Við ræðum við bandarískan ferðamann sem sat fastur í Loðmundarfirði í fimm daga og var bjargað í síðustu viku. Hann segist björgunarsveitum mjög þakklátur og vonar að saga hans verði öðrum víti til varnaðar.
Von er á niðurstöðum úr rektorskjöri í dag, við verðum með nýjustu fregnir í fréttatímanum. Fréttamaður okkar Elín Margrét Böðvarsdóttir verður í beinni útsendingu frá Úkraínu.
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Kósovó í Þjóðadeildinni þar úti annað kvöld. Við verðum í beinni frá Kósovó og heyrum í liðsmönnum.
Í Íslandi í dag heimsækjum við 24 ára gamla konu, sem hefur það að markmiði að geta sest í helgan stein fyrir þrítugt.