Aron Guðmundsson íþróttafréttamaður hitar hér rækilega upp fyrir leikinn ásamt sérfræðingunum Guðmundi Benediktssyni og Kjartani Henry Finnbogasyni sem lýsa herlegheitunum í kvöld en um fyrri leik Íslands og Kósovó er að ræða í umspilinu. Seinni leikurinn fer fram í Murcia á sunnudaginn kemur.
Það var nóg að ræða enda mikið gerst á milli landsliðsverkefna. Nýr þjálfari, nýr fyrirliði, sterkir leikmenn snúa til baka og ekki skafið af neinu í upphitun strákanna.
Það er uppselt á leik kvöldsins hér í Pristina sem tekur um fjórtán þúsund manns í sæti. Kjörið að hita upp fyrir kvöldið með því að horfa á upphitun strákanna á leikdegi sem sjá má hér fyrir neðan.
Leikur Kósovó og Íslands er sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 19.45 í kvöld.