Enski boltinn

Fyrir­liða Forest bætt við enska hópinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Morgan Gibbs-White og félögum í Nottingham Forest hefur gengið allt í haginn í vetur.
Morgan Gibbs-White og félögum í Nottingham Forest hefur gengið allt í haginn í vetur. ap/Rui Vieira

Morgan Gibbs-White, fyrirliði Nottingham Forest, hefur verið kallaður inn í enska landsliðið í fótbolta.

Gibbs-White var ekki í enska hópnum sem Thomas Tuchel tilkynnti á föstudaginn. Honum var hins vegar bætt í hópinn vegna meiðsla Coles Palmer, leikmanns Chelsea.

Gibbs-White hefur leikið vel fyrir Forest sem hefur komið öllum á óvart í vetur. Liðið er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og komið í átta liða úrslit bikarkeppninnar.

England mætir Albaníu á föstudaginn og Lettlandi á mánudaginn eftir viku í fyrstu leikjum sínum í undankeppni HM 2026. Þetta eru jafnframt fyrstu leikir enska liðsins undir stjórn Tuchels.

Hinn 25 ára Gibbs-White hefur leikið tvo A-landsleiki fyrir England, báða á síðasta ári. Þá lék hann fjölda leikja fyrir yngri landsliðin á sínum tíma.

Gibbs-White lagði upp eitt marka Forest í 2-4 útisigri á Ipswich Town á laugardaginn. Í vetur hefur hann skorað fimm mörk og gefið sjö stoðsendingar í 25 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×