„Búnar að vera dálítið skrýtnar vikur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. mars 2025 09:32 Ari Sigurpálsson er orðinn leikmaður Elfsborgar í Svíþjóð. Vísir/Sigurjón Ari Sigurpálsson er nýjasti atvinnumaður Íslands í fótbolta en hann samdi við Elfsborg í Svíþjóð í dag. Ari kveður Víking með söknuði en tímapunkturinn réttur að taka næsta skref á hans ferli. Ari hefur spilað frábærlega með Víkingum undanfarin ár og vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í Sambandsdeild Evrópu í vetur. Það virtist tímaspursmál hvenær hann tæki skrefið út og hefur nú fundið samastað í Svíþjóð. „Þetta eru búnar að vera dálítið skrýtnar vikur og dagar núna. En það er virkilega gaman að klára þetta,“ segir Ari. Elfsborg stefni hátt á komandi leiktíð eftir strembið síðasta tímabil heima fyrir. „Þeir voru í Evrópudeildinni núna, það var svolítið álag og enduðu í sjöunda sæti. Árið áður lentu þeir í öðru sæti. Þeir eru aftur að byggja upp lið og það er almennt mikil ástríða í Svíþjóð fyrir fótbolta. Mér líst vel á þetta skref,“ segir Ari. Það sé hins vegar erfitt að kveðja Víking eftir frábæran tíma í Fossvogi, hvar Ari átti frábær þrjú ár. „Maður hefði aldrei búist við því þegar maður skrifaði undir fyrir þremur árum að fara í útsláttarkeppni á móti Panathinaikos í Evrópukeppni. Að vinna þrjá titla, og hársbreidd frá því að vinna fimm titla af sex, þetta var bara draumi líkast,“ segir Ari. Sameinast Júlíusi á ný Fyrrum félagi hans hjá Víkingi Júlíus Magnússon verður þá liðsfélagi hans í Elfsborg en þeir Hákon Rafn Valdimarsson og Andri Fannar Baldursson hafa einnig leikið fyrir Elfsborg á síðustu árum. „Ég er búinn að heyra í Júlla og nokkrum öðrum strákum sem hafa verið þarna, það talar allir rosa vel um klúbbinn og mér líst mjög vel á þetta,“ segir Ari. Júlíus spilaði með Ara í Víkinni sumarið 2022.Vísir/Hulda Margrét Hann fór í atvinnumennsku til Ítalíu á unglingsaldri áður en hann sneri heim í Víking. Hann kveðst nú vera tilbúinn í að taka stökkið. „Ég held ég sé alveg tilbúinn núna. Vonandi næ ég að koma mér inn í hlutina strax, að fá mínútur og gera alvöru hluti í Allsvenskunni. Þetta gæti í raun ekki verið betri tímapunktur, held ég,“ segir Ari. Viðtalið má sjá að ofan. Sænski boltinn Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Fótbolti Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Ari hefur spilað frábærlega með Víkingum undanfarin ár og vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í Sambandsdeild Evrópu í vetur. Það virtist tímaspursmál hvenær hann tæki skrefið út og hefur nú fundið samastað í Svíþjóð. „Þetta eru búnar að vera dálítið skrýtnar vikur og dagar núna. En það er virkilega gaman að klára þetta,“ segir Ari. Elfsborg stefni hátt á komandi leiktíð eftir strembið síðasta tímabil heima fyrir. „Þeir voru í Evrópudeildinni núna, það var svolítið álag og enduðu í sjöunda sæti. Árið áður lentu þeir í öðru sæti. Þeir eru aftur að byggja upp lið og það er almennt mikil ástríða í Svíþjóð fyrir fótbolta. Mér líst vel á þetta skref,“ segir Ari. Það sé hins vegar erfitt að kveðja Víking eftir frábæran tíma í Fossvogi, hvar Ari átti frábær þrjú ár. „Maður hefði aldrei búist við því þegar maður skrifaði undir fyrir þremur árum að fara í útsláttarkeppni á móti Panathinaikos í Evrópukeppni. Að vinna þrjá titla, og hársbreidd frá því að vinna fimm titla af sex, þetta var bara draumi líkast,“ segir Ari. Sameinast Júlíusi á ný Fyrrum félagi hans hjá Víkingi Júlíus Magnússon verður þá liðsfélagi hans í Elfsborg en þeir Hákon Rafn Valdimarsson og Andri Fannar Baldursson hafa einnig leikið fyrir Elfsborg á síðustu árum. „Ég er búinn að heyra í Júlla og nokkrum öðrum strákum sem hafa verið þarna, það talar allir rosa vel um klúbbinn og mér líst mjög vel á þetta,“ segir Ari. Júlíus spilaði með Ara í Víkinni sumarið 2022.Vísir/Hulda Margrét Hann fór í atvinnumennsku til Ítalíu á unglingsaldri áður en hann sneri heim í Víking. Hann kveðst nú vera tilbúinn í að taka stökkið. „Ég held ég sé alveg tilbúinn núna. Vonandi næ ég að koma mér inn í hlutina strax, að fá mínútur og gera alvöru hluti í Allsvenskunni. Þetta gæti í raun ekki verið betri tímapunktur, held ég,“ segir Ari. Viðtalið má sjá að ofan.
Sænski boltinn Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Fótbolti Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira