Innlent

Hand­tóku einn til við­bótar

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Sakborningur leiddur fyrir dóm í vikunni.
Sakborningur leiddur fyrir dóm í vikunni. Vísir

Lögreglan á Suðurlandi hefur lagt fram kröfu um gæsluvarðhald yfir einstaklingi sem handtekinn var í gærkvöld. Einnig hefur verið lögð fram krafa um framlengingu gæsluvarðhalds yfir þremur einstaklingum vegna rannsóknar á manndrápsmálinu í Gufunesi.

Samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem handtekinn var í gær kona á fertugsaldri.

Alls hafa verið gerðar kröfur um gæsluvarðhald yfir sjö einstaklingum í málinu.

Fyrst voru þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald fyrir viku og hefur lögreglan óskað eftir framlengingu á varðhaldinu yfir þeim.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að rannsókn málsins miði vel og lögreglustjórinn á Suðurlandi njóti aðstoðar frá embættum ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og héraðssksóknara.

Tilkynning lögreglunnar.

Tengdar fréttir

Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara

„Það er hægt og bítandi að koma mynd á málið, en náttúrulega heilmikil vinna eftir og mikið af gögnum sem á eftir að yfirfara,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, um rannsókn á andláti karlmanns, sem fannst látinn í Gufunesi síðastliðinn þriðjudag.

Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald

Karlmaður var úrskurðaður í gæsluvarðhald í morgun og lagt hefur verið hald á bifreið í tengslum við rannsókn á andláti karlmanns, sem fannst látinn í Gufunesi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×