Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. mars 2025 07:29 Áhyggjur eru uppi af því að neysla efnis á borð við það sem finna má á vefsíðunni hafi skaðleg áhrif á börn og ungmenni. Getty Fjölskyldur á Bretlandseyjum kalla eftir því að yfirvöld beiti sér fyrir lokun vefsíðu þar sem finna má myndskeið af því þegar ástvinir þeirra voru myrtir eða létust af slysförum. BBC fjallar um málið en nefnir ekki vefsíðuna, þar sem finna má þúsundir mynda og myndskeiða. Notendur síðunnar eru sagðir telja þrjár milljónir. Þeirra á meðal eru einstaklingar sem hafa sjálfir verið dæmdir fyrir morð. Breska stofnunin Ofcom, sem hefur eftirlit með fjölmiðlum og fjarskiptum, hefur fengið heimild til að grípa til aðgerða þegar stjórnendur vefsíða fjarlægja ekki ólöglegt efni. Ef stjórnendur vefsíða geta ekki sýnt fram á að þeir séu með úrræði til staðar til að fjarlægja ólöglegt efni, getur Ofcom annað hvort sektað þá eða leitað til dómstóla til að fara fram á að vefsíðunni sé lokað. Umrædd vefsíða kann þó að vera handan valdsviðs Ofcom, þar sem hún er hýst í Bandaríkjunum og eigendur hennar og stjórnendur eru óþekktir. Þá er efni síðunnar ekki allt ólöglegt, þótt það sé ósmekklegt. Efni á síðunni er flokkað eftir innihaldi en þar má meðal annars finna myndskeið af aftökum, morðum, sjálfsvígum og slysum. Í umfjöllun BBC eru meðal annars nefnd til sögunnar aftaka David Haines af höndum Íslamska ríkisins í Sýrlandi árið 2014, dauðsfall fallhlífastökkvarans Nathan Odinson, sem lést þegar fallhlífin hans opnaðist ekki á Taílandi í fyrra, og árásin á Ian Price, sem lést af sárum sínum eftir að tveir XL Bully hundar réðust á hann. Sérfræðingar hafa lýst áhyggjum af því áhrifum efnis síðunnar á börn og ungmenni. Bretland Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
BBC fjallar um málið en nefnir ekki vefsíðuna, þar sem finna má þúsundir mynda og myndskeiða. Notendur síðunnar eru sagðir telja þrjár milljónir. Þeirra á meðal eru einstaklingar sem hafa sjálfir verið dæmdir fyrir morð. Breska stofnunin Ofcom, sem hefur eftirlit með fjölmiðlum og fjarskiptum, hefur fengið heimild til að grípa til aðgerða þegar stjórnendur vefsíða fjarlægja ekki ólöglegt efni. Ef stjórnendur vefsíða geta ekki sýnt fram á að þeir séu með úrræði til staðar til að fjarlægja ólöglegt efni, getur Ofcom annað hvort sektað þá eða leitað til dómstóla til að fara fram á að vefsíðunni sé lokað. Umrædd vefsíða kann þó að vera handan valdsviðs Ofcom, þar sem hún er hýst í Bandaríkjunum og eigendur hennar og stjórnendur eru óþekktir. Þá er efni síðunnar ekki allt ólöglegt, þótt það sé ósmekklegt. Efni á síðunni er flokkað eftir innihaldi en þar má meðal annars finna myndskeið af aftökum, morðum, sjálfsvígum og slysum. Í umfjöllun BBC eru meðal annars nefnd til sögunnar aftaka David Haines af höndum Íslamska ríkisins í Sýrlandi árið 2014, dauðsfall fallhlífastökkvarans Nathan Odinson, sem lést þegar fallhlífin hans opnaðist ekki á Taílandi í fyrra, og árásin á Ian Price, sem lést af sárum sínum eftir að tveir XL Bully hundar réðust á hann. Sérfræðingar hafa lýst áhyggjum af því áhrifum efnis síðunnar á börn og ungmenni.
Bretland Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira