Innlent

Lokað fyrir kalt vatn í Kópa­vogi í kvöld

Atli Ísleifsson skrifar
Sundlaugar Kópavogs loka klukkan 21.30 í kvöld vegna lokunarinnar.
Sundlaugar Kópavogs loka klukkan 21.30 í kvöld vegna lokunarinnar. Kópavogsbær

Lokað verður fyrir rennsli kalda vatnsins í Kópavogi klukkan 22 í kvöld vegna vinnu við tengingu á nýjum miðlunartanki. Áætlað er að lokað verði fyrir vatnið til klukkan fjögur í nótt. 

Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að lokunin nái til alls Kópavogs fyrir utan Vatnsendahverfi, það er Þing og Hvörf.

„Sundlaugar Kópavogs loka kl. 21.30 að kvöldi 20. mars vegna þessa.

Vinsamlegast athugið að það getur myndast loft í kerfinu eftir að vatni hefur aftur verið hleypt á og það getur verið skynsamlegt að hreinsa síur í vatnsinntökum og blöndunartækjum.

Bent er á að að þau sem eru með varmaskipta geta lent í því að ekki komi heitt vatn á meðan.

Lokunin hefur ekki áhrif á vatnsöflun til Garðabæjar, en Vatnsveita Kópavogs sér Garðabæ fyrir vatni.

Frétt á vef Kópavogs verður uppfærð,“ segir í tilkynningunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×