Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Árni Sæberg skrifar 20. mars 2025 13:30 Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Vísir/Einar Verðlagseftirlit ASÍ segir verðlagseftirlitsmönnum sannarlega hafa verið vísað á dyr í Melabúðinni, þrátt fyrir fullyrðinga verslunarstjóra verslunarinnar um annað. Eftirlitið leggi ekki mat á gæði en það sé réttur fólks að vita hversu dýru verði gæðin eru keypt. Þetta segir í svari verðlagseftirlitsins við yfirlýsingu verslunarstjóra Melabúðarinnar. Í gær var greint frá því að Melabúðin hefði hafnað þáttöku í verðlagseftirlitinu. Áður en sú afstaða hefði orðið ljós hefði verðtaka verið framkvæmd, síðast í janúar síðastliðnum, en samkvæmt þeirri athugun hafi Melabúðin verið 43 prósentum dýrari en Bónus að meðaltali, þegar tæplega 700 vörur voru skoðaðar. Hefðu ekki tekið þátt í eftirlitinu áður Dýrleif Birna Sveinsdóttir, verslunarstjóri Melabúðarinnar, svaraði ASÍ fyrir hönd verslunarinnar með yfirlýsingu þar sem sagði meðal annars að Melabúðin væri sérverslun með sælkeravörur og hefði í gegnum tíðina ekki verið hluti af verðlagseftirliti ASÍ, enda væri rekstur einnar hverfisverslunar í Vesturbæ Reykjavíkur allt annars eðlis en stórra verslanakeðja. Þá sagði að samanburður á verði án tillits til gæða, þjónustu og vöruvals drægi upp skakka mynd og tæki ekki tillit til sérstöðu sérverslana eins og Melabúðarinnar í samkeppni við stórar verslanakeðjur. Svara verslunarstjóranum fullum hálsi Í yfirlýsingu verðlagseftirlitsins segir að vegna yfirlýsingar Melabúðarinnar um verðkannanir í gær telji verðlagseftirlit ASÍ rétt að koma nokkrum atriðum á framfæri. „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr í Melabúðinni áður, þótt öðru sé nú haldið fram.“ Í þeim verðsamanburði sem birtur var í gær hafi aðeins verið borið saman verð á sömu vörum, það er að segja vörum sem bera nákvæmlega sama vörumerki. Til dæmis Póló kex frá Frón sem hafi kostað 729 krónur í Melabúðinni en 298 krónur í Bónus. Mikill meirihluti líka í öðrum verslunum Þá segir að af tæplega þrjú þúsund strikamerkjum sem skönnuð voru í Melabúðinni hafi mátt finna yfir 2.400, eða rúmlega áttatíu prósent, í öðrum verslunum sem verðlagseftirlitið kanni reglulega. Þar af hafi sjö hundruð verið til í Bónus, eitt þúsund í Krónunni og tæplega fjórtán hundruð í Hagkaupum. „Verðlagseftirlit ASÍ leggur ekki mat á gæði, aðeins verð. Neytendum sjálfum er treyst að leggja mat á hvort gæðin séu verðsins virði, en það er réttur fólks að vita hversu dýru verði gæðin eru keypt.“ Óeðlilegt að farið sé með verðlag sem leyndarmál Verðlagseftirlit ASÍ mæli ekki einungis verðmun milli verslana, heldur skoði það einnig verðsögu vara bæði hjá birgjum og verslunum. Þetta þýði að verð séu skoðuð í mun fleiri verslunum en reglulegar kannanir gefi til kynna. „Það er afstaða Verðlagseftirlitsins að ef verslun getur staðið við sitt verð á kassanum, þá á hún að geta staðið við það opinberlega. Ekki er lagður dómur á réttmæti verðlagningar Melabúðarinnar. Hins vegar er óeðlilegt að farið sé með hana sem leyndarmál.“ Verðlag ASÍ Stéttarfélög Verslun Reykjavík Matvöruverslun Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Sjá meira
Þetta segir í svari verðlagseftirlitsins við yfirlýsingu verslunarstjóra Melabúðarinnar. Í gær var greint frá því að Melabúðin hefði hafnað þáttöku í verðlagseftirlitinu. Áður en sú afstaða hefði orðið ljós hefði verðtaka verið framkvæmd, síðast í janúar síðastliðnum, en samkvæmt þeirri athugun hafi Melabúðin verið 43 prósentum dýrari en Bónus að meðaltali, þegar tæplega 700 vörur voru skoðaðar. Hefðu ekki tekið þátt í eftirlitinu áður Dýrleif Birna Sveinsdóttir, verslunarstjóri Melabúðarinnar, svaraði ASÍ fyrir hönd verslunarinnar með yfirlýsingu þar sem sagði meðal annars að Melabúðin væri sérverslun með sælkeravörur og hefði í gegnum tíðina ekki verið hluti af verðlagseftirliti ASÍ, enda væri rekstur einnar hverfisverslunar í Vesturbæ Reykjavíkur allt annars eðlis en stórra verslanakeðja. Þá sagði að samanburður á verði án tillits til gæða, þjónustu og vöruvals drægi upp skakka mynd og tæki ekki tillit til sérstöðu sérverslana eins og Melabúðarinnar í samkeppni við stórar verslanakeðjur. Svara verslunarstjóranum fullum hálsi Í yfirlýsingu verðlagseftirlitsins segir að vegna yfirlýsingar Melabúðarinnar um verðkannanir í gær telji verðlagseftirlit ASÍ rétt að koma nokkrum atriðum á framfæri. „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr í Melabúðinni áður, þótt öðru sé nú haldið fram.“ Í þeim verðsamanburði sem birtur var í gær hafi aðeins verið borið saman verð á sömu vörum, það er að segja vörum sem bera nákvæmlega sama vörumerki. Til dæmis Póló kex frá Frón sem hafi kostað 729 krónur í Melabúðinni en 298 krónur í Bónus. Mikill meirihluti líka í öðrum verslunum Þá segir að af tæplega þrjú þúsund strikamerkjum sem skönnuð voru í Melabúðinni hafi mátt finna yfir 2.400, eða rúmlega áttatíu prósent, í öðrum verslunum sem verðlagseftirlitið kanni reglulega. Þar af hafi sjö hundruð verið til í Bónus, eitt þúsund í Krónunni og tæplega fjórtán hundruð í Hagkaupum. „Verðlagseftirlit ASÍ leggur ekki mat á gæði, aðeins verð. Neytendum sjálfum er treyst að leggja mat á hvort gæðin séu verðsins virði, en það er réttur fólks að vita hversu dýru verði gæðin eru keypt.“ Óeðlilegt að farið sé með verðlag sem leyndarmál Verðlagseftirlit ASÍ mæli ekki einungis verðmun milli verslana, heldur skoði það einnig verðsögu vara bæði hjá birgjum og verslunum. Þetta þýði að verð séu skoðuð í mun fleiri verslunum en reglulegar kannanir gefi til kynna. „Það er afstaða Verðlagseftirlitsins að ef verslun getur staðið við sitt verð á kassanum, þá á hún að geta staðið við það opinberlega. Ekki er lagður dómur á réttmæti verðlagningar Melabúðarinnar. Hins vegar er óeðlilegt að farið sé með hana sem leyndarmál.“
Verðlag ASÍ Stéttarfélög Verslun Reykjavík Matvöruverslun Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Sjá meira