„Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. mars 2025 08:00 Kári Kristján var hress á spítalanum þrátt fyrir allt. Aðsend Óvíst er hvort Kári Kristján Kristjánsson geti haldið áfram handboltaiðkun eftir að slæm veikindi skiluðu honum á hjartadeild Landsspítalans. Kári er þó á batavegi. „Heilsan er bara nokkuð fín, þakka þér fyrir. Við erum bara í slipp til 1. maí og á meðan reynir maður bara að vera rólegur,“ segir Kári Kristján Kristjánsson, handboltamaður ÍBV, sem lenti í miklu áfalli í febrúar síðastliðnum. Klippa: Ofurmennið sem finnur til í pumpunni Hann fékk þá sýkingu sem leiddi til hjartavandamála. Flytja þurfti hann með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur og lá hann inni á hjartadeild í tæpa viku. „Ég fæ einhverja sýkingu eða eitthvað drasl. Eitthvað vesen. Ég fæ sviða í bringubeinið og daginn eftir er ég ekki nægilega harður að standa það af mér. Þá hendi ég mér upp á deild, þá er maður látinn gista á spítalanum heima. Ég gisti eina nótt og þá er allt komið í kex í blóðinu og bara sjúkraflug og næs,“ segir Kári og bætir við: „Þau kyrrsetja mig og ég þarf að fara í hjartaþræðingu, fertugur maðurinn, og ég er á í tæpa viku á hjartadeildinni hjá yndislegu fólki og verið að passa að ég væri ekki að fá kransæðastíflu eða hjartaáfall á staðnum. En þetta endar svo eftir myndatöku á pumpunni að það eru hjartavöðvabólgur og gollurshúsbólgur. Það er heila helvítis vesenið.“ Ofurmenni sem finnur full mikið til í pumpunni Erfiðast á spítalanum hafi verið að fá nýjar upplýsingar úr rannsóknum. Kári Kristján Kristjánsson er á batavegi eftir að hafa legið á hjartadeild í tæpa viku.Vísir/Lýður „Það var ekkert þægilegast í heimi þegar þetta var að gerast. Svo þegar koma alltaf nýjar upplýsingar, þá er það alltaf mjög óþægilegt. Ég sé mögulega að fá þetta sem getur verið vísir að hjartaáfalli eða einhverju slíku. Þá er það svona: „Bíddu ertu að grínast? Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig.“ Þannig að þetta var ekkert spes,“ segir Kári. Síðan þá hefur Kári verið að jafna sig. Hann er á réttri leið en hefur heldur mikið fundið til í brjóstinu síðustu vikur. Hann segir því fylgja ákveðin óþægindi, andlega, að finna svo mikið fyrir hjartanu, eða pumpunni, eins og hann orðar það. Spítalavistin sló Kára Kristján ekki út af laginu.Aðsend „Svæðið svona í kringum hjartað er svolítið lifandi, ef svo má að orði komast. Af því að hjartað bólgnar upp og í kring þá koma upp litlar blæðingar í kringum millirifin og bla, bla, bla. Þannig að svæðið er svolítið lifandi. En það er ekkert alltaf toppmál að vita svona mikið af helvítis pumpunni. En þetta lítur nú bara allt saman ljómandi vel út,“ segir Kári Kristján. Óvitinn skilinn eftir útundan Líkt og segir að ofan hefur Kári verið skikkaður í hvíld, er „í slipp“ til 1. maí. Hann eigi auðveldara með margt annað en að fylgjast með á hliðarlínunni. „Það er eiginlega alveg glatað. Ég er búinn að vera að mæta á æfingar og horfa á. Maður er eins og óviti að fá að hlaupa aðeins af sér hornin og fá að vera með. Núna er maður svolítið skilinn eftir útundan. En maður verður bara að sætta sig við það,“ segir Kári. Kári verður 41 árs í október og óljóst um framhaldið á leikmannaferli hans. „Það er von þú spyrjir. Stutta svarið er að það væri helvíti leiðinlegt að fara út svona ,ekki á sínum forsendum. Svo veit maður ekkert hvað gerist þannig lagað. Ég á eftir að klára þetta bataferli, sjá hvernig það kemur út. Vonandi kemur það vel út og þá máttu bara heyra í mér aftur,“ segir Kári Kristján sem segir framhaldið því óljóst. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum efst í greininni. ÍBV Vestmannaeyjar Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
„Heilsan er bara nokkuð fín, þakka þér fyrir. Við erum bara í slipp til 1. maí og á meðan reynir maður bara að vera rólegur,“ segir Kári Kristján Kristjánsson, handboltamaður ÍBV, sem lenti í miklu áfalli í febrúar síðastliðnum. Klippa: Ofurmennið sem finnur til í pumpunni Hann fékk þá sýkingu sem leiddi til hjartavandamála. Flytja þurfti hann með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur og lá hann inni á hjartadeild í tæpa viku. „Ég fæ einhverja sýkingu eða eitthvað drasl. Eitthvað vesen. Ég fæ sviða í bringubeinið og daginn eftir er ég ekki nægilega harður að standa það af mér. Þá hendi ég mér upp á deild, þá er maður látinn gista á spítalanum heima. Ég gisti eina nótt og þá er allt komið í kex í blóðinu og bara sjúkraflug og næs,“ segir Kári og bætir við: „Þau kyrrsetja mig og ég þarf að fara í hjartaþræðingu, fertugur maðurinn, og ég er á í tæpa viku á hjartadeildinni hjá yndislegu fólki og verið að passa að ég væri ekki að fá kransæðastíflu eða hjartaáfall á staðnum. En þetta endar svo eftir myndatöku á pumpunni að það eru hjartavöðvabólgur og gollurshúsbólgur. Það er heila helvítis vesenið.“ Ofurmenni sem finnur full mikið til í pumpunni Erfiðast á spítalanum hafi verið að fá nýjar upplýsingar úr rannsóknum. Kári Kristján Kristjánsson er á batavegi eftir að hafa legið á hjartadeild í tæpa viku.Vísir/Lýður „Það var ekkert þægilegast í heimi þegar þetta var að gerast. Svo þegar koma alltaf nýjar upplýsingar, þá er það alltaf mjög óþægilegt. Ég sé mögulega að fá þetta sem getur verið vísir að hjartaáfalli eða einhverju slíku. Þá er það svona: „Bíddu ertu að grínast? Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig.“ Þannig að þetta var ekkert spes,“ segir Kári. Síðan þá hefur Kári verið að jafna sig. Hann er á réttri leið en hefur heldur mikið fundið til í brjóstinu síðustu vikur. Hann segir því fylgja ákveðin óþægindi, andlega, að finna svo mikið fyrir hjartanu, eða pumpunni, eins og hann orðar það. Spítalavistin sló Kára Kristján ekki út af laginu.Aðsend „Svæðið svona í kringum hjartað er svolítið lifandi, ef svo má að orði komast. Af því að hjartað bólgnar upp og í kring þá koma upp litlar blæðingar í kringum millirifin og bla, bla, bla. Þannig að svæðið er svolítið lifandi. En það er ekkert alltaf toppmál að vita svona mikið af helvítis pumpunni. En þetta lítur nú bara allt saman ljómandi vel út,“ segir Kári Kristján. Óvitinn skilinn eftir útundan Líkt og segir að ofan hefur Kári verið skikkaður í hvíld, er „í slipp“ til 1. maí. Hann eigi auðveldara með margt annað en að fylgjast með á hliðarlínunni. „Það er eiginlega alveg glatað. Ég er búinn að vera að mæta á æfingar og horfa á. Maður er eins og óviti að fá að hlaupa aðeins af sér hornin og fá að vera með. Núna er maður svolítið skilinn eftir útundan. En maður verður bara að sætta sig við það,“ segir Kári. Kári verður 41 árs í október og óljóst um framhaldið á leikmannaferli hans. „Það er von þú spyrjir. Stutta svarið er að það væri helvíti leiðinlegt að fara út svona ,ekki á sínum forsendum. Svo veit maður ekkert hvað gerist þannig lagað. Ég á eftir að klára þetta bataferli, sjá hvernig það kemur út. Vonandi kemur það vel út og þá máttu bara heyra í mér aftur,“ segir Kári Kristján sem segir framhaldið því óljóst. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum efst í greininni.
ÍBV Vestmannaeyjar Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni