Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. mars 2025 11:12 Halla Tómasdóttir og Davíð Oddsson hafa hvort sinn háttinn á þegar kemur að undirskriftum. Vísir/Vilhelm/Sara Þingmaður Samfylkingarinnar veltir því fyrir sér hvers vegna Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hafi skrifað undir „Gmmtnnnnm“ í opinberum störfum sínum. Tilefnið er umfjöllun Morgunblaðsins um undirskrift Höllu Tómasdóttur forseta Íslands. Morgunblaðið hefur fjallað um undirskrift forsetans og vakið athygli á því að hún skrifar undir Halla Tomas í tónleikaskrá á 75 ára afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á dögunum. Ávarp Höllu í tónleikaskránni og undirskriftin neðst.Sinfóníuhljómsveit Íslands Þau svör fengust frá forsetaembættinu að Halla hefði notað umrædda undirskrift um áratugaskeið og haldið henni óbreyttri eftir að hún tók við embætti forseta. Guðrún Kvaran, sem auk starfa sinna við HÍ og Árnastofnun hefur til að mynda verið formaður Íslenskrar málnefndar og formaður mannanafnanefndar, furðar sig á athæfi forseta Íslands í samtali við Morgunblaðið. „Mér finnst mjög mikilvægt að Íslendingar skrifi nöfn sín á eðlilegan hátt. Þá á hún nú ekki að skammast sín fyrir að vera dóttir einhvers, hún á bara að skrifa „Tómasdóttir“,“ segir Guðrún. Það sé engin réttlæting að svona hafi hún alltaf skrifað undir. Guðrún Kvaran, prófessor emeritus í íslensku við HÍ, er ekki sátt við undirskrift forseta Íslands.Vísir „Það er ekkert betra. Hún var mikið í erlendum samskiptum og þá var kannski erfitt að hafa „dóttir“. En hún býr á Íslandi og er að skrifa undir íslenskt plagg. Þá á hún að skrifa undir „Halla Tómasdóttir“ og ekkert annað.“ Umfjöllunin hefur vakið mikla athygli en Halla var búsett í Bandaríkjunum um árabil þar til hún flutti til Íslands eftir forsetakjörið. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, er meðal þeirra sem hefur stungið niður penna á Facebook. Hann gagnrýnir ekki forsetann heldur setur fréttaflutninginn í samhengi við undirskrift ritstjóra Morgunblaðsins, Davíðs Oddssonar. Undirskrift Davíðs Oddssonar fyrir hálfum öðrum áratug, þá seðlabankstjóri. Ð-ið í Davíð virðist greinilegt en erfiðara að lesa úr öðrum stöfum. „Ég fagna því gríðarlega að Morgunblaðið hafi rofið þögnina sem hefur ríkt um rithönd ráðamanna. Blaðið hefur greinilega ákveðið að byrja á okkar ágæta forseta Höllu Tómasdóttur. Mogga finnst hún alls ekki skrifa vel og vill að hún breyti undirritun sinni,“ segir Dagur og vísar til fréttarinnar í dag og í gær. Dagur B. Eggertsson þingmaður Samfylkingarinnar, vonast eftir frekari umfjöllun um undirskriftir ráðamanna.Vísir/Vilhelm Hann óskar eftir því að fréttirnar af undirskrift Höllu verði upphafið að greinarflokki um þessi efni og beinir spjótum sínum að Davíð, fyrrverandi borgarstjóra, forsætisráðherra, seðlabankastjóra og nú ritstjóra Morgunblaðsins. „Ég hef lengi þráð að fá skýringar á því hvers vegna ritstjóri blaðsins skrifar alltaf undir með einhverju sem líkist “Gmmtnnnnm” en alls ekki Davið Odsson eins og víða má sjá í opinberum skjölum. Hér er dæmi af fyrsta Icesave-samningnum sem ritstjórinn skrifaði undir með Árna Matthiesen þáverandi fjármálaráðherra haustið 2008. MÁ ÞETTA BARA????“ spyr Dagur og birtir skjáskot. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Íslensk tunga Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Morgunblaðið hefur fjallað um undirskrift forsetans og vakið athygli á því að hún skrifar undir Halla Tomas í tónleikaskrá á 75 ára afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á dögunum. Ávarp Höllu í tónleikaskránni og undirskriftin neðst.Sinfóníuhljómsveit Íslands Þau svör fengust frá forsetaembættinu að Halla hefði notað umrædda undirskrift um áratugaskeið og haldið henni óbreyttri eftir að hún tók við embætti forseta. Guðrún Kvaran, sem auk starfa sinna við HÍ og Árnastofnun hefur til að mynda verið formaður Íslenskrar málnefndar og formaður mannanafnanefndar, furðar sig á athæfi forseta Íslands í samtali við Morgunblaðið. „Mér finnst mjög mikilvægt að Íslendingar skrifi nöfn sín á eðlilegan hátt. Þá á hún nú ekki að skammast sín fyrir að vera dóttir einhvers, hún á bara að skrifa „Tómasdóttir“,“ segir Guðrún. Það sé engin réttlæting að svona hafi hún alltaf skrifað undir. Guðrún Kvaran, prófessor emeritus í íslensku við HÍ, er ekki sátt við undirskrift forseta Íslands.Vísir „Það er ekkert betra. Hún var mikið í erlendum samskiptum og þá var kannski erfitt að hafa „dóttir“. En hún býr á Íslandi og er að skrifa undir íslenskt plagg. Þá á hún að skrifa undir „Halla Tómasdóttir“ og ekkert annað.“ Umfjöllunin hefur vakið mikla athygli en Halla var búsett í Bandaríkjunum um árabil þar til hún flutti til Íslands eftir forsetakjörið. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, er meðal þeirra sem hefur stungið niður penna á Facebook. Hann gagnrýnir ekki forsetann heldur setur fréttaflutninginn í samhengi við undirskrift ritstjóra Morgunblaðsins, Davíðs Oddssonar. Undirskrift Davíðs Oddssonar fyrir hálfum öðrum áratug, þá seðlabankstjóri. Ð-ið í Davíð virðist greinilegt en erfiðara að lesa úr öðrum stöfum. „Ég fagna því gríðarlega að Morgunblaðið hafi rofið þögnina sem hefur ríkt um rithönd ráðamanna. Blaðið hefur greinilega ákveðið að byrja á okkar ágæta forseta Höllu Tómasdóttur. Mogga finnst hún alls ekki skrifa vel og vill að hún breyti undirritun sinni,“ segir Dagur og vísar til fréttarinnar í dag og í gær. Dagur B. Eggertsson þingmaður Samfylkingarinnar, vonast eftir frekari umfjöllun um undirskriftir ráðamanna.Vísir/Vilhelm Hann óskar eftir því að fréttirnar af undirskrift Höllu verði upphafið að greinarflokki um þessi efni og beinir spjótum sínum að Davíð, fyrrverandi borgarstjóra, forsætisráðherra, seðlabankastjóra og nú ritstjóra Morgunblaðsins. „Ég hef lengi þráð að fá skýringar á því hvers vegna ritstjóri blaðsins skrifar alltaf undir með einhverju sem líkist “Gmmtnnnnm” en alls ekki Davið Odsson eins og víða má sjá í opinberum skjölum. Hér er dæmi af fyrsta Icesave-samningnum sem ritstjórinn skrifaði undir með Árna Matthiesen þáverandi fjármálaráðherra haustið 2008. MÁ ÞETTA BARA????“ spyr Dagur og birtir skjáskot.
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Íslensk tunga Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira