Innlent

SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. Vilhelm

Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu varðandi fyrirkomulag Heinemann, sem tekur við rekstri fríhafnarinnar, gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort tilefni sé til að bregðast við. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Evrópuleiðtogar funda nú í Brussel um öryggis- og varnarmál og efnahagsmál. Svo virðist sem fallið hafi verið frá tillögu Eystrasaltsríkja um að veita 40 milljörðum Evra í hernaðarstuðning til Úkraínu á árinu.

Við fjöllum um meintan bókastuld Meta en nokkrir íslenskir höfundar virðast hafa verið rændir, þar á meðal Arnaldur Indriðason, Jón Kalman og Hildur Knútsdóttir.

Við verðum í beinni útsendingu frá Hlustendaverðlununum. Bríet, Steindi Jr. og GDRN eru meðal tónlistarmanna sem troða upp í þessari tónlistarveislu.

Allra augu eru á strákunum okkar, sem mæta Kósovó í Þjóðadeildinni þar ytra. Okkar maður Aron Guðmundsson er úti og segir okkur allt það helsta.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×