Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. mars 2025 18:24 Kosið verður á ný dagana 26. og 27. mars. Háskóli Íslands Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild HÍ og Silja Bára Ómarsdóttir prófessor við stjórnmálafræðideild HÍ hlutu flest atkvæði í rektorskjöri Háskóla Íslands í dag. Þar sem hvorugt þeirra hlaut meirihluta atkvæða fer fram önnur atkvæðagreiðsla að viku liðinni. Niðurstöðurnar úr fyrri umferð rektorskjörsins voru kunngjörðar í aðalbyggingu Háskóla Íslands rétt í þessu. Víðir Smári Petersen prófessor við lagadeild HÍ og formaður kjörstjórnar kynnti úrslitin. Magnús hlaut 33,6 prósent atkvæða og Silja 29,3 prósent. Atkvæði starfsfólks vógu 70 prósent í kjörinu og atkvæði nemenda 30 prósent. „Þetta gekk eins og í sögu, þessar rafrænu kosningar. Þetta er í fyrsta skipti sem þær eru alfarið rafrænar og kosningaþátttaka var mjög góð,“ sagði Víðir Smári við fréttamann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Víðir skynjar mikinn áhuga innan skólans á kosningunum. „Bæði starfsfólk og nemendur átta sig á því að þetta er starf sem skiptir miklu máli fyrir starfsemi Háskólans.“ Sjö voru í framboði í embættið. Björn Þorsteinsson, prófessor við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði í HÍ, sem hlaut 9,3 prósent atkvæða. Ganna Pogrebna, prófessor, hlaut 0,7 prósent atkvæða. Ingibjörg Gunnarsdóttir, aðstoðarrektor vísinda og samfélags og prófessor, hlaut 13,6 prósent atkvæða. Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs og dósent, hlaut 11,5 prósent. og Oluwafemi E Idowu prófessor, hlaut 0,5 prósent. Auðir seðlar voru 1,3 prósent. Á kjörskrá voru 14.557 einstaklingar, 1.752 starfsmenn og 12.805 nemendur. Kosning hófst í gærmorgun og lauk síðdegis í dag. Víðir segir kosningaþátttöku góða en 88,5 prósent starfsmanna og 37,3 prósent nemenda greiddu atkvæði. Heildarkjörsókn var þannig 43,48 prósent. Fréttin hefur verið uppfærð. Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Niðurstöðurnar úr fyrri umferð rektorskjörsins voru kunngjörðar í aðalbyggingu Háskóla Íslands rétt í þessu. Víðir Smári Petersen prófessor við lagadeild HÍ og formaður kjörstjórnar kynnti úrslitin. Magnús hlaut 33,6 prósent atkvæða og Silja 29,3 prósent. Atkvæði starfsfólks vógu 70 prósent í kjörinu og atkvæði nemenda 30 prósent. „Þetta gekk eins og í sögu, þessar rafrænu kosningar. Þetta er í fyrsta skipti sem þær eru alfarið rafrænar og kosningaþátttaka var mjög góð,“ sagði Víðir Smári við fréttamann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Víðir skynjar mikinn áhuga innan skólans á kosningunum. „Bæði starfsfólk og nemendur átta sig á því að þetta er starf sem skiptir miklu máli fyrir starfsemi Háskólans.“ Sjö voru í framboði í embættið. Björn Þorsteinsson, prófessor við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði í HÍ, sem hlaut 9,3 prósent atkvæða. Ganna Pogrebna, prófessor, hlaut 0,7 prósent atkvæða. Ingibjörg Gunnarsdóttir, aðstoðarrektor vísinda og samfélags og prófessor, hlaut 13,6 prósent atkvæða. Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs og dósent, hlaut 11,5 prósent. og Oluwafemi E Idowu prófessor, hlaut 0,5 prósent. Auðir seðlar voru 1,3 prósent. Á kjörskrá voru 14.557 einstaklingar, 1.752 starfsmenn og 12.805 nemendur. Kosning hófst í gærmorgun og lauk síðdegis í dag. Víðir segir kosningaþátttöku góða en 88,5 prósent starfsmanna og 37,3 prósent nemenda greiddu atkvæði. Heildarkjörsókn var þannig 43,48 prósent. Fréttin hefur verið uppfærð.
Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent