Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir, Anna Sigríður Guðnadóttir og Lovísa Jónsdóttir skrifa 19. mars 2025 21:30 Það eru að verða tvö ár síðan mennta-og barnamálaráðuneytið, innviðaráðuneytið, IOGT og Mosfellsbær undirrituðu samninga vegna fasteigna og lóða Skálatúns í Mosfellsbæ annars vegar og þjónustu þess við heimilisfólk hins vegar. Skálatún var sjálfseignastofnun í eigu IOGT sem hafði starfað í 70 ár. Á Skálatún fluttu í gegnum tíðina börn alls staðar að af landinu. Þegar Mosfellsbær tók við þjónustunni við íbúana sumarið 2023 voru þeir 34 talsins og höfðu margir búið þar frá barnæsku. Í samningnum er sérstaklega gætt að hagsmunum þeirra og að þeir geti búið á sínum heimilum og verði fyrir eins litlu breytingum á sínum högum og unnt er. Samningarnir voru samþykktur einróma í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Fasteignir og land Með þeim samningum sem gerðir voru féllu allar fasteignir og ráðstöfun lands í hlut ríkisins. Skilyrði er að á svæðinu verði aðeins byggð upp þjónusta við börn og ungmenni. Ljóst er að landið, 6 hektarar, er afar verðmætt enda vel í sveit sett. En notkun þess er bundin þessum skilmálum. Það verður aldrei nýtt fyrir aðra starfsemi en þá sem beinist að börnum og velferð þeirra. Þarna verður því hvorki reist íbúabyggð né önnur starfsemi sem fellur ekki undir skilgreininguna. Mosfellsbær fer að sjálfsögðu með skipulagsvaldið á svæðinu. Umsýsla landsins og fasteigna var sett inn í sjálfseignarstofnunina Farsældartún sem er að fullu og öllu í eigu ríkisins og heyrir undir mennta- og barnamálaráðuneytið. Stofnunin vinnur nú að undirbúningi deiliskipulags svæðisins. Hugmyndin að starfsemi í Farsældartúni er komin frá fyrrum mennta- og barnamálaráherra. Markmiðið er að byggðar verði upp m.a. meðferðareiningar og búsetukjarnar fyrir börn með fjölþættan vanda. Ennfremur húsnæði fyrir Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, Ráðgjafar og greiningastöð, Barna-og fjölskyldustofu og eftir atvikum aðra aðila sem vinna í þágu barna. Allar þessar stofnanir vinna að sama markmiði sem er að veita börnum og ungmennum góða þjónustu og eru í dag í leiguhúsnæði víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Grunnhugsunin er að með því að hafa þessar mikilvægu stofnanir nálægt hver annarri megi ná fram samlegðaráhrifum, samtali og samstarfi þvert á kerfin sem örðugra er að ná þegar langt er á milli stofnana. Verkefninu um Farsældartún hefur fylgt bjartsýni, gleði og von um að loksins muni þjónustan við börn og ungmenni ná að vaxa og dafna á svæði sem sérhannað verður til að halda vel utan um börn. Uppbygging meðferðarúrræða Málefni Blönduhlíðar, húss á svæðinu, hafa hlotið nokkra athygli í fjölmiðlum undanfarið. Barna- og fjölskyldustofa tók húsið á leigu og ætlaði að opna þar meðferðarheimili. Það er að sjálfsögðu mjög óheppilegt að byggingin uppfyllti ekki þær ströngu öryggiskröfur sem gerðar eru til slíkrar starfsemi en halda þarf því til haga að BOFS opnaði annað úrræði að Vogi með því starfsfólki sem ráðið hafði verið. Það er afar mikilvægt að málefni tengd notkun Blönduhlíðar yfirskyggi ekki þau metnaðarfullu áform sem lúta að uppbyggingu í Farsældartúni. Sveitarfélög hafa átt í áralangri og mikilli baráttu við að fá fjármagn til að standa undir þjónustu við börn með fjölþættan vanda og að ríkið fjölgi meðferðarheimilum og öðrum úrræðum fyrir börn og ungmenni. Það hefur vantað milljarða inn í þjónustukerfið, það vantar skipulagðar lóðir undir meðferðarstarf og það vantar skipulega uppbyggingu. Þær gleðilegu fréttir bárust í vikunni að einmitt í dag muni ráðherrar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga loks að skrifa undir samkomulag um að ríkið muni frá 1. júní næstkomandi fjármagna 3. stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Það eru sannarlega gleðitíðindi fyrir íslenskt samfélag. Úrræðin þurfa að vera fjölbreytt því hópurinn er fjölbreyttur, þau þurfa að vera víða - ekki bara á einum stað eða bara á höfuðborgarsvæðinu. Það er því full þörf á að halda áfram með uppbyggingu meðferðarheimila í Garðabæ, í Mosfellsbæ, á Stuðlum, í Gunnarsholti og á fleiri stöðum. Uppgjör fjárhagslegra skuldbindinga Skálatúns. Í fréttum RUV í gær, þriðjudaginn 18 mars er fjallað um fyrrgreint samkomulag IOGT sem rak Skálatún, Mosfellsbæjar og ríkisins vegna samkomulags um yfirtöku Mosfellsbæjar á þjónustu við fatlaða íbúa Skálatúns sem þá voru 34 talsins og afhendingu eigna sjálfseignastofnunarinnar til ríkisins. Sjálfseignastofnunin Skálatún sem var rekin af IOGT átti sér langa sögu í þjónustu við fatlaða einstaklinga eins og kemur fram í upphafi þessarar greinar. Uppsafnaður fjárhagslegur vandi Skálatúns var mjög mikill við yfirtökuna og skuldir vegna þjónustu við fatlaða einstaklinga. Samningaviðræður við Jöfnunarsjóð höfðu staðið yfir með hléum í áratug vegna rekstrarvandans en málaflokkurinn var færður frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 án þess að málefni Skálatúns væru kláruð. Það er brýnt að árétta að allar greiðslur sem komu úr Jöfnunarsjóði fóru í að greiða skuldir vegna m.a. áfallinna ógreiddra gjalda og skuldbindinga vegna starfsmanna. Tækifærin sem felast í uppbyggingu þjónustu í Farsældartúni eru gríðarleg og mikilvægt að halda fókus á því markmiði að byggja upp fyrir börnin og ungmennin sem þurfa svo sárlega á þjónustu að halda. Höfundar eru oddviti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mosfellsbær Anna Sigríður Guðnadóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Það eru að verða tvö ár síðan mennta-og barnamálaráðuneytið, innviðaráðuneytið, IOGT og Mosfellsbær undirrituðu samninga vegna fasteigna og lóða Skálatúns í Mosfellsbæ annars vegar og þjónustu þess við heimilisfólk hins vegar. Skálatún var sjálfseignastofnun í eigu IOGT sem hafði starfað í 70 ár. Á Skálatún fluttu í gegnum tíðina börn alls staðar að af landinu. Þegar Mosfellsbær tók við þjónustunni við íbúana sumarið 2023 voru þeir 34 talsins og höfðu margir búið þar frá barnæsku. Í samningnum er sérstaklega gætt að hagsmunum þeirra og að þeir geti búið á sínum heimilum og verði fyrir eins litlu breytingum á sínum högum og unnt er. Samningarnir voru samþykktur einróma í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Fasteignir og land Með þeim samningum sem gerðir voru féllu allar fasteignir og ráðstöfun lands í hlut ríkisins. Skilyrði er að á svæðinu verði aðeins byggð upp þjónusta við börn og ungmenni. Ljóst er að landið, 6 hektarar, er afar verðmætt enda vel í sveit sett. En notkun þess er bundin þessum skilmálum. Það verður aldrei nýtt fyrir aðra starfsemi en þá sem beinist að börnum og velferð þeirra. Þarna verður því hvorki reist íbúabyggð né önnur starfsemi sem fellur ekki undir skilgreininguna. Mosfellsbær fer að sjálfsögðu með skipulagsvaldið á svæðinu. Umsýsla landsins og fasteigna var sett inn í sjálfseignarstofnunina Farsældartún sem er að fullu og öllu í eigu ríkisins og heyrir undir mennta- og barnamálaráðuneytið. Stofnunin vinnur nú að undirbúningi deiliskipulags svæðisins. Hugmyndin að starfsemi í Farsældartúni er komin frá fyrrum mennta- og barnamálaráherra. Markmiðið er að byggðar verði upp m.a. meðferðareiningar og búsetukjarnar fyrir börn með fjölþættan vanda. Ennfremur húsnæði fyrir Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, Ráðgjafar og greiningastöð, Barna-og fjölskyldustofu og eftir atvikum aðra aðila sem vinna í þágu barna. Allar þessar stofnanir vinna að sama markmiði sem er að veita börnum og ungmennum góða þjónustu og eru í dag í leiguhúsnæði víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Grunnhugsunin er að með því að hafa þessar mikilvægu stofnanir nálægt hver annarri megi ná fram samlegðaráhrifum, samtali og samstarfi þvert á kerfin sem örðugra er að ná þegar langt er á milli stofnana. Verkefninu um Farsældartún hefur fylgt bjartsýni, gleði og von um að loksins muni þjónustan við börn og ungmenni ná að vaxa og dafna á svæði sem sérhannað verður til að halda vel utan um börn. Uppbygging meðferðarúrræða Málefni Blönduhlíðar, húss á svæðinu, hafa hlotið nokkra athygli í fjölmiðlum undanfarið. Barna- og fjölskyldustofa tók húsið á leigu og ætlaði að opna þar meðferðarheimili. Það er að sjálfsögðu mjög óheppilegt að byggingin uppfyllti ekki þær ströngu öryggiskröfur sem gerðar eru til slíkrar starfsemi en halda þarf því til haga að BOFS opnaði annað úrræði að Vogi með því starfsfólki sem ráðið hafði verið. Það er afar mikilvægt að málefni tengd notkun Blönduhlíðar yfirskyggi ekki þau metnaðarfullu áform sem lúta að uppbyggingu í Farsældartúni. Sveitarfélög hafa átt í áralangri og mikilli baráttu við að fá fjármagn til að standa undir þjónustu við börn með fjölþættan vanda og að ríkið fjölgi meðferðarheimilum og öðrum úrræðum fyrir börn og ungmenni. Það hefur vantað milljarða inn í þjónustukerfið, það vantar skipulagðar lóðir undir meðferðarstarf og það vantar skipulega uppbyggingu. Þær gleðilegu fréttir bárust í vikunni að einmitt í dag muni ráðherrar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga loks að skrifa undir samkomulag um að ríkið muni frá 1. júní næstkomandi fjármagna 3. stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Það eru sannarlega gleðitíðindi fyrir íslenskt samfélag. Úrræðin þurfa að vera fjölbreytt því hópurinn er fjölbreyttur, þau þurfa að vera víða - ekki bara á einum stað eða bara á höfuðborgarsvæðinu. Það er því full þörf á að halda áfram með uppbyggingu meðferðarheimila í Garðabæ, í Mosfellsbæ, á Stuðlum, í Gunnarsholti og á fleiri stöðum. Uppgjör fjárhagslegra skuldbindinga Skálatúns. Í fréttum RUV í gær, þriðjudaginn 18 mars er fjallað um fyrrgreint samkomulag IOGT sem rak Skálatún, Mosfellsbæjar og ríkisins vegna samkomulags um yfirtöku Mosfellsbæjar á þjónustu við fatlaða íbúa Skálatúns sem þá voru 34 talsins og afhendingu eigna sjálfseignastofnunarinnar til ríkisins. Sjálfseignastofnunin Skálatún sem var rekin af IOGT átti sér langa sögu í þjónustu við fatlaða einstaklinga eins og kemur fram í upphafi þessarar greinar. Uppsafnaður fjárhagslegur vandi Skálatúns var mjög mikill við yfirtökuna og skuldir vegna þjónustu við fatlaða einstaklinga. Samningaviðræður við Jöfnunarsjóð höfðu staðið yfir með hléum í áratug vegna rekstrarvandans en málaflokkurinn var færður frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 án þess að málefni Skálatúns væru kláruð. Það er brýnt að árétta að allar greiðslur sem komu úr Jöfnunarsjóði fóru í að greiða skuldir vegna m.a. áfallinna ógreiddra gjalda og skuldbindinga vegna starfsmanna. Tækifærin sem felast í uppbyggingu þjónustu í Farsældartúni eru gríðarleg og mikilvægt að halda fókus á því markmiði að byggja upp fyrir börnin og ungmennin sem þurfa svo sárlega á þjónustu að halda. Höfundar eru oddviti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar í Mosfellsbæ.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun