„Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. mars 2025 22:11 Einar Jónsson leiðbeinir liði Fram af hliðarlínunni. Hann stýrði sínum mönnum til sjö marka sigurs í kvöld en reiknar ekki með eins sóknarsinnuðum leik ef liðin mætast í úrslitakeppninni. Vísir/Anton Brink „Mjög ánægður með að vinna. Hraður leikur og fátt um varnir en við tókum svona sjö mínútna kafla í seinni hálfleik þar sem við náðum bæði vörn og markvörslu, þá sigldum við fram úr“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir 43-36 sigur sinna manna í fjörugum leik gegn ÍBV. Miklar líkur eru á því að liðin mætist fljótlega aftur, í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Við erum að skora yfir fjörutíu mörk og það er bara frábært. Sóknarleikurinn frábær hjá okkur, þannig að ég er bara glaður og mjög gott að vinna ÍBV… Ég held að það hafi skilið á milli að við náðum smá vörn [síðustu mínúturnar] á meðan þeir náðu því ekki“ hélt hann svo áfram. Kaflinn þar sem Fram náði varnarstoppum og tók fram úr kom eftir að Eyjamaðurinn Kristófer Ísak fékk tveggja mínútna brottvísun og settist á bekkinn. „Já, hann var náttúrulega að hitta á svakalegan leik, það má vel vera sko en mér fannst við bara þéttast líka. Ég tók svosem ekkert eftir því að hann hafi verið rekinn út af en það er ágætis greining hjá þér. Miðað við hvernig hann spilaði í dag var ekkert verra að hafa hann út af.“ Miklar líkur eru á því að liðin tvö muni mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þau sitja í þriðja og sjötta sæti deildarinnar, en það gæti auðvitað breyst í lokaumferðinni. Einar reiknar ekki með því, ef að því að kemur, að þeir leikir verði eins og þessi. „Ekki svona, nei. Við erum búnir að spila í Eyjum, hörkuleik þar, og ég veit alveg að ÍBV er frábært lið. Ef svo verður veit ég að það verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir og það er bara svoleiðis. Eiga mikið inni frá þessum leik. Við eigum líka mikið inni. Ef það verður, þá verður það bara hrikalega skemmtilegt verkefni.“ Fram ÍBV Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Conor við íslenskan blaðamann: I'm retired, fuck interviews Sport Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira
„Við erum að skora yfir fjörutíu mörk og það er bara frábært. Sóknarleikurinn frábær hjá okkur, þannig að ég er bara glaður og mjög gott að vinna ÍBV… Ég held að það hafi skilið á milli að við náðum smá vörn [síðustu mínúturnar] á meðan þeir náðu því ekki“ hélt hann svo áfram. Kaflinn þar sem Fram náði varnarstoppum og tók fram úr kom eftir að Eyjamaðurinn Kristófer Ísak fékk tveggja mínútna brottvísun og settist á bekkinn. „Já, hann var náttúrulega að hitta á svakalegan leik, það má vel vera sko en mér fannst við bara þéttast líka. Ég tók svosem ekkert eftir því að hann hafi verið rekinn út af en það er ágætis greining hjá þér. Miðað við hvernig hann spilaði í dag var ekkert verra að hafa hann út af.“ Miklar líkur eru á því að liðin tvö muni mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þau sitja í þriðja og sjötta sæti deildarinnar, en það gæti auðvitað breyst í lokaumferðinni. Einar reiknar ekki með því, ef að því að kemur, að þeir leikir verði eins og þessi. „Ekki svona, nei. Við erum búnir að spila í Eyjum, hörkuleik þar, og ég veit alveg að ÍBV er frábært lið. Ef svo verður veit ég að það verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir og það er bara svoleiðis. Eiga mikið inni frá þessum leik. Við eigum líka mikið inni. Ef það verður, þá verður það bara hrikalega skemmtilegt verkefni.“
Fram ÍBV Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Conor við íslenskan blaðamann: I'm retired, fuck interviews Sport Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira