Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Kjartan Kjartansson skrifar 17. mars 2025 13:32 George Simion, leiðtogi næststærsta flokks Rúmeníu, fékk framboð sitt staðfest. Hann og annar fulltrúa hægri jaðarsins höfðu ákveðið að annar þeirri viki ef þeir kæmust báðir á kjörseðilinn. AP/Vadim Ghirda Frambjóðanda öfgahægrisins er spáð sigri í fyrri umferð forsetakosninga í Rúmeníu sem verða endurteknar í maí. Kannanir benda engu að síður til þess að miðjumaður hefði sigur í seinni umferð kosninganna hver sem mótframbjóðandi hans væri. Forsetakosningarnar verða endurteknar 4. og 18. maí í kjölfar þess að hæstiréttur Rúmeníu ógilti kosningarnar sem fóru fram í desember. Stjórnvöld í Kreml voru sökuð um að hafa reynt að hafa áhrif á kosningarnar til þess að hjálpa Calin Georgescu, frambjóðanda ysta hægrisins, sem var með forskot í skoðanakönnunum. Georgescu var bannað að bjóða sig fram aftur. Tveir harðlínumenn af hægri jaðrinum gáfu kost á sér í stað Georgescu og gerðu með sér samkomulag um að annar stigi til hliðar ef framboð þeirra beggja yrði samþykkt. Yfirkjörstjórn hefur nú samþykkt framboð bæði George Simion og Önumaríu Gavrila. Reuters-fréttastofan segir að þau hafi enn ekki ákveðið hvort þeirra dregur sig í hlé. Simion er leiðtogi næststærsta flokks landsins, Bandalags um sameiningu Rúmena. Hann sætir nú sakamálarannsókn fyrir að æsa til ofbeldis í kjölfar þess að Georgescu var bannað að bjóða sig fram aftur. Hann neitar sök og segir rannsóknina eiga sér pólitískar rætur. Simion hlaut 13,8 prósent atkvæða og hafnaði í fjórða sæti í kosningunum í desember. Hann er mikill aðdáandi sitjandi Bandaríkjaforseta. Gavrila er leiðtogi Flokks unga fólksins. Bæði studdu þau framboð Georgescu og hafa líkt og hann haldið uppi hörðum þjóðernisáróðri. Skoðanakannanir benda til þess að hvort þeirra sem er gæti fengið rúm 30 prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna. Nicusor Dan, borgarstjóri höfuðborgarinnar Búkarest af miðju rúmenskra stjórnmála, sigraði líklega hvort þeirra sem hann mætti í seinni umferð. Hallir undir Kreml Hægrijaðarflokkar Rúmeníu eru almennt hallir undir Rússland í utanríkismálum og eru á móti því að styðja varnir nágrannaríkisins Úkraínu. Fyrir vikið eru það ekki aðeins rússnesk stjórnvöld sem hafa reynt að hlutast til um kosningarnar í Rúmeníu heldur fulltrúar ófrjálslyndra afla í vestrænum ríkjum, þar á meðal Elon Musk, ríkasti maður heims og nánasti ráðgjafi Bandaríkjaforseta. Á meðal þess sem Simion hefur talað um í kosningabaráttunni er að sameinast nágrannaríkinu Moldóvu. Honum er fyrir vikið bannað að ferðast til landsins. Þá er hann ekki velkominn í Úkraínu en þarlend stjórnvöld telja Simion öryggisógn, að sögn AP-fréttastofunnar. Rúmenía Tengdar fréttir Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Rúmenska lögreglan stöðvaði för um tuttugu manna til Búkarest um helgina, þar á meðal vopnaðan leiðtoga málaliðahóps. Talið er að hópurinn hafi ætlað að ógna stjórnmálamönnum og hleypa upp mótmælum eftir umdeildar forsetakosningar. 9. desember 2024 14:50 Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Forsetakosningarnar verða endurteknar 4. og 18. maí í kjölfar þess að hæstiréttur Rúmeníu ógilti kosningarnar sem fóru fram í desember. Stjórnvöld í Kreml voru sökuð um að hafa reynt að hafa áhrif á kosningarnar til þess að hjálpa Calin Georgescu, frambjóðanda ysta hægrisins, sem var með forskot í skoðanakönnunum. Georgescu var bannað að bjóða sig fram aftur. Tveir harðlínumenn af hægri jaðrinum gáfu kost á sér í stað Georgescu og gerðu með sér samkomulag um að annar stigi til hliðar ef framboð þeirra beggja yrði samþykkt. Yfirkjörstjórn hefur nú samþykkt framboð bæði George Simion og Önumaríu Gavrila. Reuters-fréttastofan segir að þau hafi enn ekki ákveðið hvort þeirra dregur sig í hlé. Simion er leiðtogi næststærsta flokks landsins, Bandalags um sameiningu Rúmena. Hann sætir nú sakamálarannsókn fyrir að æsa til ofbeldis í kjölfar þess að Georgescu var bannað að bjóða sig fram aftur. Hann neitar sök og segir rannsóknina eiga sér pólitískar rætur. Simion hlaut 13,8 prósent atkvæða og hafnaði í fjórða sæti í kosningunum í desember. Hann er mikill aðdáandi sitjandi Bandaríkjaforseta. Gavrila er leiðtogi Flokks unga fólksins. Bæði studdu þau framboð Georgescu og hafa líkt og hann haldið uppi hörðum þjóðernisáróðri. Skoðanakannanir benda til þess að hvort þeirra sem er gæti fengið rúm 30 prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna. Nicusor Dan, borgarstjóri höfuðborgarinnar Búkarest af miðju rúmenskra stjórnmála, sigraði líklega hvort þeirra sem hann mætti í seinni umferð. Hallir undir Kreml Hægrijaðarflokkar Rúmeníu eru almennt hallir undir Rússland í utanríkismálum og eru á móti því að styðja varnir nágrannaríkisins Úkraínu. Fyrir vikið eru það ekki aðeins rússnesk stjórnvöld sem hafa reynt að hlutast til um kosningarnar í Rúmeníu heldur fulltrúar ófrjálslyndra afla í vestrænum ríkjum, þar á meðal Elon Musk, ríkasti maður heims og nánasti ráðgjafi Bandaríkjaforseta. Á meðal þess sem Simion hefur talað um í kosningabaráttunni er að sameinast nágrannaríkinu Moldóvu. Honum er fyrir vikið bannað að ferðast til landsins. Þá er hann ekki velkominn í Úkraínu en þarlend stjórnvöld telja Simion öryggisógn, að sögn AP-fréttastofunnar.
Rúmenía Tengdar fréttir Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Rúmenska lögreglan stöðvaði för um tuttugu manna til Búkarest um helgina, þar á meðal vopnaðan leiðtoga málaliðahóps. Talið er að hópurinn hafi ætlað að ógna stjórnmálamönnum og hleypa upp mótmælum eftir umdeildar forsetakosningar. 9. desember 2024 14:50 Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Rúmenska lögreglan stöðvaði för um tuttugu manna til Búkarest um helgina, þar á meðal vopnaðan leiðtoga málaliðahóps. Talið er að hópurinn hafi ætlað að ógna stjórnmálamönnum og hleypa upp mótmælum eftir umdeildar forsetakosningar. 9. desember 2024 14:50
Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent