Þegar Cavallo kom út úr skápnum 2021 var hann eini opinberlega samkynhneigði fótboltamaðurinn í efstu deild í heiminum.
„Það eru margar, margar, margar morðhótanir sem berast mér á hverjum degi. Og það er frekar sorglegt,“ sagði Cavallo um lífið eftir að hann kom út úr skápnum.
„Að vera hommi í fótboltaheiminum er mjög eitraður staður. Það er ekki eitthvað sem allir kæmust í gegnum. Það er enn langur vegur þar til við verðum samþykktir. Þetta eru þættir sem fólk verður að hafa í huga þegar það kemur út úr skápnum. Því fylgir athygli, pressa og neikvæðni sem mun hafa áhrif til lengri tíma litið. Það er erfitt að segja við fólk: Algjörlega, komdu út, vertu þú sjálfur. Það er fjölmargt neikvætt sem ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir.“
Cavallo leikur með Adalaide United í heimalandinu. Hann trúlofaðist kærasta sínum, Leighton Morrell, í fyrra. Cavallo fór á skeljarnar á fótboltavelli.