spjaldið fyrir brot á Ruben Loftus-Cheek. Alli fékk reyndar fyrst gula spjaldið en myndbandsdómarar gerðu athugasemd við það og gula spjaldinu var breytt í rautt. Kyle Walker, leikmaður AC Milan og fyrrum liðsfélagi Alli hjá Tottenham Hotspur, virtist reyna að biðja dómarann um að hlífa Alli við rauða spjaldinu. Cesc Fabregas, knattspyrnustjóri Como, fékk einnig rautt spjald fyrir mótmæli í kjölfarið á rauða spjaldinu hans Deli Alli. „Deli Alli er markaskorari. Ég reyndi að gefa honum tækifæri. Þetta voru alvarleg mistök hjá reyndum leikmanni. Þetta var augljóst rautt spjald. Hann brást liðinu þegar við áttum möguleika á því að jafna þetta í 2-2,“ sagði Cesc Fabregas. AC Milan vann leikinn 2-1. Alli er nú 28 ára gamall og skrifaði undir átján mánaða samning við Como í janúar. Þetta var fyrsti leikur hans síðan hann spilaði fyrir tyrkneska liðið Besiktas í febrúar 2023. Alli var á sínum tíma eitt mesta efnið í enska boltanum, lykilmaður í enska landsliðinu sem komst í undanúrslitin á HM 2018 og aðalmaðurinn í ungu Tottenham liði undir stjórn Mauricio Pochettino sem fór alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2019. Allt fór hins vegar á versta veg fyrir strákinn sem endaði á sex vikna meðferð í Bandaríkjunum árið 2023 eftir að hafa orðið háður svefntöflum. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Ítalski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Alli er nú kominn til ítalska félagsins Como til að reynda endurvekja feril sinn. Hann hafði verið á bekknum í tveimur leikjum á undan en kom inn á völlinn í leik Como á móti AC Milan. Alli var hins vegar aðeins búinn að vera inn á vellinum níu mínútur þegar hann fékk rauða spjaldið fyrir brot á Ruben Loftus-Cheek. Alli fékk reyndar fyrst gula spjaldið en myndbandsdómarar gerðu athugasemd við það og gula spjaldinu var breytt í rautt. Kyle Walker, leikmaður AC Milan og fyrrum liðsfélagi Alli hjá Tottenham Hotspur, virtist reyna að biðja dómarann um að hlífa Alli við rauða spjaldinu. Cesc Fabregas, knattspyrnustjóri Como, fékk einnig rautt spjald fyrir mótmæli í kjölfarið á rauða spjaldinu hans Deli Alli. „Deli Alli er markaskorari. Ég reyndi að gefa honum tækifæri. Þetta voru alvarleg mistök hjá reyndum leikmanni. Þetta var augljóst rautt spjald. Hann brást liðinu þegar við áttum möguleika á því að jafna þetta í 2-2,“ sagði Cesc Fabregas. AC Milan vann leikinn 2-1. Alli er nú 28 ára gamall og skrifaði undir átján mánaða samning við Como í janúar. Þetta var fyrsti leikur hans síðan hann spilaði fyrir tyrkneska liðið Besiktas í febrúar 2023. Alli var á sínum tíma eitt mesta efnið í enska boltanum, lykilmaður í enska landsliðinu sem komst í undanúrslitin á HM 2018 og aðalmaðurinn í ungu Tottenham liði undir stjórn Mauricio Pochettino sem fór alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2019. Allt fór hins vegar á versta veg fyrir strákinn sem endaði á sex vikna meðferð í Bandaríkjunum árið 2023 eftir að hafa orðið háður svefntöflum. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Ítalski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira