Erlent

Ung­lings­piltur al­var­lega særður eftir skot­á­rás

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Lögreglan er með mikinn viðbúnað á svæðinu.
Lögreglan er með mikinn viðbúnað á svæðinu. Getty/Roland Magnusson

Unglingspiltur er alvarlega slasaður eftir að hann var skotinn með byssu á lestarstöð í Osló. Lögreglan leitar árásarmannsins.

Pilturinn er yngri en átján ára og er nú á sjúkrahúsi. Samkvæmt umfjöllun NRK er hann alvarlega slasður.

Lögreglu á svæðinu barst tilkynning klukkan hálf tíu á staðartíma. Þeir leita nú gerenda, til að mynda með drónum

„Það virðist hafa verið einhver ágreiningur,“ segir Brian Skotnes verkefnastjóri á vettvangi.

„Við höfum séð fólk hlaupa í burtu frá vettvangi og við vinnum hart að því að leita þau uppi.“

Lestarstöðinni Stovner hefur verið lokað en neðanjarðarlestin gengur enn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×