Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2025 07:30 Albert Guðmundsson lék síðast með landsliðinu í umspilinu um sæti á EM, fyrir ári síðan, en þangað komst Ísland vegna árangurs í Þjóðadeildinni. Getty/Rafal Oleksiewicz Væri kannski best fyrir Ísland að tapa fyrir Kósovó í kvöld? Myndi það koma liðinu nær eða fjær EM 2028? Hvaða máli skiptir þetta umspil í Þjóðadeildinni eiginlega? Það væri líklega sterkur leikur hjá Knattspyrnusambandi Evrópu að sýna með afdráttarlausum hætti að svarið sé auðvitað, alltaf, að betra sé að vinna leiki en að tapa þeim. En er það þannig í Þjóðadeildarumspilinu? Sterkari mótherjar og hærri upphæðir Tvennt er að minnsta kosti á hreinu. Það er betra fyrir Ísland að vinna Kósovó og spila áfram í B-deild Þjóðadeildarinnar í stað C upp á það að gera að fá leiki við sterkari mótherja. Það hlýtur að gagnast Arnari Gunnlaugssyni betur, og vera skemmtilegra fyrir alla, að fá leiki við Svíþjóð og Sviss á næsta ári frekar en við Kýpur og Færeyjar. Svo eru það peningarnir. Það að spila í B-deild tryggir KSÍ hærra lágmarksverðlaunafé en að spila í C-deild (sirka 220 milljónir króna í stað 165 milljóna á síðustu leiktíð). Það flækir þó málið hvað þetta varðar að sigurvegarar riðla í C-deild hafa fengið bónus og þar með hærri upphæð samtals en lið sem endar í 2., 3. eða 4. sæti síns riðils í B-deild. Arnór Ingvi Traustason skallar boltann í úrslitaleiknum við Úkraínu um sæti á EM í fyrra.Getty/Rafal Oleksiewicz Leiðin inn á stórmót Vandamálið við Þjóðadeildina er að virðingin fyrir henni er ekki sú sama og fyrir EM og HM. Þess vegna horfa margir á hana sem keppni sem fyrst og fremst nýtist sem varaleið inn á stórmótin. Þetta þekkja Íslendingar eftir að hafa komist í umspil um sæti á síðustu tveimur Evrópumótum út frá Þjóðadeildinni. Og ef við ætlum einungis að horfa á Þjóðadeildina sem hjálp til að komast á EM þá er bara mjög erfitt að svara því hvort sé betra að vera í B- eða C-deild. Hákon Arnar Haraldsson er mættur aftur í landsliðið eftir meiðsli í haust. Hann spilaði í EM-umspilinu í fyrra.Getty/Rafal Oleksiewicz Það er ekki búið að gefa út hvernig næsta leiktíð Þjóðadeildar mun hafa áhrif á undankeppni EM 2028 en það hefur verið þannig að árangur í Þjóðadeildinni getur gefið leið í umspil um stórmótasæti. Þægilegra fyrir Georgíu en Ísland? Ef við miðum við síðasta EM þá komst til dæmis Georgía á mótið í gegnum C-deildar umspil úr Þjóðadeild sem í voru einnig Lúxemborg, Kasakstan og Grikklandi. Ísland fór í B-umspilið með Ísrael, Bosníu og Úkraínu en hefði allt eins getað endað í umspili með Póllandi og Wales úr A-deild. Hefði þá ekki verið betra að vera í sporum Georgíu? Hefði ekki líka verið betra að spila í C-deild á þeirri leiktíð Þjóðadeildarinnar sem nú er að ljúka? Aðeins sigurvegarar riðla eiga möguleika á að komast í umspil um HM-sæti út frá árangri í Þjóðadeildinni, svo það er þannig séð betra að hafa unnið riðil í C-deild en að enda í 2. sæti riðils í A-deild. Meira að segja San Marínó er nær því en Ísland að komast í HM-umspilið gegnum Þjóðadeildina. Á móti kemur að töp og sigrar hafa áhrif á stöðu á styrkleikalistum, svo að hver sigur hjálpar Íslandi að vera í efri styrkleikaflokki þegar dregið er í hinar raunverulegu undankeppnir stórmóta. Liðið var til að mynda í þriðja flokki af fimm þegar dregið var í undankeppni HM en Kósovó í þeim fjórða. Á stórmót án þróunaraðstoðar Er þá auðvelt að svara því hvort betra sé fyrir Ísland að vinna einvígið við Kósovó? Ekki svo en það hljóta þó allir að vonast eftir skýrum merkjum um að bjartir tímar bíði undir stjórn Arnars og enginn ætti að þurfa að velkjast í vafa um að markmið hans, Orra fyrirliða og hinna strákanna í íslenska liðinu sé skýrt; góð frammistaða og sigur. Að sýna að þetta sé lið sem geti komist á stórmót algjörlega án þróunaraðstoðar Þjóðadeildarinnar. Fyrri leikur Kósovó og Íslands hefst klukkan 19:45 í kvöld og sá seinni, heimaleikur Íslands, er á Spáni á sunnudag klukkan 17. Báðir leikir eru í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Heimir segir dýrmætt að forðast fall Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íra, segir að burtséð frá vangaveltum um möguleika á að komast í lokakeppni EM 2028 þá sé einfaldlega dýrmætt fyrir írska liðið að vinna Búlgaríu og forðast fall niður í C-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. 19. mars 2025 14:31 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Sjá meira
Það væri líklega sterkur leikur hjá Knattspyrnusambandi Evrópu að sýna með afdráttarlausum hætti að svarið sé auðvitað, alltaf, að betra sé að vinna leiki en að tapa þeim. En er það þannig í Þjóðadeildarumspilinu? Sterkari mótherjar og hærri upphæðir Tvennt er að minnsta kosti á hreinu. Það er betra fyrir Ísland að vinna Kósovó og spila áfram í B-deild Þjóðadeildarinnar í stað C upp á það að gera að fá leiki við sterkari mótherja. Það hlýtur að gagnast Arnari Gunnlaugssyni betur, og vera skemmtilegra fyrir alla, að fá leiki við Svíþjóð og Sviss á næsta ári frekar en við Kýpur og Færeyjar. Svo eru það peningarnir. Það að spila í B-deild tryggir KSÍ hærra lágmarksverðlaunafé en að spila í C-deild (sirka 220 milljónir króna í stað 165 milljóna á síðustu leiktíð). Það flækir þó málið hvað þetta varðar að sigurvegarar riðla í C-deild hafa fengið bónus og þar með hærri upphæð samtals en lið sem endar í 2., 3. eða 4. sæti síns riðils í B-deild. Arnór Ingvi Traustason skallar boltann í úrslitaleiknum við Úkraínu um sæti á EM í fyrra.Getty/Rafal Oleksiewicz Leiðin inn á stórmót Vandamálið við Þjóðadeildina er að virðingin fyrir henni er ekki sú sama og fyrir EM og HM. Þess vegna horfa margir á hana sem keppni sem fyrst og fremst nýtist sem varaleið inn á stórmótin. Þetta þekkja Íslendingar eftir að hafa komist í umspil um sæti á síðustu tveimur Evrópumótum út frá Þjóðadeildinni. Og ef við ætlum einungis að horfa á Þjóðadeildina sem hjálp til að komast á EM þá er bara mjög erfitt að svara því hvort sé betra að vera í B- eða C-deild. Hákon Arnar Haraldsson er mættur aftur í landsliðið eftir meiðsli í haust. Hann spilaði í EM-umspilinu í fyrra.Getty/Rafal Oleksiewicz Það er ekki búið að gefa út hvernig næsta leiktíð Þjóðadeildar mun hafa áhrif á undankeppni EM 2028 en það hefur verið þannig að árangur í Þjóðadeildinni getur gefið leið í umspil um stórmótasæti. Þægilegra fyrir Georgíu en Ísland? Ef við miðum við síðasta EM þá komst til dæmis Georgía á mótið í gegnum C-deildar umspil úr Þjóðadeild sem í voru einnig Lúxemborg, Kasakstan og Grikklandi. Ísland fór í B-umspilið með Ísrael, Bosníu og Úkraínu en hefði allt eins getað endað í umspili með Póllandi og Wales úr A-deild. Hefði þá ekki verið betra að vera í sporum Georgíu? Hefði ekki líka verið betra að spila í C-deild á þeirri leiktíð Þjóðadeildarinnar sem nú er að ljúka? Aðeins sigurvegarar riðla eiga möguleika á að komast í umspil um HM-sæti út frá árangri í Þjóðadeildinni, svo það er þannig séð betra að hafa unnið riðil í C-deild en að enda í 2. sæti riðils í A-deild. Meira að segja San Marínó er nær því en Ísland að komast í HM-umspilið gegnum Þjóðadeildina. Á móti kemur að töp og sigrar hafa áhrif á stöðu á styrkleikalistum, svo að hver sigur hjálpar Íslandi að vera í efri styrkleikaflokki þegar dregið er í hinar raunverulegu undankeppnir stórmóta. Liðið var til að mynda í þriðja flokki af fimm þegar dregið var í undankeppni HM en Kósovó í þeim fjórða. Á stórmót án þróunaraðstoðar Er þá auðvelt að svara því hvort betra sé fyrir Ísland að vinna einvígið við Kósovó? Ekki svo en það hljóta þó allir að vonast eftir skýrum merkjum um að bjartir tímar bíði undir stjórn Arnars og enginn ætti að þurfa að velkjast í vafa um að markmið hans, Orra fyrirliða og hinna strákanna í íslenska liðinu sé skýrt; góð frammistaða og sigur. Að sýna að þetta sé lið sem geti komist á stórmót algjörlega án þróunaraðstoðar Þjóðadeildarinnar. Fyrri leikur Kósovó og Íslands hefst klukkan 19:45 í kvöld og sá seinni, heimaleikur Íslands, er á Spáni á sunnudag klukkan 17. Báðir leikir eru í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Heimir segir dýrmætt að forðast fall Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íra, segir að burtséð frá vangaveltum um möguleika á að komast í lokakeppni EM 2028 þá sé einfaldlega dýrmætt fyrir írska liðið að vinna Búlgaríu og forðast fall niður í C-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. 19. mars 2025 14:31 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Sjá meira
Heimir segir dýrmætt að forðast fall Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íra, segir að burtséð frá vangaveltum um möguleika á að komast í lokakeppni EM 2028 þá sé einfaldlega dýrmætt fyrir írska liðið að vinna Búlgaríu og forðast fall niður í C-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. 19. mars 2025 14:31